Tottenham hefur áfrýjað rauða spjaldið sem Son Heung-min fékk í tapinu fyrir Chelsea.
Suður-Kóreumaðurinn var sendur af velli í seinni hálfleik leiksins eftir myndbandsdómgæslu þar sem hann var dæmdur hafa brotið á Antonio Rudiger.
Rauða spjaldið skilaði Son þriggja leikja banni, en Tottenham hefur áfrýjað þeim dómi.
„Ég vona að Son fái ekki fimmfalda refsingu,“ sagði knattspyrnustjóri Tottenham, Jose Mourinho.
„Fyrsta refsingin var brotið sem Rudiger átti á hann, önnur refsing er að hann var sendur af velli. Þriðja væri að hann fengi ekki að spila gegn Brighton, fjórða gegn Norwich og fimmta að spila ekki gegn Southampton.“
„Ég vona að það sé nóg að honum verði refsað tvisvar.“
Þetta er annað rauða spjaldið sem Son fær á tímabilinu, hann var rekinn af velli í 1-1 jafnteflinu við Everton í byrjun nóvember.
Tottenham áfrýjar banni Son

Tengdar fréttir

Son í hóp með Lee Cattermole
Suður-Kóreu maðurinn er ekki sá saklausasti innan vallar.

Chelsea hafði betur í Lundúnarslagnum
Jose Mourinho þurfti að lúta í lægra haldi fyrir sínum gömlu lærisveinum í ensku úrvalsdeildinni í dag.