Everton birti í dag myndband og myndir af því hvernig nýr heimavöllur félagsins á að líta út.
Völlurinn á að standa við Bramley-Moore Dock á árbökkum Mersey. Áætlað er að hann taki 52.000 manns í sæti.
Hann leysir Goodison Park, heimavöll Everton síðan 1892, af hólmi. Goodison Park tekur tæplega 40.000 manns í sæti.
Talið er að kostnaðurinn við nýja völlinn verði 500 milljónir punda.
Vonast er til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og völlurinn verði tilbúinn 2023.
Myndband og myndir af nýja vellinum má sjá hér fyrir neðan.
| We can reveal the final designs for our new 52,000-seater stadium at Bramley-Moore Dock on Liverpool's waterfront!
— Everton (@Everton) December 23, 2019
A detailed planning application will be submitted today. #EFCpic.twitter.com/quVLzofRbr
| More images of the stunning design we have planned for Bramley-Moore Dock.
— Everton (@Everton) December 23, 2019
Detailed planning application will be submitted today. #EFCpic.twitter.com/VHPYsQ7EqS