Liverpool fær mun meiri tíma en Man. City og Leicester til að jafna sig á milli jólaleikjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2019 09:30 Raheem Sterling í leik með Manchester City á móti Liverpool á Anfield fyrr í vetur. Getty/Simon Stacpoole Manchester City segist hafa gert athugasemd við uppröðun leikjanna í ensku úrvalsdeildinni yfir jólin en þar er ekki alveg jafnt á komið með toppliðunum. Það er stutt á milli leikja yfir hátíðirnar en það munar samt talsvert á álaginu á liðunum. Breska ríkisútvarpið tók saman tíma á milli leikja ensku liðanna á milli jóla og nýárs. Liverpool er tíu stigum á undan Leicester City og ellefu stigum á undan Manchester City. Liverpool færi miklu meiri hvíld milli leikja en helstu keppinautar þeirra í töflunni. BBC segir frá því að Manchester City hafi þegar kvartað við yfirmenn ensku úrvalsdeildarinnar af því að liðið þarf að spila tvisvar á 48 klukkutímum. Það líða nefnilega bara 46 klukkutímar og fimmtán mínútur á milli leikja liðsins á móti Wolves 27. desember og á móti Sheffield United 29. desember. Leikurinn við Úlfanna er á útivelli en það tekur um tvo klukkuttíma að keyra frá Manchester til Wolverhampton. There will be 44 hours 45 minutes between the start of Wolves v Man City and Liverpool v Wolves on 29 December. Liverpool - who play at Leicester on 26 December - have 68 hours and 30 minutes between the start of their two matches. But are we bothered? No. https://t.co/jhfk3V3A7E— John Bray (@johnbray69) December 23, 2019 Við þetta bætist að lið Sheffield United, mótherji Manchester City eftir þessa stuttu hvíld, fær 75 klukkutíma á milli leikja eða næstum því tvöfalt lengri tíma en City menn. „Ég skrifaði bréf til ensku úrvalsdeildarinnar til að þakka þeim fyrir,“ sagði Pep Guardiola fullur af kaldhæðni á blaðamannafundi. Á meðan það eru rúmir 46 klukkutímar milli leikja Manchester City og rúmir 45 klukkutímar milli leikja Leicester City þá líða 68 klukkutímar og 30 mínútur milli leikja hjá Liverpool á milli jóla og nýárs. Liverpool liðið mætir Leicester City klukkan 20.00 á öðrum degi jóla, 26. desember, en spilar síðan ekki næst fyrr en 29. desember klukkan 16.30 og þá á móti Wolverhampton Wanderers. Aðeins Arsenal, Chelsea og Sheffield United fá lengri tíma á milli leikja en Liverpool. Wolves er aftur á móti það lið sem fær minnsta tíma til að jafna sig á milli leikja og það fyrir leik á móti toppliði Liverpool. Það má sjá tíma milli leikja hjá öllum liðum deildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira
Manchester City segist hafa gert athugasemd við uppröðun leikjanna í ensku úrvalsdeildinni yfir jólin en þar er ekki alveg jafnt á komið með toppliðunum. Það er stutt á milli leikja yfir hátíðirnar en það munar samt talsvert á álaginu á liðunum. Breska ríkisútvarpið tók saman tíma á milli leikja ensku liðanna á milli jóla og nýárs. Liverpool er tíu stigum á undan Leicester City og ellefu stigum á undan Manchester City. Liverpool færi miklu meiri hvíld milli leikja en helstu keppinautar þeirra í töflunni. BBC segir frá því að Manchester City hafi þegar kvartað við yfirmenn ensku úrvalsdeildarinnar af því að liðið þarf að spila tvisvar á 48 klukkutímum. Það líða nefnilega bara 46 klukkutímar og fimmtán mínútur á milli leikja liðsins á móti Wolves 27. desember og á móti Sheffield United 29. desember. Leikurinn við Úlfanna er á útivelli en það tekur um tvo klukkuttíma að keyra frá Manchester til Wolverhampton. There will be 44 hours 45 minutes between the start of Wolves v Man City and Liverpool v Wolves on 29 December. Liverpool - who play at Leicester on 26 December - have 68 hours and 30 minutes between the start of their two matches. But are we bothered? No. https://t.co/jhfk3V3A7E— John Bray (@johnbray69) December 23, 2019 Við þetta bætist að lið Sheffield United, mótherji Manchester City eftir þessa stuttu hvíld, fær 75 klukkutíma á milli leikja eða næstum því tvöfalt lengri tíma en City menn. „Ég skrifaði bréf til ensku úrvalsdeildarinnar til að þakka þeim fyrir,“ sagði Pep Guardiola fullur af kaldhæðni á blaðamannafundi. Á meðan það eru rúmir 46 klukkutímar milli leikja Manchester City og rúmir 45 klukkutímar milli leikja Leicester City þá líða 68 klukkutímar og 30 mínútur milli leikja hjá Liverpool á milli jóla og nýárs. Liverpool liðið mætir Leicester City klukkan 20.00 á öðrum degi jóla, 26. desember, en spilar síðan ekki næst fyrr en 29. desember klukkan 16.30 og þá á móti Wolverhampton Wanderers. Aðeins Arsenal, Chelsea og Sheffield United fá lengri tíma á milli leikja en Liverpool. Wolves er aftur á móti það lið sem fær minnsta tíma til að jafna sig á milli leikja og það fyrir leik á móti toppliði Liverpool. Það má sjá tíma milli leikja hjá öllum liðum deildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira