Fjórða tap Leeds í vetur leit dagsins ljós í dag er liðið tapaði 2-1 fyrir Fulham á útivelli er 23. umferðin í ensku B-deildinni hélt áfram.
Aleksandar Mitrovic kom Fulham yfir úr vítaspyrnu á sjöundu mínútu en Patrick Bamford jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks. Joshua Onomah skoraði sigurmarkið á 69. mínútu.
Leeds er því í 2. sætinu með 47 stig, þremur stigum á eftir toppliði WBA, sem missteig sig einnig í dag en liðið gerði 1-1 jafntefli við Brentford á heimavelli.
FULL TIME: The referee brings the game to an end, and #LUFC fall to a 2-1 defeat in the capital
— Leeds United (@LUFC) December 21, 2019
Jón Daði Böðvarsson lék fyrsta klukkutímann er Millwall tapaði gegn Barnsley á heimavelli, 2-1. Sigurmark Barnsley kom í uppbótartíma en þetta er fyrsta tap Millwall í síðustu átta leikjum.
Millwall er í 13. sætinu með 33 stig, þó einungis fjórum stigum frá umspilssæti.
Late drama sees #Millwall lose at home
— Millwall FC (@MillwallFC) December 21, 2019