Datt aftur og aftur úr hóp daginn fyrir leik af því að hann var ekki enskur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 11:30 Patrik Sigurður Gunnarsson sést hér í marki Brentford í leik á undirbúningstímabilinu. Getty/Ker Robertson Íslenski unglingalandsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki oft í hóp hjá Brentford í ensku b-deildinni í vetur en hann sagði ástæðuna fyrir því í viðtali við vefsíðuna fótbolti.net. Það hefur nefnilega margoft komið niður á Patriki að vera ekki með enskt vegabréf. Hann ætti að vera varamarkvörður liðsins en vegbréf þriðja markvarðarins hjálpar honum oft inn í hópinn. Patrik lærði helling hjá Southend - Ekki í hópnum vegna fárra Englendinga https://t.co/yAAbob9QkH— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 24, 2020 „Ég var færður upp í aðalliðið og gerði nýjan samning í kjölfarið. Hef já, verið mestmegnis þriðji markmaður, en ákveðin regla hefur komið í veg fyrir að ég væri oftar á bekknum," sagði Patrik Sigurður Gunnarsson við Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke á vefsíðunni fótbolti.net og útskýrði síðan það enn frekar: „Við höfum sem sagt verið í miklu veseni með enska leikmenn, það verða að vera sjö í hóp og við rétt náðum því með því að hafa Englending sem varamarkmann. Það kom oftar en tíu sinnum fyrir á fyrri hluta tímabilsins að ég var valinn í hóp en skipt var um varamarkmann degi fyrir leik vegna skorts á enskum leikmönnum. Það jákvæða við það er að maður lærir mikið á því andlega og tekur það með sér í reynslubankann," sagði Patrik. Patrik Gunnarsson (2000) has signed new 4 year contract with Brentford. Congrats #TeamTotalFootball pic.twitter.com/Ai4PYS7XQg— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 25, 2019 Á endanum fór Patrik á láni til C-deildarliðsins Southend í febrúar og var hjá félaginu þar til að kórónuveiran stoppaði allan fótbolta í Englandi. „Aðalmarkmaðurinn hjá þeim meiðist illa eftir að glugginn er lokaður og liðið þurfti að fá markmann á neyðarláni. Hemmi (Hermann Hreiðarsson) spilaði auðvitað stóran part í þessu og er ég honum virkilega þakklátur fyrir að gefa mér traust," sagði Patrik. Hann horfir jákvætt á þessa reynslu sína hjá Southend. „Heilt yfir gekk mér nokkuð vel, ég náði ekki að taka þátt i mörgum æfingum með liðinu og einungis þremur leikjum. Ég lít á þessa reynslu sem gríðarlega mikilvæga reynslu, að vera aðeins 19 ára að spila í þriðju efstu deild Englands er gríðarlega sterkt, sérstaklega fyrir markmann. Þessi reynsla mun hjálpa mér mikið í framtíðinni," sagði Patrik við blaðamann vefsíðunnar fótbolti.net. #BrentfordFC Goalkeeper Patrik Gunnarsson tells us he was 'doing his job' saving two penalties in the shootout win over Hanwell Town on SaturdayMore from Patrik here pic.twitter.com/7j1Liqo3qr— Brentford FC (Stay at ) (@BrentfordFC) October 27, 2019 Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Íslenski unglingalandsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki oft í hóp hjá Brentford í ensku b-deildinni í vetur en hann sagði ástæðuna fyrir því í viðtali við vefsíðuna fótbolti.net. Það hefur nefnilega margoft komið niður á Patriki að vera ekki með enskt vegabréf. Hann ætti að vera varamarkvörður liðsins en vegbréf þriðja markvarðarins hjálpar honum oft inn í hópinn. Patrik lærði helling hjá Southend - Ekki í hópnum vegna fárra Englendinga https://t.co/yAAbob9QkH— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 24, 2020 „Ég var færður upp í aðalliðið og gerði nýjan samning í kjölfarið. Hef já, verið mestmegnis þriðji markmaður, en ákveðin regla hefur komið í veg fyrir að ég væri oftar á bekknum," sagði Patrik Sigurður Gunnarsson við Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke á vefsíðunni fótbolti.net og útskýrði síðan það enn frekar: „Við höfum sem sagt verið í miklu veseni með enska leikmenn, það verða að vera sjö í hóp og við rétt náðum því með því að hafa Englending sem varamarkmann. Það kom oftar en tíu sinnum fyrir á fyrri hluta tímabilsins að ég var valinn í hóp en skipt var um varamarkmann degi fyrir leik vegna skorts á enskum leikmönnum. Það jákvæða við það er að maður lærir mikið á því andlega og tekur það með sér í reynslubankann," sagði Patrik. Patrik Gunnarsson (2000) has signed new 4 year contract with Brentford. Congrats #TeamTotalFootball pic.twitter.com/Ai4PYS7XQg— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 25, 2019 Á endanum fór Patrik á láni til C-deildarliðsins Southend í febrúar og var hjá félaginu þar til að kórónuveiran stoppaði allan fótbolta í Englandi. „Aðalmarkmaðurinn hjá þeim meiðist illa eftir að glugginn er lokaður og liðið þurfti að fá markmann á neyðarláni. Hemmi (Hermann Hreiðarsson) spilaði auðvitað stóran part í þessu og er ég honum virkilega þakklátur fyrir að gefa mér traust," sagði Patrik. Hann horfir jákvætt á þessa reynslu sína hjá Southend. „Heilt yfir gekk mér nokkuð vel, ég náði ekki að taka þátt i mörgum æfingum með liðinu og einungis þremur leikjum. Ég lít á þessa reynslu sem gríðarlega mikilvæga reynslu, að vera aðeins 19 ára að spila í þriðju efstu deild Englands er gríðarlega sterkt, sérstaklega fyrir markmann. Þessi reynsla mun hjálpa mér mikið í framtíðinni," sagði Patrik við blaðamann vefsíðunnar fótbolti.net. #BrentfordFC Goalkeeper Patrik Gunnarsson tells us he was 'doing his job' saving two penalties in the shootout win over Hanwell Town on SaturdayMore from Patrik here pic.twitter.com/7j1Liqo3qr— Brentford FC (Stay at ) (@BrentfordFC) October 27, 2019
Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira