Innlent

Menntaskólinn í Reykjavík vann Gettu betur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gettu betur-lið MR hampar hér bikarnum í kvöld.
Gettu betur-lið MR hampar hér bikarnum í kvöld. RÚV

Lið Menntaskólans í Reykjavík, MR, vann úrslitaviðureign spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í kvöld. MR atti þar kappi við lið Borgarholtsskóla.

MR vann með 24 stigum gegn 12. Sigurliðið er skipað þeim Ármanni Leifssyni, Birtu Líf Breiðfjörð Jónasdóttur og Víkingi Hjörleifssyni. Lið Borgarholtsskóla er skipað Fanneyju Ósk Einarsdóttur, Magnúsi Hrafni Einarssyni og Viktors Huga Jónssonar.

Upphaflega stóð til að úrslitin í kvöld færu fram fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Að lokum fór þó svo að nokkrir áhorfendur fylgdust með keppninni í sjónvarpssal. Þetta er í 21. skipti sem MR vinnur Gettu betur, oftast allra skóla.


Tengdar fréttir

Úrslit Gettu betur fyrir luktum dyrum

Engir áhorfendur verða viðstaddir úrslitaþátt Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem fram fer á föstudaginn.

Villi skammaði áhorfendur í Gettu betur

Vilhelm Anton Jónsson, Villi Naglbítur, spurningahöfundur og dómari í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur hvatti stuðningsmenn í sal til að vera til fyrirmyndar í keppni kvöldsins viðureignar Menntaskólans í Reykjavík og Verzlunarskóla Íslands.

Spurningin sem ég klúðraði

Öll þau sem keppt hafa í Gettu Betur eiga sér eina spurningu sem liggur á þeim eins og hlass af múrsteinum. Eina spurningin sem þau klúðruðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×