Meira en bara smá niðursveifla hjá De Gea segir Neville Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 09:30 Frammistöður David De Gea hafa ekki verið nægilega góðar undanfarin misseri. EPA-EFE/PETER POWELL Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United og Sky Sports, hefur miklar áhyggjur af frammistöðu spænska markvarðarins David De Gea. De Gea hefur verið gagnrýndur fyrir markið sem hann fékk á sig gegn Tottenham Hotspur um helgina en Man Utd nældi í stig í Lundúnum þökk sé vítaspyrnu Bruno Fernandes. Mark Tottenham skoraði Hollendingurinn Steven Bergwijn og þó varnarmenn Man Utd hafi verið út á túni í aðdraganda marksins hefði sá spænski átt að gera betur. "I'm flabbergasted, I wouldn't even let them back on the bus after the match. I'm disgusted with it"Roy Keane's rant about with David De Gea & Maguire pic.twitter.com/A7rOxevwId— Football Daily (@footballdaily) June 19, 2020 „Frammistaða leikmanna getur dalað en það er allt í lagi ef það fer ekki yfir nokkra mánuði. Ef það er í meira en ár þá fer maður að hafa áhyggjur. Ef það nær tveimur árum þá fer það að vera varanlegt, “ segir Neville í hlaðvarpi sínu fyrir Sky. Vill Neville meina að frammistaða De Gea með Spáni á HM sumarið 2018 sé í raun ástæða þess að sjálfstraust markvarðarins sé í molum. „Móttökurnar sem hann fékk frá Spánverjum hafa haft áhrif á hann. Þeir bauluðu á De Gea og hann hefur raunar aldrei jafnað sig. Andlega er hann ekki sá sami og hann var.“ Frá því að HM í Rússlandi fór fram, sumarið 2018, hefur De Gea gert sjö mistök sem hafa endað með marki samkvæmt tölfræði Sky Sports. Enginn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur gert fleiri mistök sem enda með marki á þeim tíma. Lausn Neville við vandamálum De Gea er einföld. Leggja meira á sig. „Það er aðeins einn hlutur sem hægt er að gera þegar maður á erfitt: Æfa og æfa meira. Þú þarft að vera fyrstur á æfingasvæðið og sá síðasti sem fer.“ Slakar frammistöður De Gea undanfarin misseri hafa ýtt undir orðróma þess efnis að Dean Henderson - sem er á láni hjá Sheffield United – sé að fara taka stöðu De Gea á Old Trafford. Henderson hefur átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni og hefur alls haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum. Enginn markvörður deildarinnar hefur haldið oftar hreinu en Henderson. Alisson, hjá Liverpool, og Nick Pope, hjá Burnley, hafa einnig haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum. De Gea hefur aðeins leikið átta leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu án þess að fá á sig mark. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, hefur lítið viljað gefa upp en hann virðist vilja halda Henderson í herbúðum Manchester United á næstu leiktíð. Spáir Norðmaðurinn því að enski markvörðurinn verði bæði aðalmarkvörður Man Utd sem og enska landsliðsins þegar fram líða stundir. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira
Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United og Sky Sports, hefur miklar áhyggjur af frammistöðu spænska markvarðarins David De Gea. De Gea hefur verið gagnrýndur fyrir markið sem hann fékk á sig gegn Tottenham Hotspur um helgina en Man Utd nældi í stig í Lundúnum þökk sé vítaspyrnu Bruno Fernandes. Mark Tottenham skoraði Hollendingurinn Steven Bergwijn og þó varnarmenn Man Utd hafi verið út á túni í aðdraganda marksins hefði sá spænski átt að gera betur. "I'm flabbergasted, I wouldn't even let them back on the bus after the match. I'm disgusted with it"Roy Keane's rant about with David De Gea & Maguire pic.twitter.com/A7rOxevwId— Football Daily (@footballdaily) June 19, 2020 „Frammistaða leikmanna getur dalað en það er allt í lagi ef það fer ekki yfir nokkra mánuði. Ef það er í meira en ár þá fer maður að hafa áhyggjur. Ef það nær tveimur árum þá fer það að vera varanlegt, “ segir Neville í hlaðvarpi sínu fyrir Sky. Vill Neville meina að frammistaða De Gea með Spáni á HM sumarið 2018 sé í raun ástæða þess að sjálfstraust markvarðarins sé í molum. „Móttökurnar sem hann fékk frá Spánverjum hafa haft áhrif á hann. Þeir bauluðu á De Gea og hann hefur raunar aldrei jafnað sig. Andlega er hann ekki sá sami og hann var.“ Frá því að HM í Rússlandi fór fram, sumarið 2018, hefur De Gea gert sjö mistök sem hafa endað með marki samkvæmt tölfræði Sky Sports. Enginn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur gert fleiri mistök sem enda með marki á þeim tíma. Lausn Neville við vandamálum De Gea er einföld. Leggja meira á sig. „Það er aðeins einn hlutur sem hægt er að gera þegar maður á erfitt: Æfa og æfa meira. Þú þarft að vera fyrstur á æfingasvæðið og sá síðasti sem fer.“ Slakar frammistöður De Gea undanfarin misseri hafa ýtt undir orðróma þess efnis að Dean Henderson - sem er á láni hjá Sheffield United – sé að fara taka stöðu De Gea á Old Trafford. Henderson hefur átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni og hefur alls haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum. Enginn markvörður deildarinnar hefur haldið oftar hreinu en Henderson. Alisson, hjá Liverpool, og Nick Pope, hjá Burnley, hafa einnig haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum. De Gea hefur aðeins leikið átta leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu án þess að fá á sig mark. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, hefur lítið viljað gefa upp en hann virðist vilja halda Henderson í herbúðum Manchester United á næstu leiktíð. Spáir Norðmaðurinn því að enski markvörðurinn verði bæði aðalmarkvörður Man Utd sem og enska landsliðsins þegar fram líða stundir.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira