Fordómar og COVID Eybjörg Hauksdóttir skrifar 23. október 2020 15:01 Í fyrstu bylgju COVID faraldursins varð um helmingur allra dauðsfalla í Evrópu inni á hjúkrunarheimilum og langlegustofnunum. Sá hópur eldri borgara sem þar býr, var skilinn eftir afskiptalaus og óvarinn af yfirvöldum. Ekki nóg með það heldur berast nú fregnir af því að í Svíþjóð hafi læknisþjónusta m.a.s. verið tekin af þessum hóp aldraðra með markvissum hætti og þeim meinaður aðgangur að spítalanum í samræmi við opinber fyrirmæli stjórnvalda í Stokkhólmi. Væntanlega hefur ætlunin verið að geyma plássið handa yngra fólki. Mikil umræða er um það innan öldrunarþjónustunnar að COVID faraldurinn hafi að mörgu leyti afhjúpað þá öldrunarfordóma sem eru til staðar í vestrænum samfélögum. Þeir fordómar eru einnig innan heilbrigðisþjónustunnar og gagnvart öldrunarþjónustu almennt. Hér á Íslandi virðast þessir fordómar birtast með öðrum hætti. Hérlendis komu upp sáralítið af smitum inni á öldrunarstofnunum í fyrstu bylgju faraldursins, m.a. vegna mikils dugnaðar og árverkni starfsfólks í öldrunarþjónustu. Starfsfólk, íbúar og aðstandendur lögðust á eitt til að verja þjónustuna. En hvað svo? Mikill kostnaður varð til vegna hólfaskiptingar á hjúkrunarheimilum, sóttkví starfsmanna, sóttvarna o.fl. en engar viðbótargreiðslur bárust til heimilanna. Þvert á móti fengu mörg hjúkrunarheimili lægri tekjur en í venjulegu árferði, þar sem nýting hjúkrunarrýma datt niður vegna COVID og ríkið sparaði sér greiðslur til hjúkrunarheimilanna. Ríkið greiddi sérstakar álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks en bara á opinberum heilbrigðisstofnunum, ekki á hjúkrunarheimilum. Heimilin takast nú á við þriðju bylgju faraldursins löskuð og sum hver komin að þrotum fjárhagslega. Fjárlög ársins 2021 hafa nú verið lögð fram. Fjórða árið í röð er ,,aðhaldskrafa“ á rekstrarfé hjúkrunarheimilanna. Öll svið heilbrigðisþjónustunnar, nema öldrunarþjónusta og endurhæfing, hafa undanfarin ár fengið hluta af ,,góðærinu“. Fengið nauðsynlegt viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn, koma til móts við erfiðleika við mönnun, bæta þjónustuna o.frv. En ekki öldrunarþjónustan. Landssamband eldri borgara segir að öldrunarfordómar séu rótgrónir í samfélaginu okkar og þá sé víða að finna. Er þá kannski líka að finna í fjárlagafrumvörpum ? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í fyrstu bylgju COVID faraldursins varð um helmingur allra dauðsfalla í Evrópu inni á hjúkrunarheimilum og langlegustofnunum. Sá hópur eldri borgara sem þar býr, var skilinn eftir afskiptalaus og óvarinn af yfirvöldum. Ekki nóg með það heldur berast nú fregnir af því að í Svíþjóð hafi læknisþjónusta m.a.s. verið tekin af þessum hóp aldraðra með markvissum hætti og þeim meinaður aðgangur að spítalanum í samræmi við opinber fyrirmæli stjórnvalda í Stokkhólmi. Væntanlega hefur ætlunin verið að geyma plássið handa yngra fólki. Mikil umræða er um það innan öldrunarþjónustunnar að COVID faraldurinn hafi að mörgu leyti afhjúpað þá öldrunarfordóma sem eru til staðar í vestrænum samfélögum. Þeir fordómar eru einnig innan heilbrigðisþjónustunnar og gagnvart öldrunarþjónustu almennt. Hér á Íslandi virðast þessir fordómar birtast með öðrum hætti. Hérlendis komu upp sáralítið af smitum inni á öldrunarstofnunum í fyrstu bylgju faraldursins, m.a. vegna mikils dugnaðar og árverkni starfsfólks í öldrunarþjónustu. Starfsfólk, íbúar og aðstandendur lögðust á eitt til að verja þjónustuna. En hvað svo? Mikill kostnaður varð til vegna hólfaskiptingar á hjúkrunarheimilum, sóttkví starfsmanna, sóttvarna o.fl. en engar viðbótargreiðslur bárust til heimilanna. Þvert á móti fengu mörg hjúkrunarheimili lægri tekjur en í venjulegu árferði, þar sem nýting hjúkrunarrýma datt niður vegna COVID og ríkið sparaði sér greiðslur til hjúkrunarheimilanna. Ríkið greiddi sérstakar álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks en bara á opinberum heilbrigðisstofnunum, ekki á hjúkrunarheimilum. Heimilin takast nú á við þriðju bylgju faraldursins löskuð og sum hver komin að þrotum fjárhagslega. Fjárlög ársins 2021 hafa nú verið lögð fram. Fjórða árið í röð er ,,aðhaldskrafa“ á rekstrarfé hjúkrunarheimilanna. Öll svið heilbrigðisþjónustunnar, nema öldrunarþjónusta og endurhæfing, hafa undanfarin ár fengið hluta af ,,góðærinu“. Fengið nauðsynlegt viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn, koma til móts við erfiðleika við mönnun, bæta þjónustuna o.frv. En ekki öldrunarþjónustan. Landssamband eldri borgara segir að öldrunarfordómar séu rótgrónir í samfélaginu okkar og þá sé víða að finna. Er þá kannski líka að finna í fjárlagafrumvörpum ? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun