Spyr hvort eðlilegt sé að sami flokkur stýri ráðuneytinu og fari með formennsku í nefndinni Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2020 14:28 Kristján Guy Burgess segir að þörf sé á aukinni umræðu um utanríkismál á Alþingi. Hann segir nauðsynlegt að gera gagngerar breytingar á hlutverki og verkefnum utanríkismálanefndar. Kristján Guy Burgess, kennari í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands og fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir nauðsynlegt að ræða það á vettvangi Alþingis hvort eðlilegt sé að utanríkisráðherra, formaður utanríkismálanefndar og nú jafnframt varaformaður nefndarinnar komi öll úr sama stjórnmálaflokki. Spyrja megi hvort slíkt fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar og hvernig nefndin sinni hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fari með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar. Þetta segir Kristján Guy í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir nauðsynlegt að utanríkismál fái aukna umræðu og umfjöllun á þinginu. Hlutverk og verkefni verði tekin til gagngerrar endurskoðunar Kristján Guy, sem var aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar þegar hann gegndi embætti utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013, segir þörf á því að taka bæði hlutverk og verkefni utanríkismálanefndar þingsins til gagngerrar endurskoðunar. Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.Vísir/Vilhelm Við breytingar á þingsköpum fyrir tæpum áratug hafi orðið breytingar á hlutverki og starfi nefndarinnar sem áður hafði notið meiri sérstöðu í störfum þingsins. Áður gátu einungis þeir sem kosnir væru til setu í nefndinni setið fundi hennar og ríkari trúnaður lagður á þá. Hann segir sérstöðu nefndarinnar þó enn vera töluverða, en nefndin skal vera ríkisstjórn til ráðuneytis um meiriháttar utanríkismál, enda skuli ríkisstjórnin ávallt bera undir nefndina slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Óskrifuð regla um valdajafnvægi brotin Kristján Guy segir að kjörtímabilinu hafi verið óskrifuð regla á þinginu um valdajafnvægi. Þegar kemur að utanríkismálum hafi reglan hins vegar verið brotin þar sem sami flokkur hafi farið bæði með utanríkisráðuneytið og formennsku í utanríkismálanefnd. Sigríður Á. Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson fer nú með embætti utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og fer samflokkskona hans, Sigríður Á. Andersen, með formennsku í utanríkismálanefnd. „Það gerðist síðast fyrir 15 árum og þá átti sami flokkur í hlut og nú. En nú er meira að segja einnig fyrsti varaformaður nefndarinnar einnig úr Sjálfstæðisflokknum [Njáll Trausti Friðbertsson]. Spyrja má hvort það fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar. Hvernig nefndin sinnir hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fer með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar þarfnast umræðu á vettvangi þingsins,“ segir Kristján Guy. Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira
Spyrja megi hvort slíkt fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar og hvernig nefndin sinni hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fari með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar. Þetta segir Kristján Guy í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir nauðsynlegt að utanríkismál fái aukna umræðu og umfjöllun á þinginu. Hlutverk og verkefni verði tekin til gagngerrar endurskoðunar Kristján Guy, sem var aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar þegar hann gegndi embætti utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013, segir þörf á því að taka bæði hlutverk og verkefni utanríkismálanefndar þingsins til gagngerrar endurskoðunar. Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.Vísir/Vilhelm Við breytingar á þingsköpum fyrir tæpum áratug hafi orðið breytingar á hlutverki og starfi nefndarinnar sem áður hafði notið meiri sérstöðu í störfum þingsins. Áður gátu einungis þeir sem kosnir væru til setu í nefndinni setið fundi hennar og ríkari trúnaður lagður á þá. Hann segir sérstöðu nefndarinnar þó enn vera töluverða, en nefndin skal vera ríkisstjórn til ráðuneytis um meiriháttar utanríkismál, enda skuli ríkisstjórnin ávallt bera undir nefndina slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Óskrifuð regla um valdajafnvægi brotin Kristján Guy segir að kjörtímabilinu hafi verið óskrifuð regla á þinginu um valdajafnvægi. Þegar kemur að utanríkismálum hafi reglan hins vegar verið brotin þar sem sami flokkur hafi farið bæði með utanríkisráðuneytið og formennsku í utanríkismálanefnd. Sigríður Á. Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson fer nú með embætti utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og fer samflokkskona hans, Sigríður Á. Andersen, með formennsku í utanríkismálanefnd. „Það gerðist síðast fyrir 15 árum og þá átti sami flokkur í hlut og nú. En nú er meira að segja einnig fyrsti varaformaður nefndarinnar einnig úr Sjálfstæðisflokknum [Njáll Trausti Friðbertsson]. Spyrja má hvort það fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar. Hvernig nefndin sinnir hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fer með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar þarfnast umræðu á vettvangi þingsins,“ segir Kristján Guy.
Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira