Manchester United er enn á toppi deildarinnar eftir 2-1 útisigur á Reading og Chelsea lagði Brighton & Hove Albion 1-0 á útivelli.
Arsenal komst yfir í stórlek dagsins strax á 2. mínútu leiksins. Að sjálfsögðu var það Vivianne Miedema sem kom Skyttunum yfir en Samantha Mewis jafnaði metin þegar tæpur hálftími var liðinn.
Staðan því 1-1 í hálfleik og virtist sem leiknum myndi ljúka þannig. Það er allt fram á 93. mínútu leiksins en Caroline Weir skoraði þá sigurmark leiksins og tryggði Man City stigin þrjú.
Caroline Weir's left boot strikes again!
— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) December 13, 2020
Winning it in the dying moments for @ManCityWomen! #BarclaysFAWSL pic.twitter.com/pNqL2Gaw9X
Staðan í deildinni er því þannig að Man Utd er á toppnum með 23 stig eftir níu leiki. Chelsea kemur þar á eftir með 20 stig eftir átta leiki. Arsenal er svo með 19 stig og City 18 stig en bæði lið hafa leikið níu leiki.