Aðeins einn íslenskur leikmaður í draumaliði Hermanns Hreiðarssonar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 19:00 Tími Hermanns í Portsmouth var hans besti á ferlinum. Á myndinni með honum er maðurinn sem hann valdi í hægri bakvörðinn á draumaliði sínu. Phil Cole/Getty Images Fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson lék með fjöldanum öllum af leikmönnum á sínum tíma. Aðeins einn íslenskur leikmaður kemst því í draumalið Hermanns. Hermann Hreiðarsson var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpinu Draumaliðið en fyrsti þáttur í fjórðu seríu fór í loftið í dag. Jóhann Skúli fær góða gesti til sín í þættinum og velja gestirnir bestu 11 leikmenn sem þeir spiluðu með á ferlinum ásamt því að deila skemmtilegum sögum. Eitthvað sem Hermann ætti að eiga nóg af. Áður hafa til að mynda Guðmundur Benediktsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Ingólfur Þórarinsson (Ingó Veðurguð), Kristján Óli Sigurðsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Hallbera Guðný Gísladóttir og margir fleiri mætt í stúdíó til Jóhanns og valið draumalið sitt. Sjá einnig: Gummi Ben velur bestu samherjana á ferlinum SUMMER DROP ALERT #WeGoAgainHemmi Hreiðars valdi draumaliðið sitt og ræddi við mig um hvernig það er að sigra þá elstu og virtustu og leikmenn sem hann fílaði í klefanum og leikmenn sem hann fílaði ekki. Einn Íslendingur í liðinu.https://t.co/9RaHyNEnZM— Jói Skúli (@joiskuli10) April 23, 2020 Hermann Hreiðarsson var atvinnumaður í Englandi í 15 ár. Lék hann með Crystal Palace, Brentford, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic, Portsmouth og Coventry City. Þá lék hann með ÍBV hér heima ásamt því að þjálfa liðið eftir að hann lagði skóna á hilluna. Í dag er Hermann aðstoðarmaður Sol Campbell hjá Southend United í ensku C-deildinni. Hemmi, eins og hann er nær alltaf kallaður, lék einnig á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim fimm mörk. Það reka eflaust margir upp stór augu þegar þeir sjá að aðeins einn íslensku leikmaður kemst í draumalið hans, og það er ekki Eiður Smári Guðjohnsen. Lið Hermanns litast mjög svo af veru hans í Portsmouth en það var líklega besti tími hans sem atvinnumanns. Með Harry Redknapp við stjórnvölin lenti liðið í 8. sæti tímabilið 2007 til 2008 og vann liðið enska FA bikarinn sama ár. Í kjölfarið var fagnað vel og innilega. Alls eru sex leikmenn úr Portsmouth liðinu sem varð bikarmeistari í draumaliði Hermanns ásamt honum sjálfum en liðinu er stillt upp í 4-3-3 leikkerfi. David James, sem Hermann sannfærði á einhvern ótrúlegan hátt um að spila með ÍBV sumarið 2014, er í markinu. Glen Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool, er í hægri bakverðinum. Þá eru Sol Campbell, samstarfsmaður Hemma hjá Southend, og Sylvain Distin í hjarta varnarinnar á meðan Hemmi er í vinstri bakverði. Á miðjunni er hinn öflugi Sulley Muntari og á vængnum er svo Niko Kranjcar, leikmaður sem Redknapp keypti þrisvar á ferlinum. Aðrir leikmenn liðsins eru Jim Magilton, Matt Holland [báðir miðjumenn] á meðan Attilio Lombardi er á hinum vængnum og Heiðar Helguson leiðir línuna. Sá síðastnefndi er eini Íslendingurinn sem kemst í lið Hermanns. Athygli vekur að Eiður Smári er hvergi sjáanlegur en eflaust hefur Hermann nefnt góða og gilda ástæðu fyrir því. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Evrópuævintýri íslenskra liða síðustu ára | Fyrri hluti Enn hefur ekkert lið úr Pepsi Max deild karla úr knattspyrnu komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar. Sum hafa þó verið hársbreidd frá því. 23. apríl 2020 11:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson lék með fjöldanum öllum af leikmönnum á sínum tíma. Aðeins einn íslenskur leikmaður kemst því í draumalið Hermanns. Hermann Hreiðarsson var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpinu Draumaliðið en fyrsti þáttur í fjórðu seríu fór í loftið í dag. Jóhann Skúli fær góða gesti til sín í þættinum og velja gestirnir bestu 11 leikmenn sem þeir spiluðu með á ferlinum ásamt því að deila skemmtilegum sögum. Eitthvað sem Hermann ætti að eiga nóg af. Áður hafa til að mynda Guðmundur Benediktsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Ingólfur Þórarinsson (Ingó Veðurguð), Kristján Óli Sigurðsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Hallbera Guðný Gísladóttir og margir fleiri mætt í stúdíó til Jóhanns og valið draumalið sitt. Sjá einnig: Gummi Ben velur bestu samherjana á ferlinum SUMMER DROP ALERT #WeGoAgainHemmi Hreiðars valdi draumaliðið sitt og ræddi við mig um hvernig það er að sigra þá elstu og virtustu og leikmenn sem hann fílaði í klefanum og leikmenn sem hann fílaði ekki. Einn Íslendingur í liðinu.https://t.co/9RaHyNEnZM— Jói Skúli (@joiskuli10) April 23, 2020 Hermann Hreiðarsson var atvinnumaður í Englandi í 15 ár. Lék hann með Crystal Palace, Brentford, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic, Portsmouth og Coventry City. Þá lék hann með ÍBV hér heima ásamt því að þjálfa liðið eftir að hann lagði skóna á hilluna. Í dag er Hermann aðstoðarmaður Sol Campbell hjá Southend United í ensku C-deildinni. Hemmi, eins og hann er nær alltaf kallaður, lék einnig á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim fimm mörk. Það reka eflaust margir upp stór augu þegar þeir sjá að aðeins einn íslensku leikmaður kemst í draumalið hans, og það er ekki Eiður Smári Guðjohnsen. Lið Hermanns litast mjög svo af veru hans í Portsmouth en það var líklega besti tími hans sem atvinnumanns. Með Harry Redknapp við stjórnvölin lenti liðið í 8. sæti tímabilið 2007 til 2008 og vann liðið enska FA bikarinn sama ár. Í kjölfarið var fagnað vel og innilega. Alls eru sex leikmenn úr Portsmouth liðinu sem varð bikarmeistari í draumaliði Hermanns ásamt honum sjálfum en liðinu er stillt upp í 4-3-3 leikkerfi. David James, sem Hermann sannfærði á einhvern ótrúlegan hátt um að spila með ÍBV sumarið 2014, er í markinu. Glen Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool, er í hægri bakverðinum. Þá eru Sol Campbell, samstarfsmaður Hemma hjá Southend, og Sylvain Distin í hjarta varnarinnar á meðan Hemmi er í vinstri bakverði. Á miðjunni er hinn öflugi Sulley Muntari og á vængnum er svo Niko Kranjcar, leikmaður sem Redknapp keypti þrisvar á ferlinum. Aðrir leikmenn liðsins eru Jim Magilton, Matt Holland [báðir miðjumenn] á meðan Attilio Lombardi er á hinum vængnum og Heiðar Helguson leiðir línuna. Sá síðastnefndi er eini Íslendingurinn sem kemst í lið Hermanns. Athygli vekur að Eiður Smári er hvergi sjáanlegur en eflaust hefur Hermann nefnt góða og gilda ástæðu fyrir því.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Evrópuævintýri íslenskra liða síðustu ára | Fyrri hluti Enn hefur ekkert lið úr Pepsi Max deild karla úr knattspyrnu komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar. Sum hafa þó verið hársbreidd frá því. 23. apríl 2020 11:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Evrópuævintýri íslenskra liða síðustu ára | Fyrri hluti Enn hefur ekkert lið úr Pepsi Max deild karla úr knattspyrnu komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar. Sum hafa þó verið hársbreidd frá því. 23. apríl 2020 11:00