Ungmenni fá nikótín, koffín og kannabis í morgunmat Guðrún Ágústa Ágústsdóttir skrifar 28. janúar 2021 17:01 Til okkar í Foreldrahús leitar ansi breiður hópur foreldra og ungmenna þessa lands, enda erum við 35 ára gömul landssamtök og höfum sinnt málefnum barna, ungmenna og foreldra frá árinu 1986. Sérfræðingar foreldrahúss fást við málefni líðandi stundar sem upp koma hverju sinni. Eitt af þeim sem hefur verið ansi áberandi í þó nokkurn tíma er notkun á nikótín púðum í vör, vape (rafsígarettur) og orkudrykkja notkun í miklum mæli. Langar mig að fjalla stuttlega um það hér. Vansvefta ungmenni vegna orkudrykkja neyslu Vitað er að koffín sem er meðal annars í orkudrykkjum er ávanabindandi efni sem veldur m.a. útvíkkun æða, örari hjartslætti og auknu blóðflæði til allra líffæra. Ef koffíns er neytt í miklu magni þá getur það haft ýmis óæskileg áhrif á líðan og heilsu. Það getur t.d. valdið hjartsláttartruflunum, hækkuðum blóðþrýstingi, höfuðverk, svima, ógleði, kvíða og haft neikvæð áhrif á svefn. Börn og ungmenni eru almennt viðkvæmari fyrir koffíni en fullorðnir og er neysla koffíns því sérstaklega óæskileg fyrir þann hóp. Það sem er sláandi eru niðurstöður úr könnun Rannsóknar og greiningu sem leiddi í ljós að dagleg neysla orkudrykkja eykst með hækkandi aldri og var hlutfall framhaldsskólanema sem neytti orkudrykkja daglega eða oftar árið 2018 55% prósent en var árið 2016 22%. Aukningin er því umtalsverð og fer stöðugt vaxandi. Í rannsókninni kom jafnframt fram að 78% þeirra sem sofa of lítið (um 7 klukkustundir eða minna) drekka 4 eða fleiri orkudrykki daglega sem innihalda koffín. Það sem við vitum einnig er að í nikótín púðunum sem seljast eins og heitar lummur um þessar mundir er gríðarlega hátt magn af nikótíni, en nikótín hefur einnig örvandi áhrif. Þegar þessu tvennu er svo blandað saman, sem mjög oft er tilfellið þá á sér stað veruleg truflun á svefni ungmenna. Mörg hver eru alls ekki að ná ráðlögðum svefntíma u.þ.b. 8-10 klst á unglingsárum. Nikótínpúðar og rafsígarettur hátísku staðalbúnaður nútímans Undirrituð gerði vettvangsathugun í sérverslun á höfuðborgarsvæðinu sem selur þar til gerðar vape vörur. Í hillum verslunarinnar sem minnti helst á nammiland blasti við í það minnsta 40 tegundir af nikótínpúðum í dósum, allar mjög flottar á lit með mismunandi styrkleika og bragðtegundir. Þá kom að vape vökva deildinni en þar voru vel yfir 100 tegundir af olíum, þykkum, þunnum, mis sterkar af nikótíni, allskonar bragðtegundir og svo voru hin ýmsu áhöld til neyslu á varningnum. En meðfram þessu æði ungmenna í vape tískubylgjunni fylgir einnig að hægt er að kaupa ólögleg vímuefni til að reykja. Í þessar græjur er einnig hægt að kaupa Kannabis olíu sem oftast er reyndar K2 eða Spice sem er efnablanda en ekki planta, þetta efni eru sum ungmenni að reykja í vape græjunum sínum. Mörg af þeim ungmennum sem til okkar í Foreldrahús koma eru í miklum vanlíðan vegna þessara efna, þau byrja daginn á því að fá sér nikótín í vörina skola því niður með 500ml af orkudrykk og fá sér svo nokkra smóka af vape-inu sínu sem að í sumum tilvikum inniheldur K2. En Spice (K2) fíkniefni finnst ekki á þvagprufum og það vita ungmennin en ekki endilega foreldrarnir. Skutlararnir, dílerar unga fólksins Svo virðist sem lítið mál sé fyrir ólögráða ungmenni að verða sér út um hvað sem er með einu símtali, símtali í skutlara. Á svæðið mætir um hæl skutlari sem er óbreyttur borgari á bifreið sem er með skottið fullt af ýmsum varningi sem bannaður er ólögráða börnum. Þar er hægt að fá keyptan landa á góðum prís og annað áfengi. Hinar ýmsu tegundir af nikótín púðum, vape vökva, spice-k2 vökva og allt þar á milli. Ungmenni og börn eru ekki spurð um aldur við þessi viðskipti og virðast þau geta fengið varning keyptan án vandræða. Mikið hefur verið fjallað um þessi málefni í samfélaginu en litlar breytingar hafa orðið. Okkur er kunnugt um að breyta á löggjöf vegna tóbaksvarna. En verðum við ekki að gera meira? Verðum við ekki að fara að láta verkin tala núna, gerum minna af því að búa til nefndir en brettum upp ermar. Það er okkar sem fullorðin erum að búa unga fólkinu okkar öruggt og heilbrigt samfélag ekki satt? Langtíma afleiðingar geta orðið mjög alvarlegar lýðheilsu ungmenna. Höfundur er uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fíkn Áfengi og tóbak Orkudrykkir Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Til okkar í Foreldrahús leitar ansi breiður hópur foreldra og ungmenna þessa lands, enda erum við 35 ára gömul landssamtök og höfum sinnt málefnum barna, ungmenna og foreldra frá árinu 1986. Sérfræðingar foreldrahúss fást við málefni líðandi stundar sem upp koma hverju sinni. Eitt af þeim sem hefur verið ansi áberandi í þó nokkurn tíma er notkun á nikótín púðum í vör, vape (rafsígarettur) og orkudrykkja notkun í miklum mæli. Langar mig að fjalla stuttlega um það hér. Vansvefta ungmenni vegna orkudrykkja neyslu Vitað er að koffín sem er meðal annars í orkudrykkjum er ávanabindandi efni sem veldur m.a. útvíkkun æða, örari hjartslætti og auknu blóðflæði til allra líffæra. Ef koffíns er neytt í miklu magni þá getur það haft ýmis óæskileg áhrif á líðan og heilsu. Það getur t.d. valdið hjartsláttartruflunum, hækkuðum blóðþrýstingi, höfuðverk, svima, ógleði, kvíða og haft neikvæð áhrif á svefn. Börn og ungmenni eru almennt viðkvæmari fyrir koffíni en fullorðnir og er neysla koffíns því sérstaklega óæskileg fyrir þann hóp. Það sem er sláandi eru niðurstöður úr könnun Rannsóknar og greiningu sem leiddi í ljós að dagleg neysla orkudrykkja eykst með hækkandi aldri og var hlutfall framhaldsskólanema sem neytti orkudrykkja daglega eða oftar árið 2018 55% prósent en var árið 2016 22%. Aukningin er því umtalsverð og fer stöðugt vaxandi. Í rannsókninni kom jafnframt fram að 78% þeirra sem sofa of lítið (um 7 klukkustundir eða minna) drekka 4 eða fleiri orkudrykki daglega sem innihalda koffín. Það sem við vitum einnig er að í nikótín púðunum sem seljast eins og heitar lummur um þessar mundir er gríðarlega hátt magn af nikótíni, en nikótín hefur einnig örvandi áhrif. Þegar þessu tvennu er svo blandað saman, sem mjög oft er tilfellið þá á sér stað veruleg truflun á svefni ungmenna. Mörg hver eru alls ekki að ná ráðlögðum svefntíma u.þ.b. 8-10 klst á unglingsárum. Nikótínpúðar og rafsígarettur hátísku staðalbúnaður nútímans Undirrituð gerði vettvangsathugun í sérverslun á höfuðborgarsvæðinu sem selur þar til gerðar vape vörur. Í hillum verslunarinnar sem minnti helst á nammiland blasti við í það minnsta 40 tegundir af nikótínpúðum í dósum, allar mjög flottar á lit með mismunandi styrkleika og bragðtegundir. Þá kom að vape vökva deildinni en þar voru vel yfir 100 tegundir af olíum, þykkum, þunnum, mis sterkar af nikótíni, allskonar bragðtegundir og svo voru hin ýmsu áhöld til neyslu á varningnum. En meðfram þessu æði ungmenna í vape tískubylgjunni fylgir einnig að hægt er að kaupa ólögleg vímuefni til að reykja. Í þessar græjur er einnig hægt að kaupa Kannabis olíu sem oftast er reyndar K2 eða Spice sem er efnablanda en ekki planta, þetta efni eru sum ungmenni að reykja í vape græjunum sínum. Mörg af þeim ungmennum sem til okkar í Foreldrahús koma eru í miklum vanlíðan vegna þessara efna, þau byrja daginn á því að fá sér nikótín í vörina skola því niður með 500ml af orkudrykk og fá sér svo nokkra smóka af vape-inu sínu sem að í sumum tilvikum inniheldur K2. En Spice (K2) fíkniefni finnst ekki á þvagprufum og það vita ungmennin en ekki endilega foreldrarnir. Skutlararnir, dílerar unga fólksins Svo virðist sem lítið mál sé fyrir ólögráða ungmenni að verða sér út um hvað sem er með einu símtali, símtali í skutlara. Á svæðið mætir um hæl skutlari sem er óbreyttur borgari á bifreið sem er með skottið fullt af ýmsum varningi sem bannaður er ólögráða börnum. Þar er hægt að fá keyptan landa á góðum prís og annað áfengi. Hinar ýmsu tegundir af nikótín púðum, vape vökva, spice-k2 vökva og allt þar á milli. Ungmenni og börn eru ekki spurð um aldur við þessi viðskipti og virðast þau geta fengið varning keyptan án vandræða. Mikið hefur verið fjallað um þessi málefni í samfélaginu en litlar breytingar hafa orðið. Okkur er kunnugt um að breyta á löggjöf vegna tóbaksvarna. En verðum við ekki að gera meira? Verðum við ekki að fara að láta verkin tala núna, gerum minna af því að búa til nefndir en brettum upp ermar. Það er okkar sem fullorðin erum að búa unga fólkinu okkar öruggt og heilbrigt samfélag ekki satt? Langtíma afleiðingar geta orðið mjög alvarlegar lýðheilsu ungmenna. Höfundur er uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðingur.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun