Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2021 21:45 Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. Þessi áfangi leitarinnar fór á fullt á Austfjarðamiðum á mánudag og þar hafa rannsóknaskipið Árni Friðriksson ásamt fimm fiskiskipum verið að leita. Þessi floti hefur síðan verið að færa sig yfir á norðausturhornið en eitt skipanna, Jóna Eðvalds, leitar mun lengra úti af Austfjörðum, eins og lýst var í fréttum Stöðvar 2. Í gær sigldu svo rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson og Hákon ÞH til Vestfjarða og þangað er Árni Friðriksson einnig kominn. Meðan Hákon heldur í austurátt til Norðurlands leita rannsóknaskipin tvö svæðið á Grænlandssundi sem var hulið hafís í byrjun janúar og mesta spennan er kannski hvort loðna finnist þar við ísjaðarinn. Fiskiskipin munu svo þræða hafsvæðin undan Norðurlandi næstu daga. Gert er ráð fyrir að leitinni ljúki um helgina og vonast eftir niðurstöðum eftir helgi. Á vef Hafrannsóknastofnunar má fylgjast með leitarferlum skipanna. Áætlaðar leiðarlínur skipanna sem eru nú við loðnumælingar.Hafrannsóknastofnun Þetta er umfangsmesta loðnuleit til þessa. Áætlað er hver leitardagur kosti um tuttugu milljónir króna fyrir öll skipin átta, en sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð í fimm skipanna. Gjaldeyristekjur sem meðalstór loðnuvertíð gæfi af sér eru hins vegar taldar geta orðið tuttugu til þrjátíu milljarðar króna og það á nokkrum vikum. Forsendurnar eru að næg loðna finnist til að auka veiðikvótann úr 61 þúsund tonnum upp í 200-300 þúsund tonn. Tekjurnar myndu einkum dreifast í þær byggðir sem veiða og vinna loðnu. Þær eru Þórshöfn, Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Norðfjörður, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Hornafjörður, Vestmannaeyjar og Akranes. Sjávarútvegur Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Fjarðabyggð Hornafjörður Vestmannaeyjar Akranes Tengdar fréttir Átta skip í ákafri loðnuleit: „Nú á hún ekki að sleppa“ Loðnuleitin sem hófst um síðustu helgi er orðin mun umfangsmeiri en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu var miðað við þrjú til fjögur skip en núna eru þau orðin átta talsins, tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar og sex uppsjávarveiðiskip frá útgerðum; öll að leita loðnunnar. 27. janúar 2021 17:32 Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34 Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Þessi áfangi leitarinnar fór á fullt á Austfjarðamiðum á mánudag og þar hafa rannsóknaskipið Árni Friðriksson ásamt fimm fiskiskipum verið að leita. Þessi floti hefur síðan verið að færa sig yfir á norðausturhornið en eitt skipanna, Jóna Eðvalds, leitar mun lengra úti af Austfjörðum, eins og lýst var í fréttum Stöðvar 2. Í gær sigldu svo rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson og Hákon ÞH til Vestfjarða og þangað er Árni Friðriksson einnig kominn. Meðan Hákon heldur í austurátt til Norðurlands leita rannsóknaskipin tvö svæðið á Grænlandssundi sem var hulið hafís í byrjun janúar og mesta spennan er kannski hvort loðna finnist þar við ísjaðarinn. Fiskiskipin munu svo þræða hafsvæðin undan Norðurlandi næstu daga. Gert er ráð fyrir að leitinni ljúki um helgina og vonast eftir niðurstöðum eftir helgi. Á vef Hafrannsóknastofnunar má fylgjast með leitarferlum skipanna. Áætlaðar leiðarlínur skipanna sem eru nú við loðnumælingar.Hafrannsóknastofnun Þetta er umfangsmesta loðnuleit til þessa. Áætlað er hver leitardagur kosti um tuttugu milljónir króna fyrir öll skipin átta, en sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð í fimm skipanna. Gjaldeyristekjur sem meðalstór loðnuvertíð gæfi af sér eru hins vegar taldar geta orðið tuttugu til þrjátíu milljarðar króna og það á nokkrum vikum. Forsendurnar eru að næg loðna finnist til að auka veiðikvótann úr 61 þúsund tonnum upp í 200-300 þúsund tonn. Tekjurnar myndu einkum dreifast í þær byggðir sem veiða og vinna loðnu. Þær eru Þórshöfn, Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Norðfjörður, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Hornafjörður, Vestmannaeyjar og Akranes.
Sjávarútvegur Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Fjarðabyggð Hornafjörður Vestmannaeyjar Akranes Tengdar fréttir Átta skip í ákafri loðnuleit: „Nú á hún ekki að sleppa“ Loðnuleitin sem hófst um síðustu helgi er orðin mun umfangsmeiri en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu var miðað við þrjú til fjögur skip en núna eru þau orðin átta talsins, tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar og sex uppsjávarveiðiskip frá útgerðum; öll að leita loðnunnar. 27. janúar 2021 17:32 Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34 Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Átta skip í ákafri loðnuleit: „Nú á hún ekki að sleppa“ Loðnuleitin sem hófst um síðustu helgi er orðin mun umfangsmeiri en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu var miðað við þrjú til fjögur skip en núna eru þau orðin átta talsins, tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar og sex uppsjávarveiðiskip frá útgerðum; öll að leita loðnunnar. 27. janúar 2021 17:32
Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34
Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02