Landsbyggðaskattur á kostnað heilsu Díana Jóhannsdóttir og Sif Huld Albertsdóttir skrifa 3. febrúar 2021 11:31 Ferðakostnaður vegna tannréttinga Á Ísafirði hefur um langt skeið komið tannréttingasérfræðingur sem hefur sinnt svæðinu og hafa foreldrar þannig getað sparað sér ferðir suður til að leita eftir þessari sérfræðiþjónustu. Nú hefur orðið sú breyting á að þessari þjónustu hefur verið hætt og munu því allir á norðanverðum Vestfjörðum nú að leita suður eða annað eftir þessari sérfræðilæknisþjónustu. Almennt eru greiddur ferðakostnaður vegna tveggja ferða á ári til að leita sjúkdómsmeðferðar sem ekki er í boði á heimaslóðum samkvæmt reglugerð um ferðakostnað innanlands nr. 1140/2019. Tannréttingar falla undir þetta, en þó aðeins skv. ákveðnum skilyrðum. Þannig er ferðakostnaður vegna ferða í tannréttingar aðeins greiddur ef einstaklingurinn er komin með „föst tæki“ og ekki fyrr. Það er sem sagt ekki greiddur ferðakostnaður fyrr en einstaklingur er komin með spangir. Allar aðrar tannréttingar falla því ekki undir skilgreiningu hins opinbera og því er ferðakostnaður ekki greiddur af hinu opinbera. Mörg börn þurfa að fara í svokallaðar „fortannréttingar“ sem fela í sér góm, gómspennur eða annað sem svo sannarlega kallar á ferðir til tannréttingarsérfræðings, þessi börn eiga ekki rétt á að fá ferðir sínar greiddar miðað við núverandi fyrirkomulag. Landsbyggðarskattur Þegar við skoðum þetta nánar og rýnum í „smáatriðin“ þá finnst ýmislegt áhugavert. Þegar þörf er á læknismeðferð utan heimabyggðar þarftu samkvæmt reglugerð um greiðsluþáttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu nr. 1248/2019, að greiða 1.435 kr. fyrir ferðavottorð hjá heimilislækni til að komast til sérfræðilæknis til að fá endurgreidda ferðina frá sjúkratryggingum. Þá þarf einnig að greiða sjúkratryggingum 1.500 kr. fyrir hverja ferð sem sótt er um endurgreiðslu á. Því þarf einstaklingur út á landi sem leitar heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar að greiða 2.935 kr. og er það ekkert annað en landsbyggðarskattur. Einfalt reikningsdæmi þar sem horft er á einstakling sem býr í Grindavík sem leitar sérfræðilæknis í Reykjavík, það eru 51 km aðra leið 102 km báðar leiðir, þar sem í reglugerð 1140/2019 er tekið fram að langar ferðir séu a.m.k. 20 km vegalengd milli staða, sjúkratryggingar greiða fyrir hvern ekinn km 31,61 kr. gerir það 3.224 kr., sem endurgreiðslan væri en þá á eftir að taka inn í dæmið þá kostnaðarliði sem nefndir eru hér að ofan, það er 2.935 kr. þannig að þegar uppi er staðið ertu að fá 289 kr. fyrir bensíni báðar leiðir. Svo virðist sem settar séu reglugerðir og lög án þess að meta áhrif þeirra og hvernig kostnaður er fluttur frá hinu opinbera yfir á almenning. Það virðist því miður vera þannig að þeir sem setja reglurnar og þurfa ekki á þessari þjónustu að halda geri sér ekki grein fyrir þeim kostnaði sem þeir velta yfir á landsbyggðina. Íslendingar eiga að hafa sama aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu, en kostnaður vegna hennar er sífellt velt yfir á íbúa landsbyggðarinnar með reglugerðum. Að þessum kostnaði undanskildum situr fólk af landbyggðinni einnig uppi með dvalarkostnað og vinnutap, en það er líklega efni í annan pistil. Höfundar þessara pistils eru mæður barna á Ísafirði sem völdu sér að búa út á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Byggðamál Heilbrigðismál Börn og uppeldi Ísafjarðarbær Sif Huld Albertsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ferðakostnaður vegna tannréttinga Á Ísafirði hefur um langt skeið komið tannréttingasérfræðingur sem hefur sinnt svæðinu og hafa foreldrar þannig getað sparað sér ferðir suður til að leita eftir þessari sérfræðiþjónustu. Nú hefur orðið sú breyting á að þessari þjónustu hefur verið hætt og munu því allir á norðanverðum Vestfjörðum nú að leita suður eða annað eftir þessari sérfræðilæknisþjónustu. Almennt eru greiddur ferðakostnaður vegna tveggja ferða á ári til að leita sjúkdómsmeðferðar sem ekki er í boði á heimaslóðum samkvæmt reglugerð um ferðakostnað innanlands nr. 1140/2019. Tannréttingar falla undir þetta, en þó aðeins skv. ákveðnum skilyrðum. Þannig er ferðakostnaður vegna ferða í tannréttingar aðeins greiddur ef einstaklingurinn er komin með „föst tæki“ og ekki fyrr. Það er sem sagt ekki greiddur ferðakostnaður fyrr en einstaklingur er komin með spangir. Allar aðrar tannréttingar falla því ekki undir skilgreiningu hins opinbera og því er ferðakostnaður ekki greiddur af hinu opinbera. Mörg börn þurfa að fara í svokallaðar „fortannréttingar“ sem fela í sér góm, gómspennur eða annað sem svo sannarlega kallar á ferðir til tannréttingarsérfræðings, þessi börn eiga ekki rétt á að fá ferðir sínar greiddar miðað við núverandi fyrirkomulag. Landsbyggðarskattur Þegar við skoðum þetta nánar og rýnum í „smáatriðin“ þá finnst ýmislegt áhugavert. Þegar þörf er á læknismeðferð utan heimabyggðar þarftu samkvæmt reglugerð um greiðsluþáttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu nr. 1248/2019, að greiða 1.435 kr. fyrir ferðavottorð hjá heimilislækni til að komast til sérfræðilæknis til að fá endurgreidda ferðina frá sjúkratryggingum. Þá þarf einnig að greiða sjúkratryggingum 1.500 kr. fyrir hverja ferð sem sótt er um endurgreiðslu á. Því þarf einstaklingur út á landi sem leitar heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar að greiða 2.935 kr. og er það ekkert annað en landsbyggðarskattur. Einfalt reikningsdæmi þar sem horft er á einstakling sem býr í Grindavík sem leitar sérfræðilæknis í Reykjavík, það eru 51 km aðra leið 102 km báðar leiðir, þar sem í reglugerð 1140/2019 er tekið fram að langar ferðir séu a.m.k. 20 km vegalengd milli staða, sjúkratryggingar greiða fyrir hvern ekinn km 31,61 kr. gerir það 3.224 kr., sem endurgreiðslan væri en þá á eftir að taka inn í dæmið þá kostnaðarliði sem nefndir eru hér að ofan, það er 2.935 kr. þannig að þegar uppi er staðið ertu að fá 289 kr. fyrir bensíni báðar leiðir. Svo virðist sem settar séu reglugerðir og lög án þess að meta áhrif þeirra og hvernig kostnaður er fluttur frá hinu opinbera yfir á almenning. Það virðist því miður vera þannig að þeir sem setja reglurnar og þurfa ekki á þessari þjónustu að halda geri sér ekki grein fyrir þeim kostnaði sem þeir velta yfir á landsbyggðina. Íslendingar eiga að hafa sama aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu, en kostnaður vegna hennar er sífellt velt yfir á íbúa landsbyggðarinnar með reglugerðum. Að þessum kostnaði undanskildum situr fólk af landbyggðinni einnig uppi með dvalarkostnað og vinnutap, en það er líklega efni í annan pistil. Höfundar þessara pistils eru mæður barna á Ísafirði sem völdu sér að búa út á landi.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun