Vélmennið sem fær starfið okkar á að greiða skatt Helga Völundardóttir skrifar 17. mars 2021 09:01 Fjórða iðnbyltingin er ekki á leiðinni, hún er mætt. Í umræðu um hana víða er að finna samtal um framtíð launþega og skattamál. Eitt eru flestir sammála um, fjórða iðnbyltingin mun færa hinu eina prósenti sem á allan peninginn enn meiri auð og völd og skilja hin 99 prósentin eftir enn fátækari og auðnulausari ef ekki er brugðist við með opnum hug og samvinnu. Við hér á Íslandi erum að sjá þetta í litlum mæli enn sem komið er, í formi sjálfsafgreiðslu matvöruverslana og ekki seinna vænna en að mynda alvöru framtíðarsýn um málið. Samhliða umræðunni um borgaralaun eða grunnframfærslu, vantar umræðuna um róbotaskatta, eða sjálfvirkniskatta (betra orð óskast ef það finnst) ég sting upp á vinnuheitinu „Maskínuskattur“ Tökum matvöruinnkaup almennings sem dæmi. Viðskiptavinir stórra matvöruverslana sjá um að afgreiða sig sjálfir, finna strikamerki vörunnar, stimpla inn, greiða og fara. Margir eru mjög ánægðir með að gerast svona starfsmenn þessara fyrirtækja og gott og vel, það er líklega af mörgum öðrum ástæðum en gömlu búðar“kalla“ blæti líkt og ég hélt í fyrstu, einhver nefndi að auðveldara væri að fylgjast með verðlagi. Gott og vel, þetta er eins og það er, engin ástæða til að reyna að ríða gegn símalínunni hér. Heimurinn eins og við þekkjum hann er að breytast, engin ástæða til að vera í afneitun. Hinsvegar hlýtur þetta að vera stórfelld fækkun starfa við þessi fyrirtæki. Það þarf kannski að minna einhver okkar á að við almenningur greiðum skatta og gjöld af öllu sem við kaupum og öllu því sem við vinnum okkur inn, það heitir samneysla og snýst um að samfélagið komi sér upp öryggisneti fyrir okkur sjálf og aðra í samfélaginu. Það eru að óbreyttu ekki greidd nein slík gjöld fyrir þessar vélar. Afleiðing þess verður sú að sameiginlegir sjóðir verða fáækari á meðan fyrirtækið græðir. Enda þurfa svona maskínur ekki atvinnuleysisbætur eða sjúkratryggingar eða neitt af því sem við mannfólkið þurfum, þess vegna verðum við að setjast niður og ræða þetta stóra mál og það helst í gær. Ég segi eins og Bill Gates: ,,The robot that takes your job should pay taxes“ í þýðingu undirritaðrar: „Vélmennið sem fær starfið okkar á að greiða skatta“ Í fyrstu dettur konu í hug að það þurfi að skattleggja hvert vélmenni sem tekur starf líkt og starfsmann, ásættanlegt að viðmiðið gæti td. verið lágmarkslaun. Atugum að sparnaður fyrirtækja með þessum maskínum er gríðarlegur og tapið fyrir samfélagið enn meira og margþættara. Hugmyndin um grunnframfærslu fyrir alla, eða borgaralaun, er í dag bara hugmynd, en hún er komin á umræðuborðið sem betur fer, fólk er farið að ræða þessa hugmynd hér á Íslandi án þess að frussa af hlátri, þökk sé Pírötum auðvitað, líkt og gert var hér á götuhornum í 101 rvk þegar „kapussínó“ (framburður innfæddra á tímabilinu) vélin kom á Mokkakaffi á sjöunda áratugnum. Umræðan um ,,maskínuskatta“ þarf að fara fram samhliða umræðunni um borgaralaun. Því við, sem höfum áhuga á betra samfélagi tökum nýjum hugmyndum ekki með fussi og sveii, við sem sjáum hvert veröldin stefnir skiljum að við þurfum að vera opin fyrir breyttum heimi og stórfelldum breytingum á atvinnumarkaði, stórfelldum breytingum í menntakerfinu og þá breytingum á störfum okkar og hlutverkum í samfélaginu. Í færri orðum, stórfelldum breytingum á allri framtíðinni, misþægilegum og misgóðum. Við viljum ræða þessi mál og setja þau inn í stefnur og hugmyndir um hvernig við viljum og ætlum að reka þessa eyju, hvernig samfélag á Ísland að vera? Og með framtíðinni á ég við; Hvað eru börnin okkar að fara að gera? Við hvað munu þau vinna? Hvernig verður heimur barnabarna okkar? Við þurfum að taka þessa framtíð í fangið í samtíma okkar og hætta að hanga í hárinu á hverfandi heimsmynd, Það mun draga samfélagið til glötunar, það væri leiðinlegt þegar það eru aðrir möguleikar í boði, léleg efnahagsstjórn er ekki náttúruhamfarir, það er hægt að laga þetta. Að þessu sögðu langar mig að vitna í dásamlega setningu sem ég fann í efnahagsstefnu Pírata: ,, Hagkerfið á að vinna fyrir fólk; fólk á ekki að vinna fyrir hagkerfið.“ Ef við, almenningur, blöndum okkur ekki í málið með kröfu um framtíðarsýn, þá mun hin svarta framtíðarmynd verða að veruleika, hún er svona; Eitt prósentið mun eignast alla peningana í heiminum, hinna bíður fátækt og einsleitni. Höfundur er áhugakona um efnahagsmál og í 6. sæti í Reykjavík suður á lista Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Stafræn þróun Vinnumarkaður Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Fjórða iðnbyltingin er ekki á leiðinni, hún er mætt. Í umræðu um hana víða er að finna samtal um framtíð launþega og skattamál. Eitt eru flestir sammála um, fjórða iðnbyltingin mun færa hinu eina prósenti sem á allan peninginn enn meiri auð og völd og skilja hin 99 prósentin eftir enn fátækari og auðnulausari ef ekki er brugðist við með opnum hug og samvinnu. Við hér á Íslandi erum að sjá þetta í litlum mæli enn sem komið er, í formi sjálfsafgreiðslu matvöruverslana og ekki seinna vænna en að mynda alvöru framtíðarsýn um málið. Samhliða umræðunni um borgaralaun eða grunnframfærslu, vantar umræðuna um róbotaskatta, eða sjálfvirkniskatta (betra orð óskast ef það finnst) ég sting upp á vinnuheitinu „Maskínuskattur“ Tökum matvöruinnkaup almennings sem dæmi. Viðskiptavinir stórra matvöruverslana sjá um að afgreiða sig sjálfir, finna strikamerki vörunnar, stimpla inn, greiða og fara. Margir eru mjög ánægðir með að gerast svona starfsmenn þessara fyrirtækja og gott og vel, það er líklega af mörgum öðrum ástæðum en gömlu búðar“kalla“ blæti líkt og ég hélt í fyrstu, einhver nefndi að auðveldara væri að fylgjast með verðlagi. Gott og vel, þetta er eins og það er, engin ástæða til að reyna að ríða gegn símalínunni hér. Heimurinn eins og við þekkjum hann er að breytast, engin ástæða til að vera í afneitun. Hinsvegar hlýtur þetta að vera stórfelld fækkun starfa við þessi fyrirtæki. Það þarf kannski að minna einhver okkar á að við almenningur greiðum skatta og gjöld af öllu sem við kaupum og öllu því sem við vinnum okkur inn, það heitir samneysla og snýst um að samfélagið komi sér upp öryggisneti fyrir okkur sjálf og aðra í samfélaginu. Það eru að óbreyttu ekki greidd nein slík gjöld fyrir þessar vélar. Afleiðing þess verður sú að sameiginlegir sjóðir verða fáækari á meðan fyrirtækið græðir. Enda þurfa svona maskínur ekki atvinnuleysisbætur eða sjúkratryggingar eða neitt af því sem við mannfólkið þurfum, þess vegna verðum við að setjast niður og ræða þetta stóra mál og það helst í gær. Ég segi eins og Bill Gates: ,,The robot that takes your job should pay taxes“ í þýðingu undirritaðrar: „Vélmennið sem fær starfið okkar á að greiða skatta“ Í fyrstu dettur konu í hug að það þurfi að skattleggja hvert vélmenni sem tekur starf líkt og starfsmann, ásættanlegt að viðmiðið gæti td. verið lágmarkslaun. Atugum að sparnaður fyrirtækja með þessum maskínum er gríðarlegur og tapið fyrir samfélagið enn meira og margþættara. Hugmyndin um grunnframfærslu fyrir alla, eða borgaralaun, er í dag bara hugmynd, en hún er komin á umræðuborðið sem betur fer, fólk er farið að ræða þessa hugmynd hér á Íslandi án þess að frussa af hlátri, þökk sé Pírötum auðvitað, líkt og gert var hér á götuhornum í 101 rvk þegar „kapussínó“ (framburður innfæddra á tímabilinu) vélin kom á Mokkakaffi á sjöunda áratugnum. Umræðan um ,,maskínuskatta“ þarf að fara fram samhliða umræðunni um borgaralaun. Því við, sem höfum áhuga á betra samfélagi tökum nýjum hugmyndum ekki með fussi og sveii, við sem sjáum hvert veröldin stefnir skiljum að við þurfum að vera opin fyrir breyttum heimi og stórfelldum breytingum á atvinnumarkaði, stórfelldum breytingum í menntakerfinu og þá breytingum á störfum okkar og hlutverkum í samfélaginu. Í færri orðum, stórfelldum breytingum á allri framtíðinni, misþægilegum og misgóðum. Við viljum ræða þessi mál og setja þau inn í stefnur og hugmyndir um hvernig við viljum og ætlum að reka þessa eyju, hvernig samfélag á Ísland að vera? Og með framtíðinni á ég við; Hvað eru börnin okkar að fara að gera? Við hvað munu þau vinna? Hvernig verður heimur barnabarna okkar? Við þurfum að taka þessa framtíð í fangið í samtíma okkar og hætta að hanga í hárinu á hverfandi heimsmynd, Það mun draga samfélagið til glötunar, það væri leiðinlegt þegar það eru aðrir möguleikar í boði, léleg efnahagsstjórn er ekki náttúruhamfarir, það er hægt að laga þetta. Að þessu sögðu langar mig að vitna í dásamlega setningu sem ég fann í efnahagsstefnu Pírata: ,, Hagkerfið á að vinna fyrir fólk; fólk á ekki að vinna fyrir hagkerfið.“ Ef við, almenningur, blöndum okkur ekki í málið með kröfu um framtíðarsýn, þá mun hin svarta framtíðarmynd verða að veruleika, hún er svona; Eitt prósentið mun eignast alla peningana í heiminum, hinna bíður fátækt og einsleitni. Höfundur er áhugakona um efnahagsmál og í 6. sæti í Reykjavík suður á lista Pírata.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar