Hver vill tryggja unga drengi og eldri konur? Gönuhlaup getur leitt okkur í glötun Signý Jóhannesdóttir skrifar 16. apríl 2021 13:30 Fyrir margt löngu lærði ég nokkuð einfalda setningu um íslenska lífeyrissjóðakerfið á almenna markaðnum: Lengi lifi skylduaðildin, samtryggingin og innheimtukerfi sjóðanna. Þegar sjóðirnir voru stofnaðir fyrir meira en 50 árum, var það vegna þess að verkafólk treysti ekki stjórnmálamönnum til að tryggja fólki mannsæmandi greiðslur til að lifa á þegar starfsævinni væri lokið. Það var grundvallar atriði að aðild að sjóðunum væri bundin í kjarasamningi og sjóðirnir væru skuldbundnir til að tryggja alla þá sem störfuðu eftir viðkomandi kjarasamningi. Með tímanum urðu svo til nokkuð öflug innheimtukerfi sem í mörgum tilvikum eru einnig að innheimta iðgjöld fyrir þau stéttarfélög sem eiga aðild að sjóðunum. Það er því nokkuð tryggt að iðgjöld félagsmanna innan ASÍ skila sér í sjóðina. Þetta kerfi starfaði án þess að um það væru sett lög allt til ársins 1997. Um það leyti sem ég var að hefja störf í forystusveit verkafólks um miðjan síðasta áratug liðinnar aldar, var ég þeirrar skoðunar að launagreiðendur ættu ekki að sitja í stjórnum lífeyrissjóðanna. Mér lærðist hins vegar fljótt að skilja það þegar samið er um jafn mikilvægar greiðslur og greiðslur í lífeyrissjóði er skynsamlegt að um það sé mikil og góð sátt milli þeirra sem um málið fjalla. Séu greiðslurnar illa ávaxtaðar og eða af einhverjum ástæðum ekki nægilega miklar til að standa undir loforðunum um greiðslu lífeyris, þarf annað tveggja að draga úr loforðunum eða hækka greiðslurnar inn í sjóðina. Áður en lögin voru sett 1997, hafði verið gerð hörð atlaga að almennu sjóðunum. Bankakerfið hafði fengið blóð á tennurnar og var farið að stofna lífeyrissjóði og vildi í raun komast yfir alla fjármuni lífeyrissjóanna. Með sameiginlegu átaki ASÍ og SA tókst að koma í veg fyrir það að sjóðirnir hyrfu inn í bankana og hefðu þá glatast þar í bakahruninu eins og margur frjálsi eftirlaunasjóður eldra fólks gerði í þeim hamförum. Þessa dagana fara hamförum í fjölmiðlum talsmenn meints frelsis fólks um val á lífeyrissjóðum. Í mínum huga er það mikill misskilningur að það sé betri kostur fyrir almenning í þessu landi að hafa frjálst val um hvert greiðslur í lífeyrssjóð fara. Ef fólk á að fá að velja sjóð, munu sjóðirnir líka vilja velja sjóðfélaga. Þannig starfa tryggingafélög og breytt kerfi myndi skila okkur í raun fleiri tryggingafélögum. Þegar félagsmenn ASÍ samþykktu í alsherjaratkvæðagreiðslu í ársbyrjun 2016 að hluti launahækkunnar 3,5% færi í aukið framlag í lífeyrissjóði, var það liður í jöfnun lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera markaðarins. Það að samþykkja að hægt væri að velja að þetta framlag færi ekki í samtryggingu gerir ekkert annað en að hægja á þeim skrefum sem stigin hafa verið til jöfnunar réttindanna. Horfa þarf til lífeyriskerfisins sem langtímaverkefnis samfélagsins en ekki út frá skammtímahagsmunum einstaklinga. Ég viðurkenni fúslega að vera í hópi samtryggingarfólksins og tel það vera hlutverk mitt að tala fyrir forræðishyggju í lífeyrismálum, gegn einstaklingshyggju. Sá skipulagði vinnumarkaður sem semur um kaup og kjör á almennum vinnumarkaði á Íslandi er um margt eftirsóknarverður, þó að ótrúlega margir innan verkalýðshreyfingarinnar hafi ekki gert sér grein fyrir því. Samið hefur verið um fjölmarga þætti sem snúa að velferð verkafólks í frjálsum kjarasamningum. Í sumum tilfellum hefur orðið sátt um að verkefnunum sé stýrt í jafnræði milli samningsaðila, en í öðrum tilfellum fara stéttarfélögin ein með stjórnina. Það sem er á sameiginlegu forræði verkafólks og launagreiðanda eru t.d. auk lífeyrissjóðanna, Virk starfsendurhæfing og fræðslusjóðirnir, sem og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Frelsið er yndislegt, en því fylgir bæði ábyrgð og áhætta sem þarf að skoða niður í kjölinn. Höfundur er formaður í Stéttarfélagi Vesturlands frá 2008, áður formaður í Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði frá 1995 til ársloka 2007. Hefur starfað fyrir verkafólk frá 1979, verið í stjórn lífeyrissjóðs, verið varaforseti ASÍ, sat í miðstjórn í ca 15 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu lærði ég nokkuð einfalda setningu um íslenska lífeyrissjóðakerfið á almenna markaðnum: Lengi lifi skylduaðildin, samtryggingin og innheimtukerfi sjóðanna. Þegar sjóðirnir voru stofnaðir fyrir meira en 50 árum, var það vegna þess að verkafólk treysti ekki stjórnmálamönnum til að tryggja fólki mannsæmandi greiðslur til að lifa á þegar starfsævinni væri lokið. Það var grundvallar atriði að aðild að sjóðunum væri bundin í kjarasamningi og sjóðirnir væru skuldbundnir til að tryggja alla þá sem störfuðu eftir viðkomandi kjarasamningi. Með tímanum urðu svo til nokkuð öflug innheimtukerfi sem í mörgum tilvikum eru einnig að innheimta iðgjöld fyrir þau stéttarfélög sem eiga aðild að sjóðunum. Það er því nokkuð tryggt að iðgjöld félagsmanna innan ASÍ skila sér í sjóðina. Þetta kerfi starfaði án þess að um það væru sett lög allt til ársins 1997. Um það leyti sem ég var að hefja störf í forystusveit verkafólks um miðjan síðasta áratug liðinnar aldar, var ég þeirrar skoðunar að launagreiðendur ættu ekki að sitja í stjórnum lífeyrissjóðanna. Mér lærðist hins vegar fljótt að skilja það þegar samið er um jafn mikilvægar greiðslur og greiðslur í lífeyrissjóði er skynsamlegt að um það sé mikil og góð sátt milli þeirra sem um málið fjalla. Séu greiðslurnar illa ávaxtaðar og eða af einhverjum ástæðum ekki nægilega miklar til að standa undir loforðunum um greiðslu lífeyris, þarf annað tveggja að draga úr loforðunum eða hækka greiðslurnar inn í sjóðina. Áður en lögin voru sett 1997, hafði verið gerð hörð atlaga að almennu sjóðunum. Bankakerfið hafði fengið blóð á tennurnar og var farið að stofna lífeyrissjóði og vildi í raun komast yfir alla fjármuni lífeyrissjóanna. Með sameiginlegu átaki ASÍ og SA tókst að koma í veg fyrir það að sjóðirnir hyrfu inn í bankana og hefðu þá glatast þar í bakahruninu eins og margur frjálsi eftirlaunasjóður eldra fólks gerði í þeim hamförum. Þessa dagana fara hamförum í fjölmiðlum talsmenn meints frelsis fólks um val á lífeyrissjóðum. Í mínum huga er það mikill misskilningur að það sé betri kostur fyrir almenning í þessu landi að hafa frjálst val um hvert greiðslur í lífeyrssjóð fara. Ef fólk á að fá að velja sjóð, munu sjóðirnir líka vilja velja sjóðfélaga. Þannig starfa tryggingafélög og breytt kerfi myndi skila okkur í raun fleiri tryggingafélögum. Þegar félagsmenn ASÍ samþykktu í alsherjaratkvæðagreiðslu í ársbyrjun 2016 að hluti launahækkunnar 3,5% færi í aukið framlag í lífeyrissjóði, var það liður í jöfnun lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera markaðarins. Það að samþykkja að hægt væri að velja að þetta framlag færi ekki í samtryggingu gerir ekkert annað en að hægja á þeim skrefum sem stigin hafa verið til jöfnunar réttindanna. Horfa þarf til lífeyriskerfisins sem langtímaverkefnis samfélagsins en ekki út frá skammtímahagsmunum einstaklinga. Ég viðurkenni fúslega að vera í hópi samtryggingarfólksins og tel það vera hlutverk mitt að tala fyrir forræðishyggju í lífeyrismálum, gegn einstaklingshyggju. Sá skipulagði vinnumarkaður sem semur um kaup og kjör á almennum vinnumarkaði á Íslandi er um margt eftirsóknarverður, þó að ótrúlega margir innan verkalýðshreyfingarinnar hafi ekki gert sér grein fyrir því. Samið hefur verið um fjölmarga þætti sem snúa að velferð verkafólks í frjálsum kjarasamningum. Í sumum tilfellum hefur orðið sátt um að verkefnunum sé stýrt í jafnræði milli samningsaðila, en í öðrum tilfellum fara stéttarfélögin ein með stjórnina. Það sem er á sameiginlegu forræði verkafólks og launagreiðanda eru t.d. auk lífeyrissjóðanna, Virk starfsendurhæfing og fræðslusjóðirnir, sem og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Frelsið er yndislegt, en því fylgir bæði ábyrgð og áhætta sem þarf að skoða niður í kjölinn. Höfundur er formaður í Stéttarfélagi Vesturlands frá 2008, áður formaður í Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði frá 1995 til ársloka 2007. Hefur starfað fyrir verkafólk frá 1979, verið í stjórn lífeyrissjóðs, verið varaforseti ASÍ, sat í miðstjórn í ca 15 ár.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun