Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2021 23:30 Asantewa Feaster, formaður BLM Iceland. Vísir/Skjáskot Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi. Morðið á Floyd síðasta vor varð kveikjan að miklum mótmælum gegn rasisma og lögregluofbeldi bæði innan Bandaríkjanna sem utan. Mikill fjöldi safnaðist saman og krafðist réttlætis og breytinga undir slagorðinu „black lives matter“. Ábyrgð, ekki réttlæti Asantewa Feaster er formaður Black lives matter Iceland og segir niðurstöðuna í máli Chauvins snúast um ábyrgð, réttlæti sé þó ekki tryggt. „Maður er ánægður með þetta að vissu leyti en George Floyd snýr aldrei aftur. Það er þörf á að fólk sé látið axla ábyrgð en þetta er ekki réttlæti af því þú vekur engan upp frá dauðum,“ segir Asantewa. Kynþáttafordómar séu kerfislægir í Bandaríkjunum. „Þetta snýst ekki um fáeina svarta sauði. Þetta er tréið, jarðvegurinn. Kerfið virkar einfaldlega eins og því var ætlað. Það gengur út á að útskúfa fólki sem er ekki hvítt. Þess vegna þurfum við nýtt kerfi,“ segir hún og bætir við: „Daunte Wright var drepinn fyrir viku. Ma‘Khia Bryant í gær. Þannig um leið og verið var að úrskurða morðingja George Floyd sekann var unglingsstúlka skotin til bana. Þetta er ekkert einangrað atvik heldur gerist þetta trekk í trekk. Við höldum áfram að krefjast réttlætis en virðumst vera að hrópa út í tómið.“ Þessi mynd af George Floyd hangir fyrir utan dómshúsið í Minneapolis þar sem réttarhöldin yfir Chauvin fóru fram.AP/Jim Mone Kerfið ekki lagað á einu ári Eftir mótmæli síðasta árs og í aðdraganda kosninga nóvembermánaðar í Bandaríkjunum ræddu Demókratar um að gera umbætur á löggæslu í landinu til að vinna gegn lögregluofbeldi og rasisma. Þær aðgerðir hafa ekki enn borið sjáanlegan árangur en Asantewa segir slíkan sigur ekki unninn á einu ári. „Í fyrsta lagi þarf að hafa í huga hver það er sem skilgreinir hvað nákvæmlega felst í umbótum, í öðru lagi þarf að horfa til hvernig þessum umbótum er komið á. Sumir kalla það umbætur að skella sökinni á sýslurnar eða ríkin þar sem lögregluþjónarnir störfuðu. Aðrir tala um að færa til fjármagn eða taka hin eða þessi verkefnin af fjárlögum,“ segir hún og heldur áfram: „Það er ekki hægt að laga kerfið á einu ári. Það er ekki raunhæft enda var kerfið ekki byggt á einu ári. Þá þurfti fólk að átta sig á réttu aðferðunum. Hvernig væri hægt að halda fólki niðri, koma í veg fyrir að það geti kosið og svo framvegis. Nú þurfum við löggjöf sem vindur ofan af þessu.“ Líður hvergi öruggri Aðspurð um hvort henni líði öruggri í návist bandarískra lögregluþjóna segir Asantewa: „Alls ekki. Nei, það væri fráleitt. Ég hef ekki upplifað mig örugga í þeim ástæðum síðan ég var þrettán ára. Þá stöðvaði lögregla mig þegar ég var á leið í skóla, krafði mig um skilríki og spurði hvort ég væri nokkuð með eiturlyf. Ég var þrettán ára. Þannig nei, mér líður hvergi öruggri í návist lögreglu.“ Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Morðið á Floyd síðasta vor varð kveikjan að miklum mótmælum gegn rasisma og lögregluofbeldi bæði innan Bandaríkjanna sem utan. Mikill fjöldi safnaðist saman og krafðist réttlætis og breytinga undir slagorðinu „black lives matter“. Ábyrgð, ekki réttlæti Asantewa Feaster er formaður Black lives matter Iceland og segir niðurstöðuna í máli Chauvins snúast um ábyrgð, réttlæti sé þó ekki tryggt. „Maður er ánægður með þetta að vissu leyti en George Floyd snýr aldrei aftur. Það er þörf á að fólk sé látið axla ábyrgð en þetta er ekki réttlæti af því þú vekur engan upp frá dauðum,“ segir Asantewa. Kynþáttafordómar séu kerfislægir í Bandaríkjunum. „Þetta snýst ekki um fáeina svarta sauði. Þetta er tréið, jarðvegurinn. Kerfið virkar einfaldlega eins og því var ætlað. Það gengur út á að útskúfa fólki sem er ekki hvítt. Þess vegna þurfum við nýtt kerfi,“ segir hún og bætir við: „Daunte Wright var drepinn fyrir viku. Ma‘Khia Bryant í gær. Þannig um leið og verið var að úrskurða morðingja George Floyd sekann var unglingsstúlka skotin til bana. Þetta er ekkert einangrað atvik heldur gerist þetta trekk í trekk. Við höldum áfram að krefjast réttlætis en virðumst vera að hrópa út í tómið.“ Þessi mynd af George Floyd hangir fyrir utan dómshúsið í Minneapolis þar sem réttarhöldin yfir Chauvin fóru fram.AP/Jim Mone Kerfið ekki lagað á einu ári Eftir mótmæli síðasta árs og í aðdraganda kosninga nóvembermánaðar í Bandaríkjunum ræddu Demókratar um að gera umbætur á löggæslu í landinu til að vinna gegn lögregluofbeldi og rasisma. Þær aðgerðir hafa ekki enn borið sjáanlegan árangur en Asantewa segir slíkan sigur ekki unninn á einu ári. „Í fyrsta lagi þarf að hafa í huga hver það er sem skilgreinir hvað nákvæmlega felst í umbótum, í öðru lagi þarf að horfa til hvernig þessum umbótum er komið á. Sumir kalla það umbætur að skella sökinni á sýslurnar eða ríkin þar sem lögregluþjónarnir störfuðu. Aðrir tala um að færa til fjármagn eða taka hin eða þessi verkefnin af fjárlögum,“ segir hún og heldur áfram: „Það er ekki hægt að laga kerfið á einu ári. Það er ekki raunhæft enda var kerfið ekki byggt á einu ári. Þá þurfti fólk að átta sig á réttu aðferðunum. Hvernig væri hægt að halda fólki niðri, koma í veg fyrir að það geti kosið og svo framvegis. Nú þurfum við löggjöf sem vindur ofan af þessu.“ Líður hvergi öruggri Aðspurð um hvort henni líði öruggri í návist bandarískra lögregluþjóna segir Asantewa: „Alls ekki. Nei, það væri fráleitt. Ég hef ekki upplifað mig örugga í þeim ástæðum síðan ég var þrettán ára. Þá stöðvaði lögregla mig þegar ég var á leið í skóla, krafði mig um skilríki og spurði hvort ég væri nokkuð með eiturlyf. Ég var þrettán ára. Þannig nei, mér líður hvergi öruggri í návist lögreglu.“
Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira