Fjórtán íbúar í einangrun og bæjarstjórinn í sóttkví Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2021 09:18 Elliði segir horfur betri en útlit var fyrir. Fjórtán íbúar Þorlákshafnar eru nú í einangrun vegna Covid-19 og 99 í sóttkví. Elliði Viginsson, bæjarstjóri Ölfus, segir baráttunni ekki lokið þótt staðan líti betur út en um tíma. Sjálfur er hann kominn í sóttkví í þriðja sinn. Í færslu sem Elliði birti á Facebook í gærkvöldi segir hann ánægjulegt að þau 200 sýni sem tekin voru á þriðjudag hafi verið neikvæð. Einn einstaklingur greindist þó í Þorlákshöfn í gær en sá var í sóttkví. Er smitið rakið til hópsmits á vinnustað. Nú um níuleytið verða nemendur og starfsmenn grunnskólans í Þorlákshöfn, sem hafa verið í sóttkví, skimaðir. Öðrum bauðst einnig að bóka sýnatöku en þær fara fram í skólanum. „Við erum öll bjartsýn á að samstaðan og krafturinn sem íbúar hafa, allir sem einn, sýnt verði nú til þess að strax á mánudag getum við tekið upp hefðbundið starf um allan bæ og þar með í okkar mikilvægu stofnunum svo sem grunn- og leikskóla. Vissulega verða einhverjir bæjarbúar, og þar með talið nemendur þó áfram í sóttkví eða einangrun með sínum fjölskyldum,“ segir Elliði. Þá sé hann sjálfur komin í sóttkví. „Það er ef til vill gráglettni örlaganna að eftir okkar samhug í baráttunni hér í Þorlákshöfn þá skuli það vera smit tengt kennslustund hjá henni Berthu minni í FSU á Selfossi sem sendir mig í sóttkvína. Sjálfum þykir mér nú nóg um en ég er hér með búinn að fara í skyldaða sóttkví með öllum í minni fjölskyldu,“ segir reynslumikill Elliði. ÞETTA ER AÐ HAFAST, EN ENN ER OF SNEMMT AÐ HRÓSA SIGRI. Núna á fimmtudagskvöldi er ánægjulegt að segja frá því að öll...Posted by Elliði Vignisson on Thursday, April 29, 2021 Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. 29. apríl 2021 14:53 110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12 Að minnsta kosti einn í viðbót með staðfest smit í Þorlákshöfn Fyrstu niðurstöður úr skimuninni sem fram fór í Þorlákshöfn í dag benda til þess að minnst einn þeirra sem skimaðir voru í dag hafi greinst með staðfest smit covid-19. Um tvö hundruð voru skimaðir í grunnskólanum í Þorlákshöfn í tengslum við hópsmit sem þar kom upp. 28. apríl 2021 23:55 „Erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna“ Um eitt hundrað íbúar Þorlákshafnar eru í sóttkví vegna hópsmits og grunnskóli bæjarins var nýttur fyrir umfangsmikla skimun í dag. 28. apríl 2021 20:17 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Í færslu sem Elliði birti á Facebook í gærkvöldi segir hann ánægjulegt að þau 200 sýni sem tekin voru á þriðjudag hafi verið neikvæð. Einn einstaklingur greindist þó í Þorlákshöfn í gær en sá var í sóttkví. Er smitið rakið til hópsmits á vinnustað. Nú um níuleytið verða nemendur og starfsmenn grunnskólans í Þorlákshöfn, sem hafa verið í sóttkví, skimaðir. Öðrum bauðst einnig að bóka sýnatöku en þær fara fram í skólanum. „Við erum öll bjartsýn á að samstaðan og krafturinn sem íbúar hafa, allir sem einn, sýnt verði nú til þess að strax á mánudag getum við tekið upp hefðbundið starf um allan bæ og þar með í okkar mikilvægu stofnunum svo sem grunn- og leikskóla. Vissulega verða einhverjir bæjarbúar, og þar með talið nemendur þó áfram í sóttkví eða einangrun með sínum fjölskyldum,“ segir Elliði. Þá sé hann sjálfur komin í sóttkví. „Það er ef til vill gráglettni örlaganna að eftir okkar samhug í baráttunni hér í Þorlákshöfn þá skuli það vera smit tengt kennslustund hjá henni Berthu minni í FSU á Selfossi sem sendir mig í sóttkvína. Sjálfum þykir mér nú nóg um en ég er hér með búinn að fara í skyldaða sóttkví með öllum í minni fjölskyldu,“ segir reynslumikill Elliði. ÞETTA ER AÐ HAFAST, EN ENN ER OF SNEMMT AÐ HRÓSA SIGRI. Núna á fimmtudagskvöldi er ánægjulegt að segja frá því að öll...Posted by Elliði Vignisson on Thursday, April 29, 2021
Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. 29. apríl 2021 14:53 110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12 Að minnsta kosti einn í viðbót með staðfest smit í Þorlákshöfn Fyrstu niðurstöður úr skimuninni sem fram fór í Þorlákshöfn í dag benda til þess að minnst einn þeirra sem skimaðir voru í dag hafi greinst með staðfest smit covid-19. Um tvö hundruð voru skimaðir í grunnskólanum í Þorlákshöfn í tengslum við hópsmit sem þar kom upp. 28. apríl 2021 23:55 „Erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna“ Um eitt hundrað íbúar Þorlákshafnar eru í sóttkví vegna hópsmits og grunnskóli bæjarins var nýttur fyrir umfangsmikla skimun í dag. 28. apríl 2021 20:17 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. 29. apríl 2021 14:53
110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12
Að minnsta kosti einn í viðbót með staðfest smit í Þorlákshöfn Fyrstu niðurstöður úr skimuninni sem fram fór í Þorlákshöfn í dag benda til þess að minnst einn þeirra sem skimaðir voru í dag hafi greinst með staðfest smit covid-19. Um tvö hundruð voru skimaðir í grunnskólanum í Þorlákshöfn í tengslum við hópsmit sem þar kom upp. 28. apríl 2021 23:55
„Erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna“ Um eitt hundrað íbúar Þorlákshafnar eru í sóttkví vegna hópsmits og grunnskóli bæjarins var nýttur fyrir umfangsmikla skimun í dag. 28. apríl 2021 20:17