Skuggafaraldur Snædís Baldursdóttir skrifar 29. maí 2021 09:00 Á meðan ríki takast fyrst og fremst á við að slökkva elda COVID-19, aukast skaðlegar afleiðingar faraldursins á konur á ógnarhraða. Konur eru líklegri til að missa vinnuna en karlar og með skólalokunum eykst vinnuframlag kvenna á heimilinu með langvarandi áhrifum á heilsufar þeirra og andlega líðan. Frá því að faraldurinn hófst hefur kynbundið ofbeldi einnig aukist gríðarlega um allan heim; svo mikið að talað er um ofbeldið sem skuggafaraldur COVID-19. Gert er ráð fyrir að á hverju þriggja mánaða tímabili útgöngubanns fjölgi tilfellum kynbundins ofbeldis um 15 milljónir. Þar að auki er heimilisofbeldi ekki refsivert í fjölda landa. Þessar upplýsingar eru nóg til að valda fólki vonleysi. MeToo bylgja síðustu vikna hér á landi, sem hugrakkir þolendur ofbeldis hrintu af stað með persónulegum frásögnum, sýnir að konur eru komnar með nóg. Þær eru komnar með nóg af því að rekja endurtekið upplifanir sínar af ofbeldi sem þær hafa verið beittar, nóg af meðvirkni gagnvart gerendum og nóg af óréttlátri málsmeðferð. Þó mikið sé enn óunnið hér á landi í átt að samfélagi án ofbeldis hafa verið stigin skref í áttina, svo sem með auknu fjármagni til málaflokksins og forvörnum. Þessum skrefum ber svo sannarlega að fagna. Engu að síður er mikilvægt að skoða heildarmyndina. Víða um heim hafa konur og stúlkur veikari málsvara. Þar koma ljósberar UN Women inn. Ljósberar UN Women standa með konum um allan heim. Með stuðningi sínum koma þeir í veg fyrir kynbundið ofbeldi með því að tryggja þolendum um allan heim viðeigandi aðstoð og knýja fram breytingar á lögum og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Ljósberar styðja við nauðsynlega grunnþjónustu fyrir þolendur svo sem kvennaathvörf, neyðarlínur og ráðgjöf á netinu. Líkt og kraftur MeToo-byltingarinnar, veitir kraftur ljósbera von og sýnir að breytingar eru mögulegar þegar við stöndum saman gegn ofbeldi. Kynbundið ofbeldi er heimsfaraldur og það er ekkert bóluefni gegn honum. En að gerast ljósberi UN Women er ein af þeim leiðum sem við höfum til að vinna gegn útbreiðslu kynbundins ofbeldis um allan heim. Verkefnin í kjölfar COVID-19 eru risastór en fjármagn ekki nægilegt. Aldrei hefur verið meiri þörf á stuðningi ljósbera. Ég hvet þig til að taka þátt í að uppræta kynbundið ofbeldi með því að gerast ljósberi á www.unwomen.is Höfundur er fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Á meðan ríki takast fyrst og fremst á við að slökkva elda COVID-19, aukast skaðlegar afleiðingar faraldursins á konur á ógnarhraða. Konur eru líklegri til að missa vinnuna en karlar og með skólalokunum eykst vinnuframlag kvenna á heimilinu með langvarandi áhrifum á heilsufar þeirra og andlega líðan. Frá því að faraldurinn hófst hefur kynbundið ofbeldi einnig aukist gríðarlega um allan heim; svo mikið að talað er um ofbeldið sem skuggafaraldur COVID-19. Gert er ráð fyrir að á hverju þriggja mánaða tímabili útgöngubanns fjölgi tilfellum kynbundins ofbeldis um 15 milljónir. Þar að auki er heimilisofbeldi ekki refsivert í fjölda landa. Þessar upplýsingar eru nóg til að valda fólki vonleysi. MeToo bylgja síðustu vikna hér á landi, sem hugrakkir þolendur ofbeldis hrintu af stað með persónulegum frásögnum, sýnir að konur eru komnar með nóg. Þær eru komnar með nóg af því að rekja endurtekið upplifanir sínar af ofbeldi sem þær hafa verið beittar, nóg af meðvirkni gagnvart gerendum og nóg af óréttlátri málsmeðferð. Þó mikið sé enn óunnið hér á landi í átt að samfélagi án ofbeldis hafa verið stigin skref í áttina, svo sem með auknu fjármagni til málaflokksins og forvörnum. Þessum skrefum ber svo sannarlega að fagna. Engu að síður er mikilvægt að skoða heildarmyndina. Víða um heim hafa konur og stúlkur veikari málsvara. Þar koma ljósberar UN Women inn. Ljósberar UN Women standa með konum um allan heim. Með stuðningi sínum koma þeir í veg fyrir kynbundið ofbeldi með því að tryggja þolendum um allan heim viðeigandi aðstoð og knýja fram breytingar á lögum og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Ljósberar styðja við nauðsynlega grunnþjónustu fyrir þolendur svo sem kvennaathvörf, neyðarlínur og ráðgjöf á netinu. Líkt og kraftur MeToo-byltingarinnar, veitir kraftur ljósbera von og sýnir að breytingar eru mögulegar þegar við stöndum saman gegn ofbeldi. Kynbundið ofbeldi er heimsfaraldur og það er ekkert bóluefni gegn honum. En að gerast ljósberi UN Women er ein af þeim leiðum sem við höfum til að vinna gegn útbreiðslu kynbundins ofbeldis um allan heim. Verkefnin í kjölfar COVID-19 eru risastór en fjármagn ekki nægilegt. Aldrei hefur verið meiri þörf á stuðningi ljósbera. Ég hvet þig til að taka þátt í að uppræta kynbundið ofbeldi með því að gerast ljósberi á www.unwomen.is Höfundur er fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun