Skuggafaraldur Snædís Baldursdóttir skrifar 29. maí 2021 09:00 Á meðan ríki takast fyrst og fremst á við að slökkva elda COVID-19, aukast skaðlegar afleiðingar faraldursins á konur á ógnarhraða. Konur eru líklegri til að missa vinnuna en karlar og með skólalokunum eykst vinnuframlag kvenna á heimilinu með langvarandi áhrifum á heilsufar þeirra og andlega líðan. Frá því að faraldurinn hófst hefur kynbundið ofbeldi einnig aukist gríðarlega um allan heim; svo mikið að talað er um ofbeldið sem skuggafaraldur COVID-19. Gert er ráð fyrir að á hverju þriggja mánaða tímabili útgöngubanns fjölgi tilfellum kynbundins ofbeldis um 15 milljónir. Þar að auki er heimilisofbeldi ekki refsivert í fjölda landa. Þessar upplýsingar eru nóg til að valda fólki vonleysi. MeToo bylgja síðustu vikna hér á landi, sem hugrakkir þolendur ofbeldis hrintu af stað með persónulegum frásögnum, sýnir að konur eru komnar með nóg. Þær eru komnar með nóg af því að rekja endurtekið upplifanir sínar af ofbeldi sem þær hafa verið beittar, nóg af meðvirkni gagnvart gerendum og nóg af óréttlátri málsmeðferð. Þó mikið sé enn óunnið hér á landi í átt að samfélagi án ofbeldis hafa verið stigin skref í áttina, svo sem með auknu fjármagni til málaflokksins og forvörnum. Þessum skrefum ber svo sannarlega að fagna. Engu að síður er mikilvægt að skoða heildarmyndina. Víða um heim hafa konur og stúlkur veikari málsvara. Þar koma ljósberar UN Women inn. Ljósberar UN Women standa með konum um allan heim. Með stuðningi sínum koma þeir í veg fyrir kynbundið ofbeldi með því að tryggja þolendum um allan heim viðeigandi aðstoð og knýja fram breytingar á lögum og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Ljósberar styðja við nauðsynlega grunnþjónustu fyrir þolendur svo sem kvennaathvörf, neyðarlínur og ráðgjöf á netinu. Líkt og kraftur MeToo-byltingarinnar, veitir kraftur ljósbera von og sýnir að breytingar eru mögulegar þegar við stöndum saman gegn ofbeldi. Kynbundið ofbeldi er heimsfaraldur og það er ekkert bóluefni gegn honum. En að gerast ljósberi UN Women er ein af þeim leiðum sem við höfum til að vinna gegn útbreiðslu kynbundins ofbeldis um allan heim. Verkefnin í kjölfar COVID-19 eru risastór en fjármagn ekki nægilegt. Aldrei hefur verið meiri þörf á stuðningi ljósbera. Ég hvet þig til að taka þátt í að uppræta kynbundið ofbeldi með því að gerast ljósberi á www.unwomen.is Höfundur er fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Á meðan ríki takast fyrst og fremst á við að slökkva elda COVID-19, aukast skaðlegar afleiðingar faraldursins á konur á ógnarhraða. Konur eru líklegri til að missa vinnuna en karlar og með skólalokunum eykst vinnuframlag kvenna á heimilinu með langvarandi áhrifum á heilsufar þeirra og andlega líðan. Frá því að faraldurinn hófst hefur kynbundið ofbeldi einnig aukist gríðarlega um allan heim; svo mikið að talað er um ofbeldið sem skuggafaraldur COVID-19. Gert er ráð fyrir að á hverju þriggja mánaða tímabili útgöngubanns fjölgi tilfellum kynbundins ofbeldis um 15 milljónir. Þar að auki er heimilisofbeldi ekki refsivert í fjölda landa. Þessar upplýsingar eru nóg til að valda fólki vonleysi. MeToo bylgja síðustu vikna hér á landi, sem hugrakkir þolendur ofbeldis hrintu af stað með persónulegum frásögnum, sýnir að konur eru komnar með nóg. Þær eru komnar með nóg af því að rekja endurtekið upplifanir sínar af ofbeldi sem þær hafa verið beittar, nóg af meðvirkni gagnvart gerendum og nóg af óréttlátri málsmeðferð. Þó mikið sé enn óunnið hér á landi í átt að samfélagi án ofbeldis hafa verið stigin skref í áttina, svo sem með auknu fjármagni til málaflokksins og forvörnum. Þessum skrefum ber svo sannarlega að fagna. Engu að síður er mikilvægt að skoða heildarmyndina. Víða um heim hafa konur og stúlkur veikari málsvara. Þar koma ljósberar UN Women inn. Ljósberar UN Women standa með konum um allan heim. Með stuðningi sínum koma þeir í veg fyrir kynbundið ofbeldi með því að tryggja þolendum um allan heim viðeigandi aðstoð og knýja fram breytingar á lögum og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Ljósberar styðja við nauðsynlega grunnþjónustu fyrir þolendur svo sem kvennaathvörf, neyðarlínur og ráðgjöf á netinu. Líkt og kraftur MeToo-byltingarinnar, veitir kraftur ljósbera von og sýnir að breytingar eru mögulegar þegar við stöndum saman gegn ofbeldi. Kynbundið ofbeldi er heimsfaraldur og það er ekkert bóluefni gegn honum. En að gerast ljósberi UN Women er ein af þeim leiðum sem við höfum til að vinna gegn útbreiðslu kynbundins ofbeldis um allan heim. Verkefnin í kjölfar COVID-19 eru risastór en fjármagn ekki nægilegt. Aldrei hefur verið meiri þörf á stuðningi ljósbera. Ég hvet þig til að taka þátt í að uppræta kynbundið ofbeldi með því að gerast ljósberi á www.unwomen.is Höfundur er fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun