Koeman áfram við stjórnvölin hjá Börsungum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2021 20:45 Koeman fær tækifæri til að klæðast glæsilegum úlpum Barcelona á nýjan leik á næstu leiktíð. EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO Það stefnir allt í að Hollendingurinn Ronald Koeman stýri spænska stórveldinu Barcelona áfram á næstu leiktíð. Liðið endaði í 3. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, á nýafstöðnu tímabili og var talið að Koeman fengi sparkið í sumar. Liðið endaði í 3. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, á nýafstöðnu tímabili og var talið að Koeman fengi sparkið í sumar. Það var ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano sem staðfesti tíðindin á Twitter-síðu sinni. Ronald Koeman stays... and now Barcelona will sign new players after Eric and Agüero. Barça board pushing to sign Memphis Depay, 2/3 years contract bid on the table and club now confident . Wijnaldum will sign with Barça until 2024 once the medicals will be completed. #FCB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 3, 2021 Orðrómar voru á kreiki um að Joan Laporta, forseti Börsunga, væri í leit að nýjum þjálfara en ef enginn nægilega góður væri á lausu myndi forsetinn halda sig við Koeman. Það hefur nú komið á daginn. Talið var að Xavi gæti snúð aftur til félagsins sem hann vann allt með sem leikmaður og tekið við stjórnartaumunum. Hann stýrir í dag Al-Sadd í Katar og verður þar áfram, um stund allavega. Fyrr í dag var tilkynnt að Jordi Cruyff, sonur goðsagnarinnar Johan Cruyff, væri nýr íþróttastjóri Börsunga og nú virðist sem landi hans Koeman fái annað tækifæri til að heilla á Camp Nou. Börsungar eru í mikilli uppbyggingu eftir tvö slæm ár. Það virðist allt stefna í að Lionel Messi verði áfram í herbúðum liðsins. Landi hans - Sergio Agüero – skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við félagið. Eric Garcia, fyrrum samherji Agüero hjá Manchester City, sneri aftur á heimaslóðir er hann samdi einnig nýverið við Börsunga. Þá er talið nær öruggt að Hollendingarnir Memphis Depay og Georginio Wijnaldum skrifi undir á næstunni. Þeir þekkja Koeman vel enda léku þeir undir hans stjórn í hollenska landsliðinu er Koeman var þar frá 2018 til 2020. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Liðið endaði í 3. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, á nýafstöðnu tímabili og var talið að Koeman fengi sparkið í sumar. Það var ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano sem staðfesti tíðindin á Twitter-síðu sinni. Ronald Koeman stays... and now Barcelona will sign new players after Eric and Agüero. Barça board pushing to sign Memphis Depay, 2/3 years contract bid on the table and club now confident . Wijnaldum will sign with Barça until 2024 once the medicals will be completed. #FCB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 3, 2021 Orðrómar voru á kreiki um að Joan Laporta, forseti Börsunga, væri í leit að nýjum þjálfara en ef enginn nægilega góður væri á lausu myndi forsetinn halda sig við Koeman. Það hefur nú komið á daginn. Talið var að Xavi gæti snúð aftur til félagsins sem hann vann allt með sem leikmaður og tekið við stjórnartaumunum. Hann stýrir í dag Al-Sadd í Katar og verður þar áfram, um stund allavega. Fyrr í dag var tilkynnt að Jordi Cruyff, sonur goðsagnarinnar Johan Cruyff, væri nýr íþróttastjóri Börsunga og nú virðist sem landi hans Koeman fái annað tækifæri til að heilla á Camp Nou. Börsungar eru í mikilli uppbyggingu eftir tvö slæm ár. Það virðist allt stefna í að Lionel Messi verði áfram í herbúðum liðsins. Landi hans - Sergio Agüero – skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við félagið. Eric Garcia, fyrrum samherji Agüero hjá Manchester City, sneri aftur á heimaslóðir er hann samdi einnig nýverið við Börsunga. Þá er talið nær öruggt að Hollendingarnir Memphis Depay og Georginio Wijnaldum skrifi undir á næstunni. Þeir þekkja Koeman vel enda léku þeir undir hans stjórn í hollenska landsliðinu er Koeman var þar frá 2018 til 2020.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti