Samfylkingin er samfylking Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. júní 2021 10:00 Eftir að Vg gekk í Sjálfstæðisflokkinn eru valkostirnir orðnir enn skýrari fyrir jafnaðarmenn og félagshyggjufólk: fólk sem vill sjá breytingar og umbætur; fólk sem vill sanngjarnt skattkerfi þar sem þau ríku skila sínu til samfélagsins; fólk sem vill að hér sé fjölskylduvænt velferðarsamfélag; fólk sem vill að sjúklingar í neyð séu ekki settir á biðlista; fólk sem vill uppbyggingu á hjúkrunarheimilum; fólk sem vill metnað í loftslagsmálum; fólk sem vill almennilegt auðlindaákvæði í stjórnarskránni og jöfnun atkvæðisréttar; fólk sem vill að aðildarviðræður við ESB verði kláraðar; fólk sem vill að almannahagsmunir séu teknir fram yfir sérhagsmuni – félagshyggjufólk og jafnaðarmenn. Öll þessi sjónarmið eiga ríkan hljómgrunn meðal stuðningsmanna og frambjóðenda margra flokka en aðeins Samfylkingin getur leitt öll þessi öfl saman. Það sýna dæmin frá Reykjavík og annars staðar á landinu þar sem Samfylkingin er kjölfestan í stjórn sveitarfélaganna. Vg og Framsókn munu horfa til Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar ef ekki er öflugur valkostur á vinstri kantinum; Sósíalistar verða stjórnarandstöðuflokkur hvernig sem allt skipast, eins og í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem Píratar og Viðreisn eiga í farsælu samstarfi við Samfylkingu og Vg. Samfylkingin var ekki stofnuð til að vera söfnuður. Hún var ekki stofnuð fyrir fólk að sitja og kinka kolli hvert framan í annað í fullvissu þess að hafa rétt fyrir sér í einu og öllu eða vera sammála um alla skapaða hluti. Hún var heldur ekki stofnuð til að fylkja sér kringum „sterkan leiðtoga“ sem ætti bara að ráða þessu öllu. Hún er einfaldlega stofnuð til að leiða félagshyggjuna til öndvegis við stjórn landsmála. Hún er stofnuð til að leiða saman íslenska jafnaðarmenn úr öllum mögulegum áttum og fá þá til að sameinast um hugsjónir sínar svo að þær verði raunverulegt afl sem skiptir máli í lífi fólks. Aðrir flokkar á svipuðu róli koma og fara og eiga það sameiginlegt að ausa úr hugmyndabrunni jafnaðarmanna, sem er eðlilegt vegna þess að sá hugmyndabrunnur er ótæmandi og öllum opinn og þar er margt sem höfðar sterkt til kjósenda. Aðrir flokkar eru líka stundum eindregnari og hvassari í málflutningi en gamli móðurflokkurinn. Það er líka eðlilegt. En það er bara einn flokkur sem getur leitt saman þessi öfl, og það er Samfylkingin, vegna þess einfaldlega að Samfylkingin er samfylking; það er sjálft erindi flokksins – það er sjálft DNA flokksins. Þetta er einfalt: Sé Samfylkingin veik myndar Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórn. Sé Samfylkingin sterk verður félagshyggjustjórn. Það er alveg hægt að stjórna landinu án þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé þar með neitunarvald. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Alþingiskosningar 2021 Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir að Vg gekk í Sjálfstæðisflokkinn eru valkostirnir orðnir enn skýrari fyrir jafnaðarmenn og félagshyggjufólk: fólk sem vill sjá breytingar og umbætur; fólk sem vill sanngjarnt skattkerfi þar sem þau ríku skila sínu til samfélagsins; fólk sem vill að hér sé fjölskylduvænt velferðarsamfélag; fólk sem vill að sjúklingar í neyð séu ekki settir á biðlista; fólk sem vill uppbyggingu á hjúkrunarheimilum; fólk sem vill metnað í loftslagsmálum; fólk sem vill almennilegt auðlindaákvæði í stjórnarskránni og jöfnun atkvæðisréttar; fólk sem vill að aðildarviðræður við ESB verði kláraðar; fólk sem vill að almannahagsmunir séu teknir fram yfir sérhagsmuni – félagshyggjufólk og jafnaðarmenn. Öll þessi sjónarmið eiga ríkan hljómgrunn meðal stuðningsmanna og frambjóðenda margra flokka en aðeins Samfylkingin getur leitt öll þessi öfl saman. Það sýna dæmin frá Reykjavík og annars staðar á landinu þar sem Samfylkingin er kjölfestan í stjórn sveitarfélaganna. Vg og Framsókn munu horfa til Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar ef ekki er öflugur valkostur á vinstri kantinum; Sósíalistar verða stjórnarandstöðuflokkur hvernig sem allt skipast, eins og í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem Píratar og Viðreisn eiga í farsælu samstarfi við Samfylkingu og Vg. Samfylkingin var ekki stofnuð til að vera söfnuður. Hún var ekki stofnuð fyrir fólk að sitja og kinka kolli hvert framan í annað í fullvissu þess að hafa rétt fyrir sér í einu og öllu eða vera sammála um alla skapaða hluti. Hún var heldur ekki stofnuð til að fylkja sér kringum „sterkan leiðtoga“ sem ætti bara að ráða þessu öllu. Hún er einfaldlega stofnuð til að leiða félagshyggjuna til öndvegis við stjórn landsmála. Hún er stofnuð til að leiða saman íslenska jafnaðarmenn úr öllum mögulegum áttum og fá þá til að sameinast um hugsjónir sínar svo að þær verði raunverulegt afl sem skiptir máli í lífi fólks. Aðrir flokkar á svipuðu róli koma og fara og eiga það sameiginlegt að ausa úr hugmyndabrunni jafnaðarmanna, sem er eðlilegt vegna þess að sá hugmyndabrunnur er ótæmandi og öllum opinn og þar er margt sem höfðar sterkt til kjósenda. Aðrir flokkar eru líka stundum eindregnari og hvassari í málflutningi en gamli móðurflokkurinn. Það er líka eðlilegt. En það er bara einn flokkur sem getur leitt saman þessi öfl, og það er Samfylkingin, vegna þess einfaldlega að Samfylkingin er samfylking; það er sjálft erindi flokksins – það er sjálft DNA flokksins. Þetta er einfalt: Sé Samfylkingin veik myndar Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórn. Sé Samfylkingin sterk verður félagshyggjustjórn. Það er alveg hægt að stjórna landinu án þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé þar með neitunarvald. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar