Hvenær gilda lög og þá fyrir hverja? Jón Páll Haraldsson skrifar 22. júlí 2021 15:31 Tökum sem dæmi hámarkshraða á Reykjanesbrautinni sem er 90 km. Mörgum finnst að hraðinn mætti vera 120 km og þá sérstaklega þar sem akreinar eru 2 X 2. Getur þá talist í lagi að keyra á 120 km hraða á Reykjanesbrautinni, þar sem svo margir eru sammála því að lög um hámarkshraða séu ekki rétt? Gæti það líka talist í lagi að ef t.d. dómsmála- og fjármálaráðherrar panti alltaf sérstaklega bílstjóra fyrir sig, sem þau vita að keyra Reykjanesbrautina alltaf á 120 km hraða, ef þau eru hluti þess hóps sem finnst að löglegi hraðinn ætti að vera 120 km? Hvað svo ef einhverjir lögreglustjórar, eða lögregluþjónar láta það vera að kæra þá sem keyra á 120 km hraða, þar sem þeim finnst líka að hámarkshraðinn ætti að vera 120 km? Nú er það alveg ljóst að um lögbrot er að ræða, þar sem lögum hefur ekki verið breytt, og hver er þá lögbrjóturinn? Bílstjórinn, sá sem kaupir sérstaklega þjónustu hans vegna þess að hann keyrir alltaf of hratt, lögreglustjórinn eða lögregluþjónarnir sem lýta fram hjá brotinu? Verður ekki 120 km hraði á Reykjanesbrautinni ekki alltaf lögbrot þar til Alþingi samþykkir ný lög um hámarkshraða? Nú hefur það verið umtalað í samfélaginu að fyrirtækið Santé ehf kt. 641114-1030, með VSK númerið 118625 hafi stundað ólöglega sölu á áfengi frá árinu 2015 til dagsins í dag. Ég hef t.d. séð tölvupóst frá 2015 þar sem Santé ehf er að bjóða vín til banka og ég hef einnig séð kvittun þar sem kemur fram að Santé ehf seldi vín til einstaklings í nóvember 2020. Ég hef líka heyrt að Santé ehf leiki þann leik að gefa út reikninga á einstaklinga og fyrirtæki sem hafa ekki endursöluleyfi áfengis og bakfæri síðan reikningana í sínu bókhaldi, en sendi ekki kredit reikning á viðkomandi fyrirtæki og síðan er gefinn út nýr reikningur á nokkur veitingahús sem Santé ehf er í samstarfi við. Ég vil taka sérstaklega fram að þótt einn veitingamaður hafi viðurkennt fyrir mér að hann leyfi Santé ehf að gera tilhæfulausa reikninga, þá hef ég ekki séð nein gögn sem staðfesta þennan orðróm um þess lags reikningsviðskipti. Nú er spurningin eins og með hámarkshraðann á Reykjanesbrautinni: Er það í lagi, ef satt er, að fyrirtækið Santé ehf selji áfengi ólöglega? Eingöngu vegna þess að svo margir eru sammála því að lögin ættu að leyfa frjálsa sölu á áfengi til allra. Hvað ef t.d. dómsmála- og fjármálaráðherra panta þjónustu frá Santé ehf, þar sem þau eru fylgjandi þess að hafa sölu á áfengi frjálsa? Er það þá líka í lagi að engin kæra berist (eða komist í gegn eins og orðrómur segir) þar sem einhverjir sem ráða, koma í veg fyrir kæru, því þau eru líka sammála að Santé ehf eigi að hafa frelsi til að selja áfengi til hvers sem er og jafnvel til þeirra líka? Hver er núna að fremja lögbrot ef sögur eru sannar? Er það fyrirtækið Santé ehf? Eru það þau sem panta þjónustuna frá Santé ehf? Eða þau sem ákveða að líta fram hjá brotinu? Einfaldlega vegna þess að þeim finnst persónulega þetta ekki vera brot. Er ekki sala á áfengi til almennings og fyrirtækja sem ekki hafa endursöluleyfi alltaf lögbrot? Er ekki svarið einfaldlega: að minnsta kosti þar til Alþingi breytir núverandi lögum eða samþykkir ný lög um áfengissölu á nákvæmlega sama hátt og það er ólöglegt að keyra á 120km hraða á Reykjanesbrautinni samkvæmt núgildandi umferðarlögum. Vissulega margar spurningar, en aðalatriðið er: hvenær gilda lög og þá fyrir hverja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Tökum sem dæmi hámarkshraða á Reykjanesbrautinni sem er 90 km. Mörgum finnst að hraðinn mætti vera 120 km og þá sérstaklega þar sem akreinar eru 2 X 2. Getur þá talist í lagi að keyra á 120 km hraða á Reykjanesbrautinni, þar sem svo margir eru sammála því að lög um hámarkshraða séu ekki rétt? Gæti það líka talist í lagi að ef t.d. dómsmála- og fjármálaráðherrar panti alltaf sérstaklega bílstjóra fyrir sig, sem þau vita að keyra Reykjanesbrautina alltaf á 120 km hraða, ef þau eru hluti þess hóps sem finnst að löglegi hraðinn ætti að vera 120 km? Hvað svo ef einhverjir lögreglustjórar, eða lögregluþjónar láta það vera að kæra þá sem keyra á 120 km hraða, þar sem þeim finnst líka að hámarkshraðinn ætti að vera 120 km? Nú er það alveg ljóst að um lögbrot er að ræða, þar sem lögum hefur ekki verið breytt, og hver er þá lögbrjóturinn? Bílstjórinn, sá sem kaupir sérstaklega þjónustu hans vegna þess að hann keyrir alltaf of hratt, lögreglustjórinn eða lögregluþjónarnir sem lýta fram hjá brotinu? Verður ekki 120 km hraði á Reykjanesbrautinni ekki alltaf lögbrot þar til Alþingi samþykkir ný lög um hámarkshraða? Nú hefur það verið umtalað í samfélaginu að fyrirtækið Santé ehf kt. 641114-1030, með VSK númerið 118625 hafi stundað ólöglega sölu á áfengi frá árinu 2015 til dagsins í dag. Ég hef t.d. séð tölvupóst frá 2015 þar sem Santé ehf er að bjóða vín til banka og ég hef einnig séð kvittun þar sem kemur fram að Santé ehf seldi vín til einstaklings í nóvember 2020. Ég hef líka heyrt að Santé ehf leiki þann leik að gefa út reikninga á einstaklinga og fyrirtæki sem hafa ekki endursöluleyfi áfengis og bakfæri síðan reikningana í sínu bókhaldi, en sendi ekki kredit reikning á viðkomandi fyrirtæki og síðan er gefinn út nýr reikningur á nokkur veitingahús sem Santé ehf er í samstarfi við. Ég vil taka sérstaklega fram að þótt einn veitingamaður hafi viðurkennt fyrir mér að hann leyfi Santé ehf að gera tilhæfulausa reikninga, þá hef ég ekki séð nein gögn sem staðfesta þennan orðróm um þess lags reikningsviðskipti. Nú er spurningin eins og með hámarkshraðann á Reykjanesbrautinni: Er það í lagi, ef satt er, að fyrirtækið Santé ehf selji áfengi ólöglega? Eingöngu vegna þess að svo margir eru sammála því að lögin ættu að leyfa frjálsa sölu á áfengi til allra. Hvað ef t.d. dómsmála- og fjármálaráðherra panta þjónustu frá Santé ehf, þar sem þau eru fylgjandi þess að hafa sölu á áfengi frjálsa? Er það þá líka í lagi að engin kæra berist (eða komist í gegn eins og orðrómur segir) þar sem einhverjir sem ráða, koma í veg fyrir kæru, því þau eru líka sammála að Santé ehf eigi að hafa frelsi til að selja áfengi til hvers sem er og jafnvel til þeirra líka? Hver er núna að fremja lögbrot ef sögur eru sannar? Er það fyrirtækið Santé ehf? Eru það þau sem panta þjónustuna frá Santé ehf? Eða þau sem ákveða að líta fram hjá brotinu? Einfaldlega vegna þess að þeim finnst persónulega þetta ekki vera brot. Er ekki sala á áfengi til almennings og fyrirtækja sem ekki hafa endursöluleyfi alltaf lögbrot? Er ekki svarið einfaldlega: að minnsta kosti þar til Alþingi breytir núverandi lögum eða samþykkir ný lög um áfengissölu á nákvæmlega sama hátt og það er ólöglegt að keyra á 120km hraða á Reykjanesbrautinni samkvæmt núgildandi umferðarlögum. Vissulega margar spurningar, en aðalatriðið er: hvenær gilda lög og þá fyrir hverja?
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar