18 ára drengir eigi að hugsa um að spila fótbolta, ekki peninga Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 10:15 Koeman er ósáttur við hinn unga Moriba sem fær ekki að æfa með aðalliði Börsunga vegna málsins. Urbanandsport/NurPhoto via Getty Images Ronald Koeman, þjálfari Barcelona á Spáni, hefur áhyggjur af stöðu ungstirnisins Ilaix Moriba hjá félaginu. Samningaviðræður milli Börsunga og miðjumannsins unga virðast ganga illa og segir Koeman að Moriba leggi meiri áherslu á peninga en að spila fótbolta. Moriba fór mikinn á sinni fyrstu leiktíð með aðalliði Barcelona í fyrra þar sem honum óx ásmegin eftir því sem leið á. Hann er aðeins 18 ára gamall en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að hafa hafnað nýjum samningi frá Börsungum í sumar en Barcelona hefur lagt fleira en eitt tilboð á borðið án þess að ná samkomulagi við unga manninn. Koeman: Ilaix's situation is horrible. My advice is that money cannot be the most important thing for an 18-year-old. It's about playing games. But the player and his camp think differently. I am disappointed— Samuel Marsden (@samuelmarsden) August 20, 2021 Ronald Koeman, þjálfari liðsins, bættist í hóp gagnrýnenda á blaðamannafundi í gær. „Ég ræddi við hann fyrir 2-3 vikum síðan, meira sem manneskja en sem þjálfari. Staða hans vegna málsins er hræðileg,“ sagði Koeman. „Mín ráð eru þau að peningar eru ekki mikilvægasti hluturinn fyrir hann á þessu stigi ferilsins. Það er að spila leiki. Ég er mjög vonsvikinn,“ Moriba hefur verið settur í skammarkrókinn hjá félaginu vegna málsins og fær aðeins að æfa og spila með varaliði félagsins. Hann hefur fátt sagt um málið þrátt fyrir mikla gagnrýni en eftir ummæli Koemans setti hann inn færslu í sögu sína á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem sagði: Þúsundir sögusagna og enginn veit sannleikann. Skjáskot af sögu Moriba á Instagram.Skjáskot/Instagram Það bendir til að það sé önnur hlið á þessu máli en Moriba hefur verið orðaður við brottför vegna málsins, meðal annars til RB Leipzig í Þýskalandi. Barcelona vill þá losa sig við bæði Samuel Umtiti og Miralem Pjanic, sem báðir þéna há laun hjá félaginu, áður en félagsskiptaglugginn lokar eftir tíu daga. Spænski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Moriba fór mikinn á sinni fyrstu leiktíð með aðalliði Barcelona í fyrra þar sem honum óx ásmegin eftir því sem leið á. Hann er aðeins 18 ára gamall en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að hafa hafnað nýjum samningi frá Börsungum í sumar en Barcelona hefur lagt fleira en eitt tilboð á borðið án þess að ná samkomulagi við unga manninn. Koeman: Ilaix's situation is horrible. My advice is that money cannot be the most important thing for an 18-year-old. It's about playing games. But the player and his camp think differently. I am disappointed— Samuel Marsden (@samuelmarsden) August 20, 2021 Ronald Koeman, þjálfari liðsins, bættist í hóp gagnrýnenda á blaðamannafundi í gær. „Ég ræddi við hann fyrir 2-3 vikum síðan, meira sem manneskja en sem þjálfari. Staða hans vegna málsins er hræðileg,“ sagði Koeman. „Mín ráð eru þau að peningar eru ekki mikilvægasti hluturinn fyrir hann á þessu stigi ferilsins. Það er að spila leiki. Ég er mjög vonsvikinn,“ Moriba hefur verið settur í skammarkrókinn hjá félaginu vegna málsins og fær aðeins að æfa og spila með varaliði félagsins. Hann hefur fátt sagt um málið þrátt fyrir mikla gagnrýni en eftir ummæli Koemans setti hann inn færslu í sögu sína á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem sagði: Þúsundir sögusagna og enginn veit sannleikann. Skjáskot af sögu Moriba á Instagram.Skjáskot/Instagram Það bendir til að það sé önnur hlið á þessu máli en Moriba hefur verið orðaður við brottför vegna málsins, meðal annars til RB Leipzig í Þýskalandi. Barcelona vill þá losa sig við bæði Samuel Umtiti og Miralem Pjanic, sem báðir þéna há laun hjá félaginu, áður en félagsskiptaglugginn lokar eftir tíu daga.
Spænski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira