5 ráð áður en þú byrjar að fjárfesta Björn Berg Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2021 08:01 Svo virðist sem fjárfestingar séu í tísku þessa dagana. Í það minnsta hefur umræða og þátttaka meðal almennings á verðbréfamarkaði loks tekið við sér eftir langan dvala og hefur lægra vaxtastig og góð ávöxtun undanfarinna ára væntanlega sitt að segja um aukinn áhuga. Því stíga eflaust margir fjárfestar nú sín fyrstu skref inn á þennan áhugaverða markað og þá borgar sig að undirbúa sig vel. Hér eru fimm einföld ráð sem gott er að hafa í huga þegar hafist er handa. Ráð 1 – Mundu að ekkert varir að eilífu Ein algengustu mistök fjárfesta er að elta ávöxtun. Rýnt er í ávöxtunartölur og yfirlit og fjárfest í því sem gefið hefur góða raun að undanförnu. Reiknað er með að slík ávöxtun vari að eilífu en verðbréfamarkaðir eru flóknari en svo. Það er erfiðara að rýna í framtíðina en fortíðina en við komumst ekki hjá því við fjárfestingar. Byggjum fjárfestingarákvarðanir okkar því á væntingum um framtíðarávöxtun og forðumst að líta um of á reynslusögur annarra. Ráð 2 – Varastu það sem hljómar of gott til að vera satt Fjárfestingaheimurinn er aldeilis ekki laus við auglýsingar um kraftaverkalausnir. Temdu þér heilbrigða tortryggni og spurðu þig til dæmis hvers vegna einhver ætti að selja þér fjárfestingu sem augljóslega skilar mun meiri ávöxtun en í boði er annars staðar eða hvernig hægt sé að verja milljónum í auglýsingar fyrir það sem sagt er ókeypis þjónusta. Hvað hangir á spýtunni? Ráð 3 – Nýttu þér þann fróðleik sem í boði er Það segir sig sjálft að við ættum ekki að fjárfesta í neinu sem við skiljum ekki. Sem betur fer er aðgengi að upplýsingum þó sífellt að verða betra. Auk þess sem tiltölulega fljótlegt er að læra grundvallaratriði fjárfestinga í bókum og á vefnum bjóða bankarnir ráðgjöf og upplýsingar án endurgjalds. Sérfræðiþekking er dýrmæt og aðstoð þeirra sem hafa hana getur reynst afar hjálpleg byrjendum. Ráð 4 – Ekki haga þér eins og spákaupmaður ef þú ert ekki spákaupmaður Með nokkurri einföldum gætum við skipt fjárfestum í tvo flokka. Annars vegar spákaupmenn, sem fyrst og fremst ætla sér að hagnast á sveiflum verðbréfa og hins vegar hina almennu fjárfesta, sem fremur leggja áherslu á eignasamsetningu sem skila mun góðri ávöxtun til lengri tíma litið. Því miður ber oft á því að almennir fjárfestar fari fljótlega að haga sér eins og spákaupmenn. Þó svo ætlunin hafi verið að gefa fjárfestingunni þann tíma sem hún þarf fara skammtímasveiflur að stýra ákvörðunum. Oft verður þetta til þess að fjárfestar fara að eltast við hreyfingar á mörkuðum með tilheyrandi kostnaði og oft tapi. Taktu ákvörðun um hvort þú sért spákaupmaður eða almennur fjárfestir og haltu þig við hana, í það minnsta um sinn. Ráð 5 – Mundu að öryggi er verðmætt Þú færð enga vexti á peninga sem þú tapar. Mundu að öll fjárfesting gengur út á jafnvægi öryggis og væntrar ávöxtunar. Almennt má segja að það krefjist meiri áhættutöku að freista þess að ná fram aukinni ávöxtun og minni áhættu fylgi síðri ávöxtun, en það er þó ekki algilt. Hér eru þrjú dæmi um það sem dregið getur úr áhættu, án þess að hafa endilega áhrif á ávöxtunina: Tími – Lengri fjárfestingartími dregur úr áhrifum viðskiptakostnaðar og skammtímasveiflna Eignadreifing – Með því að dreifa fjárfestingum getur þú dregið úr hættunni á meiriháttar áfalli vegna falls eins eignaflokks Reglulegur sparnaður – Með því að bæta reglulega við fjárfestinguna dregur þú úr áhrifum sveiflna og óheppilegra tímasetninga Fjárfestingar í verðbréfum þykja víðast hvar sjálfsagður þáttur í sparnaði einstaklinga. Þær geta ávaxtað fé okkar vel, frætt okkur um eðli fjármálamarkaða og jafnvel verið skemmtilegar. Skemmtilegast er þó auðvitað þegar vel gengur. Rétt eins og í flestu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur er gagnlegt að undirbúa sig vel og gefa sér þann tíma sem þarf í slíkan undirbúning. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Kauphöllin Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Svo virðist sem fjárfestingar séu í tísku þessa dagana. Í það minnsta hefur umræða og þátttaka meðal almennings á verðbréfamarkaði loks tekið við sér eftir langan dvala og hefur lægra vaxtastig og góð ávöxtun undanfarinna ára væntanlega sitt að segja um aukinn áhuga. Því stíga eflaust margir fjárfestar nú sín fyrstu skref inn á þennan áhugaverða markað og þá borgar sig að undirbúa sig vel. Hér eru fimm einföld ráð sem gott er að hafa í huga þegar hafist er handa. Ráð 1 – Mundu að ekkert varir að eilífu Ein algengustu mistök fjárfesta er að elta ávöxtun. Rýnt er í ávöxtunartölur og yfirlit og fjárfest í því sem gefið hefur góða raun að undanförnu. Reiknað er með að slík ávöxtun vari að eilífu en verðbréfamarkaðir eru flóknari en svo. Það er erfiðara að rýna í framtíðina en fortíðina en við komumst ekki hjá því við fjárfestingar. Byggjum fjárfestingarákvarðanir okkar því á væntingum um framtíðarávöxtun og forðumst að líta um of á reynslusögur annarra. Ráð 2 – Varastu það sem hljómar of gott til að vera satt Fjárfestingaheimurinn er aldeilis ekki laus við auglýsingar um kraftaverkalausnir. Temdu þér heilbrigða tortryggni og spurðu þig til dæmis hvers vegna einhver ætti að selja þér fjárfestingu sem augljóslega skilar mun meiri ávöxtun en í boði er annars staðar eða hvernig hægt sé að verja milljónum í auglýsingar fyrir það sem sagt er ókeypis þjónusta. Hvað hangir á spýtunni? Ráð 3 – Nýttu þér þann fróðleik sem í boði er Það segir sig sjálft að við ættum ekki að fjárfesta í neinu sem við skiljum ekki. Sem betur fer er aðgengi að upplýsingum þó sífellt að verða betra. Auk þess sem tiltölulega fljótlegt er að læra grundvallaratriði fjárfestinga í bókum og á vefnum bjóða bankarnir ráðgjöf og upplýsingar án endurgjalds. Sérfræðiþekking er dýrmæt og aðstoð þeirra sem hafa hana getur reynst afar hjálpleg byrjendum. Ráð 4 – Ekki haga þér eins og spákaupmaður ef þú ert ekki spákaupmaður Með nokkurri einföldum gætum við skipt fjárfestum í tvo flokka. Annars vegar spákaupmenn, sem fyrst og fremst ætla sér að hagnast á sveiflum verðbréfa og hins vegar hina almennu fjárfesta, sem fremur leggja áherslu á eignasamsetningu sem skila mun góðri ávöxtun til lengri tíma litið. Því miður ber oft á því að almennir fjárfestar fari fljótlega að haga sér eins og spákaupmenn. Þó svo ætlunin hafi verið að gefa fjárfestingunni þann tíma sem hún þarf fara skammtímasveiflur að stýra ákvörðunum. Oft verður þetta til þess að fjárfestar fara að eltast við hreyfingar á mörkuðum með tilheyrandi kostnaði og oft tapi. Taktu ákvörðun um hvort þú sért spákaupmaður eða almennur fjárfestir og haltu þig við hana, í það minnsta um sinn. Ráð 5 – Mundu að öryggi er verðmætt Þú færð enga vexti á peninga sem þú tapar. Mundu að öll fjárfesting gengur út á jafnvægi öryggis og væntrar ávöxtunar. Almennt má segja að það krefjist meiri áhættutöku að freista þess að ná fram aukinni ávöxtun og minni áhættu fylgi síðri ávöxtun, en það er þó ekki algilt. Hér eru þrjú dæmi um það sem dregið getur úr áhættu, án þess að hafa endilega áhrif á ávöxtunina: Tími – Lengri fjárfestingartími dregur úr áhrifum viðskiptakostnaðar og skammtímasveiflna Eignadreifing – Með því að dreifa fjárfestingum getur þú dregið úr hættunni á meiriháttar áfalli vegna falls eins eignaflokks Reglulegur sparnaður – Með því að bæta reglulega við fjárfestinguna dregur þú úr áhrifum sveiflna og óheppilegra tímasetninga Fjárfestingar í verðbréfum þykja víðast hvar sjálfsagður þáttur í sparnaði einstaklinga. Þær geta ávaxtað fé okkar vel, frætt okkur um eðli fjármálamarkaða og jafnvel verið skemmtilegar. Skemmtilegast er þó auðvitað þegar vel gengur. Rétt eins og í flestu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur er gagnlegt að undirbúa sig vel og gefa sér þann tíma sem þarf í slíkan undirbúning. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun