Langþreyttir foreldrar leikskólabarna í Reykjavík Helga Jóna Eiríksdóttir skrifar 7. september 2021 14:31 Til þeirra sem málið varðar. Ég er foreldri tveggja barna á leikskólaaldri. Yngri sonur minn er að hefja skólagöngu sína í leikskóla hjá Reykjavíkurborg núna á föstudaginn, hann er rúmlega tveggja ára. Eldri sonur minn er að hefja síðasta vetur sinn á leikskólanum. Á þessum þremur árum sem þessi eldri hefur verið á leikskólanum hefur aðeins fyrsta árið hans þar verið eðlilegt, ef svo mætti segja. Á öðru árinu hans, í janúar 2020, hófst verkfall félagsmanna í Eflingu sem stóð fram í miðjan mars. Hafði það nokkuð mikla skerðingu í för með sér, meðal annars að hvert barn fékk aðeins úthlutað 1-2 dögum í viku (fyrst hálfa og hálfa daga en svo heila daga) í leikskólanum og ekki var boðið upp á mat, s.s. morgunmat og hádegismat. Eðlilega var þetta mjög erfiður tími fyrir alla og ekki síst börnin sem upplifðu rótleysi. Ofan í verkföll fáum við heimsfaraldur yfir okkur. Hertar samkomutakmarkanir kölluðu á að tekið var fyrir allt flæði innan leikskólans. Börnin máttu áfram bara koma 2-3 daga í viku og foreldrar fengu skipulagið viku fram í tímann. Sóttkví og skipulagsdagar duttu einnig inn. Það sem bjargaði okkur í þessu ástandi var að vera í fæðingarorlofi með yngri soninn. En það þýddi auðvitað bara aukið álag heima fyrir. Ekki skánaði þetta ástand fyrr en með vorinu. Næsti vetur leið svo með sóttvarnarnatakmörkunum og skertum opnunartíma (aðeins opið til kl. 16:00) þar sem sótthreinsa þurfti leikskólann í lok hvers dags. Lúsapóstum fækkaði, sem var jú ánægjulegt. En svo fór að bera á manneklu í kjölfar lokunnar grunnskóla vegna COVID-19. Í mars 2021 var nemendum skipt upp í hópa sem hver fékk úthlutaðan ákveðinn dag í vikunni sem hann mætti mæta. Sem betur fer var þetta ástand aðeins viðvarandi í stuttan tíma. Yngri sonurinn var þarna kominn á einkarekinn ungbarnaleikskóla í Reykjavík og fékk hann að mæta alla daga. Á móti kom þó að starfsdagar þessara tveggja leikskóla voru ekki samræmdir svo þar voru 12 dagar yfir skólaárið sem einnig þurfti að taka frí eða fá pössun fyrir annan hvorn drenginn. En nú er nýtt skólaár að hefjast og ekki hefur tekist að manna leikskólann í vetur. Líklega spilar þar saman stytting vinnuvikunnar (verkefni sem ekki fylgdi fjármagn með til að framkvæma það) og lág laun í boði. Við foreldrarnir stöndum því nú frammi fyrir því að fá aðeins 80% vistun þó samningurinn kveði á um 100% vistun. Það þýðir að vegna manneklu fá drengirnir mínir að mæta í skólann fjóra daga í viku. Sem betur fer fá þeir þó vistun sömu fjóra dagana svo við foreldrarnir þurfum bara að finna annað úrræði einn dag í viku. Munum við líklega reyna að skiptast á og fá aðstoð frá ömmum og öfum. Við búum einnig við skilning á vinnustað ef við þurfum stöku sinnum að hafa litla aðstoðarmenn með í vinnunni. En við erum heppin, við höfum stuðningsnet. Það búa ekki allir svo vel. Þetta er orðinn langur tími sem foreldrar barna hafa þurft að finna pössun með stuttum fyrirvara. Ég hef ekki tölu á hversu margir dagar eða vikur þetta eru orðnar í heildina. Eins og gefur að skilja eru foreldrar orðnir langþreyttir á að geta ekki treyst á að vistun barna þeirra sé tryggð. Ekki nóg með það að fá ekki vistun á vegum sveitarfélagsins fyrr en börnin eru tveggja til tveggja og hálfs árs, eins og í tilfelli beggja drengjanna okkar, þá ertu ekki einu sinni öruggur með vistunina þegar barnið er loksins komið inn á leikskóla. Í 28. gr. barnasáttmálans segir að aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau tryggja að réttur þessi nái fram að ganga stig af stigi og þannig að allir njóti sömu tækifæra. Eins og staðan er núna er barnið mitt ekki að njóta sömu réttinda og önnur börn til menntunar. Auðvitað skertist starfsemi flestra leikskóla í verkfalli og heimsfaraldri en heilt yfir hefur barnið mitt (og önnur í sömu stöðu) notið færri menntunarstunda en þær ættu að vera samkvæmt aðalnámskrá leikskóla. Nú sjáum við svo fram á vetur með fjögurra daga skólaviku í stað fimm ef ekki næst að fá starfsfólk til að sinna þessum mikilvægu einstaklingum, framtíð landsins. Mig langar til að minna á að þetta er lögmætt verkefni sveitarfélagsins. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla. Þau skulu hafa forustu um að tryggja börnum leikskóladvöl og bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum sveitarfélags, þróun einstakra leikskóla, húsnæði og búnaði leikskóla, sérúrræðum leikskóla, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti, öflun og miðlun upplýsinga og á framkvæmd leikskólastarfs í sveitarfélagi. Ég hef fullan skilning á erfiðum aðstæðum og starfsfólk leikskólans hefur lagt sig fram um að reyna að hafa lífið í eins eðlilegum skorðum og takmarkanir hafa leyft svo börnin upplifi ekki streitu og vanlíðan. En fyrir marga foreldra er þetta orðið of mikið og fólk fer að óttast um afkomu sína. Ég skora á Reykjavíkurborg að bregðast við hið fyrsta og tryggja öllum börnum menntun og sömu tækifæri. Virðingarfyllst, Helga Jóna Eiríksdóttir Höfundur er foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Til þeirra sem málið varðar. Ég er foreldri tveggja barna á leikskólaaldri. Yngri sonur minn er að hefja skólagöngu sína í leikskóla hjá Reykjavíkurborg núna á föstudaginn, hann er rúmlega tveggja ára. Eldri sonur minn er að hefja síðasta vetur sinn á leikskólanum. Á þessum þremur árum sem þessi eldri hefur verið á leikskólanum hefur aðeins fyrsta árið hans þar verið eðlilegt, ef svo mætti segja. Á öðru árinu hans, í janúar 2020, hófst verkfall félagsmanna í Eflingu sem stóð fram í miðjan mars. Hafði það nokkuð mikla skerðingu í för með sér, meðal annars að hvert barn fékk aðeins úthlutað 1-2 dögum í viku (fyrst hálfa og hálfa daga en svo heila daga) í leikskólanum og ekki var boðið upp á mat, s.s. morgunmat og hádegismat. Eðlilega var þetta mjög erfiður tími fyrir alla og ekki síst börnin sem upplifðu rótleysi. Ofan í verkföll fáum við heimsfaraldur yfir okkur. Hertar samkomutakmarkanir kölluðu á að tekið var fyrir allt flæði innan leikskólans. Börnin máttu áfram bara koma 2-3 daga í viku og foreldrar fengu skipulagið viku fram í tímann. Sóttkví og skipulagsdagar duttu einnig inn. Það sem bjargaði okkur í þessu ástandi var að vera í fæðingarorlofi með yngri soninn. En það þýddi auðvitað bara aukið álag heima fyrir. Ekki skánaði þetta ástand fyrr en með vorinu. Næsti vetur leið svo með sóttvarnarnatakmörkunum og skertum opnunartíma (aðeins opið til kl. 16:00) þar sem sótthreinsa þurfti leikskólann í lok hvers dags. Lúsapóstum fækkaði, sem var jú ánægjulegt. En svo fór að bera á manneklu í kjölfar lokunnar grunnskóla vegna COVID-19. Í mars 2021 var nemendum skipt upp í hópa sem hver fékk úthlutaðan ákveðinn dag í vikunni sem hann mætti mæta. Sem betur fer var þetta ástand aðeins viðvarandi í stuttan tíma. Yngri sonurinn var þarna kominn á einkarekinn ungbarnaleikskóla í Reykjavík og fékk hann að mæta alla daga. Á móti kom þó að starfsdagar þessara tveggja leikskóla voru ekki samræmdir svo þar voru 12 dagar yfir skólaárið sem einnig þurfti að taka frí eða fá pössun fyrir annan hvorn drenginn. En nú er nýtt skólaár að hefjast og ekki hefur tekist að manna leikskólann í vetur. Líklega spilar þar saman stytting vinnuvikunnar (verkefni sem ekki fylgdi fjármagn með til að framkvæma það) og lág laun í boði. Við foreldrarnir stöndum því nú frammi fyrir því að fá aðeins 80% vistun þó samningurinn kveði á um 100% vistun. Það þýðir að vegna manneklu fá drengirnir mínir að mæta í skólann fjóra daga í viku. Sem betur fer fá þeir þó vistun sömu fjóra dagana svo við foreldrarnir þurfum bara að finna annað úrræði einn dag í viku. Munum við líklega reyna að skiptast á og fá aðstoð frá ömmum og öfum. Við búum einnig við skilning á vinnustað ef við þurfum stöku sinnum að hafa litla aðstoðarmenn með í vinnunni. En við erum heppin, við höfum stuðningsnet. Það búa ekki allir svo vel. Þetta er orðinn langur tími sem foreldrar barna hafa þurft að finna pössun með stuttum fyrirvara. Ég hef ekki tölu á hversu margir dagar eða vikur þetta eru orðnar í heildina. Eins og gefur að skilja eru foreldrar orðnir langþreyttir á að geta ekki treyst á að vistun barna þeirra sé tryggð. Ekki nóg með það að fá ekki vistun á vegum sveitarfélagsins fyrr en börnin eru tveggja til tveggja og hálfs árs, eins og í tilfelli beggja drengjanna okkar, þá ertu ekki einu sinni öruggur með vistunina þegar barnið er loksins komið inn á leikskóla. Í 28. gr. barnasáttmálans segir að aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau tryggja að réttur þessi nái fram að ganga stig af stigi og þannig að allir njóti sömu tækifæra. Eins og staðan er núna er barnið mitt ekki að njóta sömu réttinda og önnur börn til menntunar. Auðvitað skertist starfsemi flestra leikskóla í verkfalli og heimsfaraldri en heilt yfir hefur barnið mitt (og önnur í sömu stöðu) notið færri menntunarstunda en þær ættu að vera samkvæmt aðalnámskrá leikskóla. Nú sjáum við svo fram á vetur með fjögurra daga skólaviku í stað fimm ef ekki næst að fá starfsfólk til að sinna þessum mikilvægu einstaklingum, framtíð landsins. Mig langar til að minna á að þetta er lögmætt verkefni sveitarfélagsins. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla. Þau skulu hafa forustu um að tryggja börnum leikskóladvöl og bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum sveitarfélags, þróun einstakra leikskóla, húsnæði og búnaði leikskóla, sérúrræðum leikskóla, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti, öflun og miðlun upplýsinga og á framkvæmd leikskólastarfs í sveitarfélagi. Ég hef fullan skilning á erfiðum aðstæðum og starfsfólk leikskólans hefur lagt sig fram um að reyna að hafa lífið í eins eðlilegum skorðum og takmarkanir hafa leyft svo börnin upplifi ekki streitu og vanlíðan. En fyrir marga foreldra er þetta orðið of mikið og fólk fer að óttast um afkomu sína. Ég skora á Reykjavíkurborg að bregðast við hið fyrsta og tryggja öllum börnum menntun og sömu tækifæri. Virðingarfyllst, Helga Jóna Eiríksdóttir Höfundur er foreldri.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun