25 milljarðar eru ekki mjólkurlaus speni Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 13. september 2021 14:00 Og það eru margir sem sjúga fast. Grein um 25 milljarða árlegan kostnað við rekstur lífefyrissjóða. Halldór Benjamín framkvæmdastjóri SA fer mikinn í grein sem hann kallar, hljóð og mynd fara saman. Þar opinberar Halldór yfirlætið og hrokan sem sjóðfélagar lífeyrissjóða mega þola og hafa mátt þola frá varðhundum kerfisins áratugum saman. Allt sé byggt á misskilningi og íslenska lífeyrisundrið sé það besta og best rekna á byggðu bóli. Allur samanburður staðfesti það. En standast fullyrðingar Halldórs skoðun? Halldór segir að fjárfestingarkostnaður (gjöld) lífeyrissjóða séu á bilinu 0,04 - 0,05% sem hlutfall af eignum, sem þýðir að þau hafi verið í kringum 2,3 til 2,8 milljarðar á síðasta ári. Ef ársreikningar lífeyrissjóðanna eru skoðaðir kemur allt önnur niðurstaða í ljós eða yfir 16 milljarðar þar sem “áætlaður” kostnaður við fjárfestingar er vel falinn í skýringum ársreikninga sjóðanna og kemur ekki fram í tölum Halldórs. Af hverju ætli það sé því varlega áætlaður kostnaður er sannanlega kostnaður? Sjóðirnir bóka þar af leiðandi einungis beinan fjárfestingarkostnað sem er aðeins brot af heildarkostnaði og taka svo skrifstofu og stjórnunarkostnað og setja fram sem hlutfall af heildareignum. Sem verður auðvitað mjög lágt. Engin tilraun er gerð til að setja aldur og stærð lífeyrissjóðakerfa innan OECD í samhengi við hlutfall af kostnaði eða hvernig þeir færa kostnað vegna fjárfestingargjalda. Hvað er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með í laun sem hlutfall af landsframleiðslu? Ætli það sé sambærilegt og Joe Biden er með sem hlutfall af landsframleiðslu Bandaríkjanna? Hver ætli skrifstofu og stjórnunarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða sé á hvern ríkisborgara samanborið við löndin innan OECD? Hver ætli raunverulegur rekstrarkostnaður lífeyrissjóða sé á hvern sjóðfélaga? Og hvað ætli séu margir lífeyrissjóðir að meðaltali fyrir hverja 360.000 íbúa í löndunum sem við berum okkur saman við? Þeir eru 21 á Íslandi! Allur alþjóðlegur samanburður er marklaus eða í besta falli villandi því kerfin eru misþroskuð, gömul og stór. Staðreyndin situr eftir að þessi ríflega 25 milljarða árlegi kostnaður er viðurkenndur af sjóðunum sjálfum og alveg ljóst að hann er varlega áætlaður og að öllum líkindum miklu miklu hærri. Eiga stjórnir lífeyrissjóðanna betra skilið eins Halldór vill meina? Hvað fóru lífeyrissjóðirnir í mörg dómsmál til að sækja bætur fyrir hönd sjóðfélaga í eftirmálum bankahrunsins? Hvað hafa lífeyrissjóðirnir eða stjórnir þeirra farið í mörg dómsmál frá hruni eða hversu mörg mál hafa verið skoðuð eða kærð vegna vafasamra viðskipta, umboðssvika, tengsla, kynferðislegrar áreitni eða gruns um sviksamlega háttsemi gagnvart hagsmunum okkar sem eigum þessa sjóði? Hversu mörg?? Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar stóru alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtækin greiddu skilanefndum föllnu bankanna himinháar skaðabætur fyrir að þegja yfir því að hafa falsað ársreikninga bankanna í aðdraganda hrunsins? Uppgjör sem komu nýlega í ljós. Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar stjórnendur Icelandair (sem var í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna) keyptu verðlausan hlut í Lindarvatni á tæpa tvo milljarða sem flokksgæðingar og aðrir dekurkálfar skiptu bróðurlega á milli sín í gegnum nokkur eignarhaldsfélög? Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar sjálftakan í kringum rekstur tölvukerfis lífeyrissjóðanna ( Init hneykslið ) komst upp? Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar ein grófustu og alvarlegustu umhverfisbrot íslandssögunnar voru framin af stjórnendum Eimskips við förgun skipa? Hvað gerðu lífeyrissjóðirnir þegar upplýsingar komu fram um mögulega misbresti við sölu Bakkavarar árið 2016 og kostuðu lífeyrissjóðina 40 til 60 milljarða við skráningu félagsins á breskan markað? Hvað hafa stjórnir lífeyrissjóðanna sópað mörgum óþægilegum málum undir teppið? Halldóri Benjamín og Viðskiptablaðið geta þakkað stjórnum lífeyrissjóðanna fyrir vel unnin störf en þær hafa reynst fjármálkerfinu og atvinnulífinu mjög mjög vel. Bæði í formi fjármagns þegar vel gengur og aðgerðarleysis þegar illa fer. Og láta sig ekki vanta þegar svara þarf frekum lýðnum, og gera það með sama hroka og yfirlæti og af þeim er ætlast. Gæti ekki verið betra fyrirkomulag. 25 milljarðar í árlegan rekstrarkostnað, sem er varlega áætlað, er ekki mjólkurlaus speni. Og það eru margir sem sjúga fast. Jú það ber vissulega að þakka stjórnum sjóðanna fyrir meðvirknina, þöggunina og aðgerðarleysið þegar kemur að siðleysi, spillingarmálum og sjálftöku í íslensku fjármála og atvinnulífi. Það kemur því ekki á óvart að varðhundar kerfisins glefsi ef einhver opnar á sér munninn og spyr gagnrýnna spurninga. En hvers eiga sjóðfélagar að gjalda? Af hverju hafa sjóðfélagar ekkert um þetta að segja og af hverju er Halldór Benjamín ekki tilbúinn að þiggja boð mitt um að báðir aðilar setji það í hendur sjóðfélaga að kjósa stjórnir sjóðanna? Flestir vita svarið við því. Í því felast engin völd. Sjóðfélagar lífeyrissjóða eiga bera skilið. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Lífeyrissjóðir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Og það eru margir sem sjúga fast. Grein um 25 milljarða árlegan kostnað við rekstur lífefyrissjóða. Halldór Benjamín framkvæmdastjóri SA fer mikinn í grein sem hann kallar, hljóð og mynd fara saman. Þar opinberar Halldór yfirlætið og hrokan sem sjóðfélagar lífeyrissjóða mega þola og hafa mátt þola frá varðhundum kerfisins áratugum saman. Allt sé byggt á misskilningi og íslenska lífeyrisundrið sé það besta og best rekna á byggðu bóli. Allur samanburður staðfesti það. En standast fullyrðingar Halldórs skoðun? Halldór segir að fjárfestingarkostnaður (gjöld) lífeyrissjóða séu á bilinu 0,04 - 0,05% sem hlutfall af eignum, sem þýðir að þau hafi verið í kringum 2,3 til 2,8 milljarðar á síðasta ári. Ef ársreikningar lífeyrissjóðanna eru skoðaðir kemur allt önnur niðurstaða í ljós eða yfir 16 milljarðar þar sem “áætlaður” kostnaður við fjárfestingar er vel falinn í skýringum ársreikninga sjóðanna og kemur ekki fram í tölum Halldórs. Af hverju ætli það sé því varlega áætlaður kostnaður er sannanlega kostnaður? Sjóðirnir bóka þar af leiðandi einungis beinan fjárfestingarkostnað sem er aðeins brot af heildarkostnaði og taka svo skrifstofu og stjórnunarkostnað og setja fram sem hlutfall af heildareignum. Sem verður auðvitað mjög lágt. Engin tilraun er gerð til að setja aldur og stærð lífeyrissjóðakerfa innan OECD í samhengi við hlutfall af kostnaði eða hvernig þeir færa kostnað vegna fjárfestingargjalda. Hvað er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með í laun sem hlutfall af landsframleiðslu? Ætli það sé sambærilegt og Joe Biden er með sem hlutfall af landsframleiðslu Bandaríkjanna? Hver ætli skrifstofu og stjórnunarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða sé á hvern ríkisborgara samanborið við löndin innan OECD? Hver ætli raunverulegur rekstrarkostnaður lífeyrissjóða sé á hvern sjóðfélaga? Og hvað ætli séu margir lífeyrissjóðir að meðaltali fyrir hverja 360.000 íbúa í löndunum sem við berum okkur saman við? Þeir eru 21 á Íslandi! Allur alþjóðlegur samanburður er marklaus eða í besta falli villandi því kerfin eru misþroskuð, gömul og stór. Staðreyndin situr eftir að þessi ríflega 25 milljarða árlegi kostnaður er viðurkenndur af sjóðunum sjálfum og alveg ljóst að hann er varlega áætlaður og að öllum líkindum miklu miklu hærri. Eiga stjórnir lífeyrissjóðanna betra skilið eins Halldór vill meina? Hvað fóru lífeyrissjóðirnir í mörg dómsmál til að sækja bætur fyrir hönd sjóðfélaga í eftirmálum bankahrunsins? Hvað hafa lífeyrissjóðirnir eða stjórnir þeirra farið í mörg dómsmál frá hruni eða hversu mörg mál hafa verið skoðuð eða kærð vegna vafasamra viðskipta, umboðssvika, tengsla, kynferðislegrar áreitni eða gruns um sviksamlega háttsemi gagnvart hagsmunum okkar sem eigum þessa sjóði? Hversu mörg?? Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar stóru alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtækin greiddu skilanefndum föllnu bankanna himinháar skaðabætur fyrir að þegja yfir því að hafa falsað ársreikninga bankanna í aðdraganda hrunsins? Uppgjör sem komu nýlega í ljós. Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar stjórnendur Icelandair (sem var í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna) keyptu verðlausan hlut í Lindarvatni á tæpa tvo milljarða sem flokksgæðingar og aðrir dekurkálfar skiptu bróðurlega á milli sín í gegnum nokkur eignarhaldsfélög? Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar sjálftakan í kringum rekstur tölvukerfis lífeyrissjóðanna ( Init hneykslið ) komst upp? Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar ein grófustu og alvarlegustu umhverfisbrot íslandssögunnar voru framin af stjórnendum Eimskips við förgun skipa? Hvað gerðu lífeyrissjóðirnir þegar upplýsingar komu fram um mögulega misbresti við sölu Bakkavarar árið 2016 og kostuðu lífeyrissjóðina 40 til 60 milljarða við skráningu félagsins á breskan markað? Hvað hafa stjórnir lífeyrissjóðanna sópað mörgum óþægilegum málum undir teppið? Halldóri Benjamín og Viðskiptablaðið geta þakkað stjórnum lífeyrissjóðanna fyrir vel unnin störf en þær hafa reynst fjármálkerfinu og atvinnulífinu mjög mjög vel. Bæði í formi fjármagns þegar vel gengur og aðgerðarleysis þegar illa fer. Og láta sig ekki vanta þegar svara þarf frekum lýðnum, og gera það með sama hroka og yfirlæti og af þeim er ætlast. Gæti ekki verið betra fyrirkomulag. 25 milljarðar í árlegan rekstrarkostnað, sem er varlega áætlað, er ekki mjólkurlaus speni. Og það eru margir sem sjúga fast. Jú það ber vissulega að þakka stjórnum sjóðanna fyrir meðvirknina, þöggunina og aðgerðarleysið þegar kemur að siðleysi, spillingarmálum og sjálftöku í íslensku fjármála og atvinnulífi. Það kemur því ekki á óvart að varðhundar kerfisins glefsi ef einhver opnar á sér munninn og spyr gagnrýnna spurninga. En hvers eiga sjóðfélagar að gjalda? Af hverju hafa sjóðfélagar ekkert um þetta að segja og af hverju er Halldór Benjamín ekki tilbúinn að þiggja boð mitt um að báðir aðilar setji það í hendur sjóðfélaga að kjósa stjórnir sjóðanna? Flestir vita svarið við því. Í því felast engin völd. Sjóðfélagar lífeyrissjóða eiga bera skilið. Höfundur er formaður VR.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun