Er núverandi peningakerfi komið á endastöð? Víkingur Hauksson skrifar 24. september 2021 09:16 Eðli skulda Síðan heimurinn fór af gullfætinum hefur hann einkennst af skuldum, en skuldir eru rót efnahagslegra sveifla því þær eru í eðli sínu sveiflukenndar. Þegar aðili tekur lán getur hann í nútíðinni eytt meiru en hann þénar. Þetta er þó gert á kostnað framtíðar kaupmátts því þegar lánið er borgað til baka þarf aðilinn að eyða minna en hann þénar. Í hagkerfi sem byggist á lánsfé á hagvöxtur sér stað þegar lánsfé er auðfengið, en samdráttur þegar það er af skornum skammti. Seðlabankar stjórna framboði lánsfés í hagkerfinu með stýrivöxtum. Þeir lækka stýrivexti til að örva skammtíma hagvöxt, því þegar vextir eru lægri er hagstæðara að taka lán, og þegar það er hagstæðara að taka lán þá hafa aðilar samfélagsins meira á milli handanna til skemmri tíma. Efnahagslegar sveiflur Þegar kaupmáttur samfélagsins eykst of mikið umfram raunverulega framleiðni fara vörur að hækka í verði (verðbólga). Þegar verðbólgan verður of mikil að mati seðlabanka þá hækka þeir stýrivexti til að draga úr lántökum og kæla þannig hagkerfið. Þetta er ástæðan fyrir þeim mörgu efnahagslegu sveiflum sem við höfum upplifað í gegnum tíðina. Samdrættirnir fá hinsvegar aldrei að spilast alveg út og leiðrétta þannig ójafnvægið sem myndaðist milli framboðs og eftirspurnar í hagkerfinu þegar útþenslan átti sér stað. Þegar samdráttur byrjar að hafa neikvæð skammtíma áhrif á samfélagið þá lækka seðlabankar stýrivexti á ný til að hrinda af stað nýjum hagvexti. Langtíma skuldasöfnun Þessar tvær staðreyndir eru lykilatriði að átta sig á: Samdrættirnir fá aldrei að spilast alveg út. Þegar seðlabankar lækka stýrivexti þá er mannlegt eðli að endurfjármagna og taka stærra lán, frekar en að borga niður það gamla. Þær eru lykilatriði vegna þess að þær eru ástæðan fyrir því að út úr hverjum samdrætti kemur hagkerfið með hærri skuldir á bakinu. Þess vegna hefur magn skulda í hlutfalli við raunverulega framleiðni farið sívaxandi og stýrivextir verið á stöðugri niðurleið í 40 ár. Pattstaða Nú er síðan heldur betur komið babb í bátinn vegna þess að eftir síðustu áratugi eru stýrivextir nú komnir í kringum núllið á heimsvísu. Þetta þýðir að seðlabankar geta ekki lengur örvað hagkerfið með því að lækka þá, því þeir komast ekki lægra. Ákvarðanir fyrrum stjórnarmanna í gegnum tíðina hafa sett núverandi aðila í stjórn í algjöra pattstöðu, því þeir hafa ekki úr neinum góðum kostum að velja. Þeir hafa í raun bara tvo kosti: Fyrri kosturinn er að leyfa uppsöfnuðum skuldum síðustu áratuga að leiðrétta sig. Þetta yrði mjög sársaukafullt þar sem allir bankar færu á hausinn og það yrði algjört hrun sem tæki 10+ ár fyrir hagkerfið að jafna sig á. Það vill enginn í stjórn að sú atburðarrás verði hans arfleifð, svo það hefur sýnt sig í gegnum söguna að aðilar kjósa frekar síðari kostinn; að halda áfram að gera það sem skapaði vandamálið til að byrja með; örva hagkerfið með enn meiri skuldsetningu. Vandamálið við síðari kostinn er þó það að eina leiðin sem þeim stendur eftir til boða er á kostnað virðis gjaldmiðilsins; peningaprentun. Á þessum tímapunkti erum við komin í "the end game" viðkomandi gjaldmiðils. „The end game” Seðlabankar búa til pening úr þunnu lofti sem þeir nota svo til að kaupa t.d. ríkisbréf, ríkisvíxla og íbúðabréf frá bönkum og stórum fjármálafyrirtækjum. Við þetta hafa bankarnir meira á milli handanna sem þeir geta svo lánað áfram út eða notað til að kaupa aðrar eignir. Þetta lækkar skuldabyrði fyrri skulda og örvar hagkerfið til styttri tíma, en heldur áfram að auka ójöfnuð heimsins; þeir sem eiga eignir hagnast á kostnað þeirra sem eiga þær ekki. Það sem meira er, er að tækniframfarir nútímans valda í eðli sínu verðhjöðnun. Tækniframfarir eru í veldisvexti svo til þess að halda sívaxandi skuldaboltanum á lofti, með því að hindra eðlislega verðhjöðnun, þurfa seðlabankar einnig að prenta peninga í veldisvexti. Þetta er augljóslega ekki sjálfbært og er ástæðan fyrir því að allir valdboðsgjaldmiðlar (“fiat currencies”) verða með tímanum verðlausir (150+ hingað til í sögunni). Bara ef það væri einhver leið út úr þessu brjálæði, leið sem hentar betur þessum tæknivædda heimi... Höfundur er sjálfstæður fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eðli skulda Síðan heimurinn fór af gullfætinum hefur hann einkennst af skuldum, en skuldir eru rót efnahagslegra sveifla því þær eru í eðli sínu sveiflukenndar. Þegar aðili tekur lán getur hann í nútíðinni eytt meiru en hann þénar. Þetta er þó gert á kostnað framtíðar kaupmátts því þegar lánið er borgað til baka þarf aðilinn að eyða minna en hann þénar. Í hagkerfi sem byggist á lánsfé á hagvöxtur sér stað þegar lánsfé er auðfengið, en samdráttur þegar það er af skornum skammti. Seðlabankar stjórna framboði lánsfés í hagkerfinu með stýrivöxtum. Þeir lækka stýrivexti til að örva skammtíma hagvöxt, því þegar vextir eru lægri er hagstæðara að taka lán, og þegar það er hagstæðara að taka lán þá hafa aðilar samfélagsins meira á milli handanna til skemmri tíma. Efnahagslegar sveiflur Þegar kaupmáttur samfélagsins eykst of mikið umfram raunverulega framleiðni fara vörur að hækka í verði (verðbólga). Þegar verðbólgan verður of mikil að mati seðlabanka þá hækka þeir stýrivexti til að draga úr lántökum og kæla þannig hagkerfið. Þetta er ástæðan fyrir þeim mörgu efnahagslegu sveiflum sem við höfum upplifað í gegnum tíðina. Samdrættirnir fá hinsvegar aldrei að spilast alveg út og leiðrétta þannig ójafnvægið sem myndaðist milli framboðs og eftirspurnar í hagkerfinu þegar útþenslan átti sér stað. Þegar samdráttur byrjar að hafa neikvæð skammtíma áhrif á samfélagið þá lækka seðlabankar stýrivexti á ný til að hrinda af stað nýjum hagvexti. Langtíma skuldasöfnun Þessar tvær staðreyndir eru lykilatriði að átta sig á: Samdrættirnir fá aldrei að spilast alveg út. Þegar seðlabankar lækka stýrivexti þá er mannlegt eðli að endurfjármagna og taka stærra lán, frekar en að borga niður það gamla. Þær eru lykilatriði vegna þess að þær eru ástæðan fyrir því að út úr hverjum samdrætti kemur hagkerfið með hærri skuldir á bakinu. Þess vegna hefur magn skulda í hlutfalli við raunverulega framleiðni farið sívaxandi og stýrivextir verið á stöðugri niðurleið í 40 ár. Pattstaða Nú er síðan heldur betur komið babb í bátinn vegna þess að eftir síðustu áratugi eru stýrivextir nú komnir í kringum núllið á heimsvísu. Þetta þýðir að seðlabankar geta ekki lengur örvað hagkerfið með því að lækka þá, því þeir komast ekki lægra. Ákvarðanir fyrrum stjórnarmanna í gegnum tíðina hafa sett núverandi aðila í stjórn í algjöra pattstöðu, því þeir hafa ekki úr neinum góðum kostum að velja. Þeir hafa í raun bara tvo kosti: Fyrri kosturinn er að leyfa uppsöfnuðum skuldum síðustu áratuga að leiðrétta sig. Þetta yrði mjög sársaukafullt þar sem allir bankar færu á hausinn og það yrði algjört hrun sem tæki 10+ ár fyrir hagkerfið að jafna sig á. Það vill enginn í stjórn að sú atburðarrás verði hans arfleifð, svo það hefur sýnt sig í gegnum söguna að aðilar kjósa frekar síðari kostinn; að halda áfram að gera það sem skapaði vandamálið til að byrja með; örva hagkerfið með enn meiri skuldsetningu. Vandamálið við síðari kostinn er þó það að eina leiðin sem þeim stendur eftir til boða er á kostnað virðis gjaldmiðilsins; peningaprentun. Á þessum tímapunkti erum við komin í "the end game" viðkomandi gjaldmiðils. „The end game” Seðlabankar búa til pening úr þunnu lofti sem þeir nota svo til að kaupa t.d. ríkisbréf, ríkisvíxla og íbúðabréf frá bönkum og stórum fjármálafyrirtækjum. Við þetta hafa bankarnir meira á milli handanna sem þeir geta svo lánað áfram út eða notað til að kaupa aðrar eignir. Þetta lækkar skuldabyrði fyrri skulda og örvar hagkerfið til styttri tíma, en heldur áfram að auka ójöfnuð heimsins; þeir sem eiga eignir hagnast á kostnað þeirra sem eiga þær ekki. Það sem meira er, er að tækniframfarir nútímans valda í eðli sínu verðhjöðnun. Tækniframfarir eru í veldisvexti svo til þess að halda sívaxandi skuldaboltanum á lofti, með því að hindra eðlislega verðhjöðnun, þurfa seðlabankar einnig að prenta peninga í veldisvexti. Þetta er augljóslega ekki sjálfbært og er ástæðan fyrir því að allir valdboðsgjaldmiðlar (“fiat currencies”) verða með tímanum verðlausir (150+ hingað til í sögunni). Bara ef það væri einhver leið út úr þessu brjálæði, leið sem hentar betur þessum tæknivædda heimi... Höfundur er sjálfstæður fjárfestir.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun