Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2021 15:07 Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, er einn þeirra olíuforstjóra sem koma fyrir bandaríska þingnefnd í dag. AP/RIchard Drew Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál. Auk fulltrúa fjögurra olíurisanna Exxon Mobil, Chevron, BP America og Shell svara yfirmenn helstu hagsmunasamtaka þeirra og viðskiptaráðs Bandaríkjanna spurningum þingmanna í eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Demókratar, sem eru með meirihluta í nefndinni, hafa undanfarið rannsakað hvernig olíuiðnaðurinn lagði stein í götu loftslagsaðgerða í fleiri áratugi. Vitnaleiðslunum í dag hefur verið líkt við það þegar forstjórar tóbaksframleiðenda voru teknir á teppið í Bandaríkjaþingi á 10. áratugnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir héldu því þá fram að þeir tryðu því ekki að nikótín væri ávanabindandi. Carolyn Maloney, formaður nefndarinnar og fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá New York, segir að jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hafi haft vitneskju um ógn loftslagsbreytinga frá því í síðasta lagi árið 1977. „Þrátt fyrir það dreifði iðnaðurinn afneitun og efasemdum um skaðsemi vöru sinnar, gróf undan vísindunum og kom í veg fyrir raunverulegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum á sama tíma og hnattræna loftslagsváin varð sífellt alvarlegri,“ sagði Maloney og Ro Khanna, félagi hennar í nefndinni. Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, sagði í skriflegri yfirlýsingu til nefndarinnar að fyrirtæki hans hefði ekki dreift upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar. Yfirlýsingar þess hefðu alltaf verið sannleikanum samkvæmar, byggst á staðreyndum og verið í samræmi við viðtekin loftslagsvísindi. Nota huldahópa til að grafa undan aðgerðum Olíufyrirtæki hafa um árabil dælt fé í svonefnd gervigrasrótarsamtök sem þau hafa notað til þess að kasta rýrð á loftslagsvísindi og loftslagsvísindamenn. Skammt er frá því að einn helsti málafylgjumaður Exxon Mobil náðist á leynilegri upptöku lýsa því hvernig fyrirtækið hefði barist gegn loftslagsvísindum með hulduhópum. Það hefði einnig beint spjótum sínum að ákveðnum öldungadeildarþingmönnum til þess að grafa undan loftslagsstefnu Joes Biden Bandaríkjaforseta. Upp á síðkastið hafa olíufyrirtækin verið sökuð um svonefndan grænþvott, að hreykja sér af meðvitund um umhverfismál og framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum í auglýsingum á sama tíma og þau halda áfram að mala gull á jarðefnaeldsneyti sem ógnar lífríki jarðar og samfélagi manna. Maloney og Khanna segja að fimm stærstu olíufyrirtækin á hlutabréfamarkaði hafi samanlagt varið að minnsta kosti milljarði dollara, vel á annað hundrað milljarða íslenskra króna, í að koma fölskum upplýsingum um loftslagsmál á framfæri á árunum 2015 til 2018. Hægt er að fylgjast með fundi þingnefndarinnar í spilaranum hér fyrir neðan: Bandaríkin Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Auk fulltrúa fjögurra olíurisanna Exxon Mobil, Chevron, BP America og Shell svara yfirmenn helstu hagsmunasamtaka þeirra og viðskiptaráðs Bandaríkjanna spurningum þingmanna í eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Demókratar, sem eru með meirihluta í nefndinni, hafa undanfarið rannsakað hvernig olíuiðnaðurinn lagði stein í götu loftslagsaðgerða í fleiri áratugi. Vitnaleiðslunum í dag hefur verið líkt við það þegar forstjórar tóbaksframleiðenda voru teknir á teppið í Bandaríkjaþingi á 10. áratugnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir héldu því þá fram að þeir tryðu því ekki að nikótín væri ávanabindandi. Carolyn Maloney, formaður nefndarinnar og fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá New York, segir að jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hafi haft vitneskju um ógn loftslagsbreytinga frá því í síðasta lagi árið 1977. „Þrátt fyrir það dreifði iðnaðurinn afneitun og efasemdum um skaðsemi vöru sinnar, gróf undan vísindunum og kom í veg fyrir raunverulegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum á sama tíma og hnattræna loftslagsváin varð sífellt alvarlegri,“ sagði Maloney og Ro Khanna, félagi hennar í nefndinni. Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, sagði í skriflegri yfirlýsingu til nefndarinnar að fyrirtæki hans hefði ekki dreift upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar. Yfirlýsingar þess hefðu alltaf verið sannleikanum samkvæmar, byggst á staðreyndum og verið í samræmi við viðtekin loftslagsvísindi. Nota huldahópa til að grafa undan aðgerðum Olíufyrirtæki hafa um árabil dælt fé í svonefnd gervigrasrótarsamtök sem þau hafa notað til þess að kasta rýrð á loftslagsvísindi og loftslagsvísindamenn. Skammt er frá því að einn helsti málafylgjumaður Exxon Mobil náðist á leynilegri upptöku lýsa því hvernig fyrirtækið hefði barist gegn loftslagsvísindum með hulduhópum. Það hefði einnig beint spjótum sínum að ákveðnum öldungadeildarþingmönnum til þess að grafa undan loftslagsstefnu Joes Biden Bandaríkjaforseta. Upp á síðkastið hafa olíufyrirtækin verið sökuð um svonefndan grænþvott, að hreykja sér af meðvitund um umhverfismál og framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum í auglýsingum á sama tíma og þau halda áfram að mala gull á jarðefnaeldsneyti sem ógnar lífríki jarðar og samfélagi manna. Maloney og Khanna segja að fimm stærstu olíufyrirtækin á hlutabréfamarkaði hafi samanlagt varið að minnsta kosti milljarði dollara, vel á annað hundrað milljarða íslenskra króna, í að koma fölskum upplýsingum um loftslagsmál á framfæri á árunum 2015 til 2018. Hægt er að fylgjast með fundi þingnefndarinnar í spilaranum hér fyrir neðan:
Bandaríkin Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira