Dagur sólar, sómi lands. Þröstur Friðfinnsson skrifar 18. nóvember 2021 07:31 Í frétt á visir.is gengur borgarstjóri fram með þeim hætti að ekki verður undir setið þegjandi. Þar rekur hver rangfærslan aðra, raunar ekki síður hjá fulltrúa SA. Má kalla þessa frétt árás á byggð út um landið, svo stórar yfirlýsingar sem þar koma fram. Því er haldið fram að smæð og fjöldi sveitarfélaga hafi veikt þjónustu og stjórnsýslu gagnvart íbúum í dreifðum byggðum landsins, það sé síðan ástæða fyrir flutningi fólks til höfuðborgarsvæðisins. Einnig að færri og sterkari sveitarfélög séu forsenda öflugrar þjónustu fyrir heimafólk og forsenda stefnu um sterkari byggðir. Í hinu orðinu er sagt að rekstur minni sveitarfélaga byggist á niðurgreiðslu skattgreiðenda, framlögum jöfnunarsjóðs sem séu að verða þjóðfélaginu of kostnaðaðarsöm, því þurfi að hagræða mikið í rekstri sveitarfélaga. Rekstur minni sveitarfélaga snýst, eins og hinna stærri, um þjónustu við íbúana. Framlög jöfnunarsjóðs eru ætluð til að tryggja sem jafnast aðgengi íbúa að þjónustu um land allt. Mikil stækkun sveitarfélaga í hagræðingarskyni myndi leiða beint til mikillar skerðingar þjónustu við íbúa hinna dreifðari byggða, öfugt við það sem borgarstjóri heldur fram. Þær sameiningar sem borgarstjóri kallar eftir, myndu leiða af sér lokanir skóla, leikskóla og almennt lakari þjónustu. Skerðing þjónustu í hinum dreifðu byggðum er í raun grunnforsenda þess að ná megi einhverri umtalsverðri hagræðingu við sameiningar sveitarfélaga. Það leiðir hins vegar beint til minnkandi atvinnu og lakari búsetuskilyrða. Sem leiðir síðan aftur til veikingar hins sameinaða sveitarfélags þegar fram í sækir og þá enn frekari flótta á höfuðborgarsvæðið. Þetta er ástæðan fyrir því að íbúar kjósa oft gegn sameiningu við stærri nágranna, vissan um að ekki muni takast að halda viðunandi þjónustustigi eftir sameiningu. Almennt fá íbúar minni sveitarfélaga nefnilega ágæta þjónustu ekki síður en hinna stærri. Það kynni t.d. að vera ýmsum fróðlegt að bera saman leikskólaþjónustu milli minni og stærri sveitarfélaga. Að ætla að spara mikla fjármuni í rekstri með sameiningum yfir stór landsvæði og á sama tíma bæta og auka þjónustu við íbúa í hinum dreifðari byggðum er einfaldlega ekki hægt. Það sjá allir sem þekkja eitthvað til reksturs sveitarfélaga. Meðfram er því lætt inn að stjórnsýsla minni sveitarfélaga sé veik og þurfi að styrkjast. Auðvitað er hún minni og einfaldari í sniðum en hinna stærri. Á móti kemur að hún er ódýr og yfirsýn yfir rekstur er öll önnur og betri. Enda rekstur minni sveitarfélaga almennt ráðdeildarsamari og fjárhagsstaða raunar hlutfallslega betri en hinna stærri, öfugt við það sem haldið er fram í fréttinni. Ef íbúar myndu telja þjónustu og stjórnsýslu óviðunandi og að hún myndi aukast og batna við sameiningu, þá myndu þeir örugglega krefjast sameiningar. Í fréttinni er því einnig haldið fram að Samband íslenskra sveitarfélaga viðhaldi kerfi smárra sveitarfélaga með gjaldfrjálsri sérfræðiþjónustu. Sú skoðun að sambandið hverfist um þjónustu og þjónkun við minni sveitarfélög trúi ég nú að komi ýmsum þar á bæ nokkuð spánskt fyrir sjónir. Sambandið er fjármagnað að stærstum hluta af skattekjum í gegnum Jöfnunarsjóð og sveitarfélög njóta þjónustu þess óháð stærð. Í sveitarstjórnarlögum er ákvæði um t.d. byggðasamlög sem kveður á um að sveitarfélög beri ábyrgð í hlutfalli við fjölda íbúa. Það er þannig nokkuð almenn grunnregla að deila kostnaði í takt við íbúafjölda og íbúar smærri sveitarfélaga greiða sannarlega til sambandsins ekki síður en aðrir, bæði beint og óbeint. Þrátt fyrir þessa grunnreglu um kostnað í hlutfalli við íbúa, er það svo að í sumum tilvikum er kostnaðarskipting að hluta eftir öðrum leiðum. Jafnvel jafnt skipt, óháð stærð. Nefna má verkefni sem sambandið vinnur nú að um stafræna þróun sveitarfélaga. Þar leggja sveitarfélög bein framlög til verkefnisins, en raunar ærðið misjöfn ef miðað er við íbúafjölda. Skv. áætlun næsta árs mun hver íbúi í Kópavogi leggja kr. 606 til þessa verkefnis en hver íbúi Grýtubakkahrepps kr. 1.139, eða nánast tvöfalt. Raunar greiða íbúar enn smærri sveitarfélaga mikið meira en það. Er heiðarlegt að kalla þetta gjaldfrjálsa sérfræðiþjónustu við minni sveitarfélög? Ísland er stórt og strjálbýlt land sem aldrei verður sérlega hagkvæmt í rekstri í samhengi við umheiminn. Það býður hins vegar upp á marga góða kosti til búsetu og lífsgæði sem eftirsóknarverð teljast. Fjölbreytni er verðmæt, fjölbreytni í búsetukostum, atvinnu og menntun. En allt kostar þetta nokkuð og auðveldlega má reikna út að hagkvæmt væri að flytja þessar fáu hræður sem landið byggja til einnar borgar erlendis. Raunar mætti koma okkur fyrir í einu minniháttar úthverfi. Hér mætti þá nýta auðlindir til lands og sjávar með jafnvel enn arðsamari hætti en við gerum í dag og selja rafmagn um sæstreng í stað þess að nota til innlendrar framleiðslu. Mér hugnast ekki sérlega vel slík framtíðarsýn. Stærðarhroki fer íslendingum því ekki vel, Reykjavík er engin stórborg en hún er borgin okkar. Okkur sem byggjum þetta fallega land er mikil nauðsyn á samstöðu og skilningi okkar í milli, þannig farnast okkur best sem þjóð. Ríkið hefur síðustu öldina eða svo, byggt upp sínar stofnanir og þjónustu með grunnaðsetur í Reykjavík. Meira að segja Rarik sem hefur engan rekstur á höfuðborgarsvæðinu, er með stórar höfuðstöðvar þar. Seinni árin hefur heilbrigðisþjonusta einnig færst meira og meira til Reykjavíkur, um skynsemi þess og árangur má þó deila. Öll þessi uppbygging sogar til sín fólk og skapar tækifæri fyrir allra handa þjónustu og rekstur í borginni. Íbúaþróun hefur þannig verið stýrt af stjórnvöldum í verki, þrátt fyrir byggðastefnu í orði. Þessa sérstöðu ætti borgin að þakka fyrir og kunna að meta og virða. Það er svo efni í aðra umræðu að tala um auðlindir, verðmætasköpun og hvar raunveruleg uppspretta velmegunar þjóðarinnar er. Reykjavík er höfuðborg landsins og hefur hlutverk og skyldur sem slík. Íbúar út um landið eru stoltir af sinni höfuðborg og vilja að henni vegni vel. Að hún sé kraftmikil og glæsileg borg sem sé landinu til sóma. Einnig vilja þeir geta verið stoltir af öflugum og víðsýnum borgarstjóra sem ber sinn borgarstjóratitil með sóma. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Sveitarstjórnarmál Grýtubakkahreppur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í frétt á visir.is gengur borgarstjóri fram með þeim hætti að ekki verður undir setið þegjandi. Þar rekur hver rangfærslan aðra, raunar ekki síður hjá fulltrúa SA. Má kalla þessa frétt árás á byggð út um landið, svo stórar yfirlýsingar sem þar koma fram. Því er haldið fram að smæð og fjöldi sveitarfélaga hafi veikt þjónustu og stjórnsýslu gagnvart íbúum í dreifðum byggðum landsins, það sé síðan ástæða fyrir flutningi fólks til höfuðborgarsvæðisins. Einnig að færri og sterkari sveitarfélög séu forsenda öflugrar þjónustu fyrir heimafólk og forsenda stefnu um sterkari byggðir. Í hinu orðinu er sagt að rekstur minni sveitarfélaga byggist á niðurgreiðslu skattgreiðenda, framlögum jöfnunarsjóðs sem séu að verða þjóðfélaginu of kostnaðaðarsöm, því þurfi að hagræða mikið í rekstri sveitarfélaga. Rekstur minni sveitarfélaga snýst, eins og hinna stærri, um þjónustu við íbúana. Framlög jöfnunarsjóðs eru ætluð til að tryggja sem jafnast aðgengi íbúa að þjónustu um land allt. Mikil stækkun sveitarfélaga í hagræðingarskyni myndi leiða beint til mikillar skerðingar þjónustu við íbúa hinna dreifðari byggða, öfugt við það sem borgarstjóri heldur fram. Þær sameiningar sem borgarstjóri kallar eftir, myndu leiða af sér lokanir skóla, leikskóla og almennt lakari þjónustu. Skerðing þjónustu í hinum dreifðu byggðum er í raun grunnforsenda þess að ná megi einhverri umtalsverðri hagræðingu við sameiningar sveitarfélaga. Það leiðir hins vegar beint til minnkandi atvinnu og lakari búsetuskilyrða. Sem leiðir síðan aftur til veikingar hins sameinaða sveitarfélags þegar fram í sækir og þá enn frekari flótta á höfuðborgarsvæðið. Þetta er ástæðan fyrir því að íbúar kjósa oft gegn sameiningu við stærri nágranna, vissan um að ekki muni takast að halda viðunandi þjónustustigi eftir sameiningu. Almennt fá íbúar minni sveitarfélaga nefnilega ágæta þjónustu ekki síður en hinna stærri. Það kynni t.d. að vera ýmsum fróðlegt að bera saman leikskólaþjónustu milli minni og stærri sveitarfélaga. Að ætla að spara mikla fjármuni í rekstri með sameiningum yfir stór landsvæði og á sama tíma bæta og auka þjónustu við íbúa í hinum dreifðari byggðum er einfaldlega ekki hægt. Það sjá allir sem þekkja eitthvað til reksturs sveitarfélaga. Meðfram er því lætt inn að stjórnsýsla minni sveitarfélaga sé veik og þurfi að styrkjast. Auðvitað er hún minni og einfaldari í sniðum en hinna stærri. Á móti kemur að hún er ódýr og yfirsýn yfir rekstur er öll önnur og betri. Enda rekstur minni sveitarfélaga almennt ráðdeildarsamari og fjárhagsstaða raunar hlutfallslega betri en hinna stærri, öfugt við það sem haldið er fram í fréttinni. Ef íbúar myndu telja þjónustu og stjórnsýslu óviðunandi og að hún myndi aukast og batna við sameiningu, þá myndu þeir örugglega krefjast sameiningar. Í fréttinni er því einnig haldið fram að Samband íslenskra sveitarfélaga viðhaldi kerfi smárra sveitarfélaga með gjaldfrjálsri sérfræðiþjónustu. Sú skoðun að sambandið hverfist um þjónustu og þjónkun við minni sveitarfélög trúi ég nú að komi ýmsum þar á bæ nokkuð spánskt fyrir sjónir. Sambandið er fjármagnað að stærstum hluta af skattekjum í gegnum Jöfnunarsjóð og sveitarfélög njóta þjónustu þess óháð stærð. Í sveitarstjórnarlögum er ákvæði um t.d. byggðasamlög sem kveður á um að sveitarfélög beri ábyrgð í hlutfalli við fjölda íbúa. Það er þannig nokkuð almenn grunnregla að deila kostnaði í takt við íbúafjölda og íbúar smærri sveitarfélaga greiða sannarlega til sambandsins ekki síður en aðrir, bæði beint og óbeint. Þrátt fyrir þessa grunnreglu um kostnað í hlutfalli við íbúa, er það svo að í sumum tilvikum er kostnaðarskipting að hluta eftir öðrum leiðum. Jafnvel jafnt skipt, óháð stærð. Nefna má verkefni sem sambandið vinnur nú að um stafræna þróun sveitarfélaga. Þar leggja sveitarfélög bein framlög til verkefnisins, en raunar ærðið misjöfn ef miðað er við íbúafjölda. Skv. áætlun næsta árs mun hver íbúi í Kópavogi leggja kr. 606 til þessa verkefnis en hver íbúi Grýtubakkahrepps kr. 1.139, eða nánast tvöfalt. Raunar greiða íbúar enn smærri sveitarfélaga mikið meira en það. Er heiðarlegt að kalla þetta gjaldfrjálsa sérfræðiþjónustu við minni sveitarfélög? Ísland er stórt og strjálbýlt land sem aldrei verður sérlega hagkvæmt í rekstri í samhengi við umheiminn. Það býður hins vegar upp á marga góða kosti til búsetu og lífsgæði sem eftirsóknarverð teljast. Fjölbreytni er verðmæt, fjölbreytni í búsetukostum, atvinnu og menntun. En allt kostar þetta nokkuð og auðveldlega má reikna út að hagkvæmt væri að flytja þessar fáu hræður sem landið byggja til einnar borgar erlendis. Raunar mætti koma okkur fyrir í einu minniháttar úthverfi. Hér mætti þá nýta auðlindir til lands og sjávar með jafnvel enn arðsamari hætti en við gerum í dag og selja rafmagn um sæstreng í stað þess að nota til innlendrar framleiðslu. Mér hugnast ekki sérlega vel slík framtíðarsýn. Stærðarhroki fer íslendingum því ekki vel, Reykjavík er engin stórborg en hún er borgin okkar. Okkur sem byggjum þetta fallega land er mikil nauðsyn á samstöðu og skilningi okkar í milli, þannig farnast okkur best sem þjóð. Ríkið hefur síðustu öldina eða svo, byggt upp sínar stofnanir og þjónustu með grunnaðsetur í Reykjavík. Meira að segja Rarik sem hefur engan rekstur á höfuðborgarsvæðinu, er með stórar höfuðstöðvar þar. Seinni árin hefur heilbrigðisþjonusta einnig færst meira og meira til Reykjavíkur, um skynsemi þess og árangur má þó deila. Öll þessi uppbygging sogar til sín fólk og skapar tækifæri fyrir allra handa þjónustu og rekstur í borginni. Íbúaþróun hefur þannig verið stýrt af stjórnvöldum í verki, þrátt fyrir byggðastefnu í orði. Þessa sérstöðu ætti borgin að þakka fyrir og kunna að meta og virða. Það er svo efni í aðra umræðu að tala um auðlindir, verðmætasköpun og hvar raunveruleg uppspretta velmegunar þjóðarinnar er. Reykjavík er höfuðborg landsins og hefur hlutverk og skyldur sem slík. Íbúar út um landið eru stoltir af sinni höfuðborg og vilja að henni vegni vel. Að hún sé kraftmikil og glæsileg borg sem sé landinu til sóma. Einnig vilja þeir geta verið stoltir af öflugum og víðsýnum borgarstjóra sem ber sinn borgarstjóratitil með sóma. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar