„Skynsegin“ jól Mamiko D. Ragnarsdóttir skrifar 2. desember 2021 07:29 Þegar ég var yngri var alltaf haldið jólaboð heima hjá ömmu og afa. Allir afkomendur þeirra og makar mættu í boðið sem var töluverður fjöldi. Þá skapaðist mikill kliður. Fólk að spjalla hér og þar í flestum rýmum heimilisins og stundum óvænt hlátrasköll. Það var kannski kveikt á sjónvarpinu eða útvarpinu. Ég heyrði hávaða úr eldhúsinu, en borðbúnaðurinn var vaskaður upp jafnóðum og búið var að nota hann. Hljóðáreitin fóru í einn hrærigraut. Ég átti erfitt með að taka þátt því ég skildi ekki hvað fólk var að segja. Mér leið illa. Ég kláraði að borða og fór með diskinn minn inn í eldhús. Hvað nú? Ég kíkti inn í hvert einasta herbergi til að athuga stöðuna, en það voru bara of mikil læti. Hávaðinn heyrðist úr öllum herbergjum heimilisins. Ég flúði fram á stigagang. Á stiganginum heyrðist aðeins daufur kliður frá veislunni. Þar bjó vinkona mín Móna Lísa. Hún var köttur. Þegar ég settist í tröppurnar kom hún, lagðist í fangið á mér og byrjaði að purra. Þá leið mér vel. Ég gat verið svona í kannski heila klukkustund án þess að finna tímann líða á meðan mesti kliðurinn var. Eftir dágóðan tíma fann amma mig á stigaganginum og sagði: „Ertu þarna elskan mín að tala við köttinn?“ Ég hafði ekki verið neitt að tala við Mónu Lísu, en lét eins og ég skildi hvað hún meinti. Amma var sátt við mig og reyndi ekki að draga mig inn til að taka þátt í gleðskapnum. Þarna vissi ég ekki að ég væri „skynsegin“ (e. neurodivergent) en samt mætti ég þessum fallega skilningi ömmu minnar. Reynum að vera eins og elsku amma mín heitin. Ef einhver vill fara afsíðis og tekur ekki þátt í veislu þá á það ekki að vera neitt tiltökumál. Fögnum fjölbreytileika mannrófsins án þess að reyna að steypa alla í sama mótið. Má vera „hinsegin“? En hvað með „skynsegin“? Höfundur er skynsegin einhverf tónlistarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var yngri var alltaf haldið jólaboð heima hjá ömmu og afa. Allir afkomendur þeirra og makar mættu í boðið sem var töluverður fjöldi. Þá skapaðist mikill kliður. Fólk að spjalla hér og þar í flestum rýmum heimilisins og stundum óvænt hlátrasköll. Það var kannski kveikt á sjónvarpinu eða útvarpinu. Ég heyrði hávaða úr eldhúsinu, en borðbúnaðurinn var vaskaður upp jafnóðum og búið var að nota hann. Hljóðáreitin fóru í einn hrærigraut. Ég átti erfitt með að taka þátt því ég skildi ekki hvað fólk var að segja. Mér leið illa. Ég kláraði að borða og fór með diskinn minn inn í eldhús. Hvað nú? Ég kíkti inn í hvert einasta herbergi til að athuga stöðuna, en það voru bara of mikil læti. Hávaðinn heyrðist úr öllum herbergjum heimilisins. Ég flúði fram á stigagang. Á stiganginum heyrðist aðeins daufur kliður frá veislunni. Þar bjó vinkona mín Móna Lísa. Hún var köttur. Þegar ég settist í tröppurnar kom hún, lagðist í fangið á mér og byrjaði að purra. Þá leið mér vel. Ég gat verið svona í kannski heila klukkustund án þess að finna tímann líða á meðan mesti kliðurinn var. Eftir dágóðan tíma fann amma mig á stigaganginum og sagði: „Ertu þarna elskan mín að tala við köttinn?“ Ég hafði ekki verið neitt að tala við Mónu Lísu, en lét eins og ég skildi hvað hún meinti. Amma var sátt við mig og reyndi ekki að draga mig inn til að taka þátt í gleðskapnum. Þarna vissi ég ekki að ég væri „skynsegin“ (e. neurodivergent) en samt mætti ég þessum fallega skilningi ömmu minnar. Reynum að vera eins og elsku amma mín heitin. Ef einhver vill fara afsíðis og tekur ekki þátt í veislu þá á það ekki að vera neitt tiltökumál. Fögnum fjölbreytileika mannrófsins án þess að reyna að steypa alla í sama mótið. Má vera „hinsegin“? En hvað með „skynsegin“? Höfundur er skynsegin einhverf tónlistarkona.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun