Listin að hlusta Lára Guðrún Agnarsdóttir skrifar 8. desember 2021 08:01 Ég hef frá því að ég man eftir mér alltaf haft mikinn áhuga á fólki og mannlegum samskiptum. Sem krakki var ég alltaf í sveit og var staðráðin í því að verða dýralæknir. Mér fannst beljurnar í fjósinu sérstaklega notalegrar og átti ég oft í miklum samræðum við þær sérstaklega ef mér leið illa og var með heimþrá. Seinna þá lærði ég hársnirtiiðn og komst að því að sem hársnytir þá þarftu að vera hálfgerður sálfræðingur í því hvort að viðskiptavinurinn vildi spjalla eða ekki og þú þarft einnig að vera góður hlustandi og hlusta bæði eftir því hvað viðskiptavinurinn vill og oft þarf hann að létta á hjarta sínu og þá er gott að geta hlustað. Áður en ég gerðist kennari var ég tvö ár stuðningsfulltrúi vestur í Stykkishólmi sem var bæði skemmtilegt og frábær reynsla fyrir mig seinna meir þegar ég hef haft börn á einhverfurófinu í bekknum mínum. Samhliða því starfi vann ég á dvalarheimilinu og tvö sumur að auki. Mér fannst sérstaklega gaman að vinna með gamla fólkinu og sérstaklega þegar það sagði frá því hvernig lífið hafði verið áður fyrr. Frá því að ég byrjaði að kenna fyrir 21 ári síðan hafa miklar breytingar átt sér stað. Starf kennarans hefur breyst mjög mikið og er starfið í dag ekki eingöngu bundið við að fræða. Nú er starfið orðið töluvert flóknara og erum við að sinna mörgum nemendum með margvíslegan vanda alla daga í skóla fyrir alla. En er ekki til of mikils mælst að ætlast til að kennari sinni stórum hóp nemenda með mismunandi þarfir? Það sem okkur vantar í skólunum eru bjargir og fleira fagmenntað fólk á gólfið sem hefur annars konar menntun heldur en kennarinn og er ég þá að tala um fleiri sérkennara, þroskaþjálfa, sálfræðinga og talmeinafræðinga. Þetta er eitthvað sem við þurfum að huga betur að og reyna að ná því marki. Ég held að þetta sé hluti að þeim vanda sem kennarar eru að glíma við og getur leitt til kulnunar í starfi. Við þurfum líka að huga betur að erlendu nemendum okkar og hjálpa þeim betur að ná tökum á íslenskri tungu. Það er ekki í lagi að setja þessi börn beint inn í bekk þar sem þau þurfa að sitja jafnvel án þess að skilja neitt og kennarinn geti ekki sinnt þeim sem skildi. Þau þurfa svo miklu meiri þjónustu. Ég hef áhyggjur af íslensku börnunum okkar sem kjósa frekar að tala ensku en íslensku og eru svo í vandræðum með sitt eigið tungumál. Sem varaformaður Kennarasambands Íslands myndi ég vilja beita mér fyrir því að bæta vinnuumhverfi kennara og gera þannig starfið eftirsóknarverðara. Starfið þarf að vera sýnilegra og við þurfum að hafa rödd okkar alls staðar þar sem er verið að móta stefnur og strauma um allt sem kemur að menntamálum. Við þurfum að efla samvinnu og samstarf við Menntamálastofnun þannig hún og kennarastéttin vinni saman í takt við Aðalnámskrá. Ef ég fæ brautargengi sem varaformaður þá ætla ég að hlusta, læra og vinna að þeim málefnum sem mér eru hugleikinn og í góðri samvinnu með nýjum formanni. Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég hef frá því að ég man eftir mér alltaf haft mikinn áhuga á fólki og mannlegum samskiptum. Sem krakki var ég alltaf í sveit og var staðráðin í því að verða dýralæknir. Mér fannst beljurnar í fjósinu sérstaklega notalegrar og átti ég oft í miklum samræðum við þær sérstaklega ef mér leið illa og var með heimþrá. Seinna þá lærði ég hársnirtiiðn og komst að því að sem hársnytir þá þarftu að vera hálfgerður sálfræðingur í því hvort að viðskiptavinurinn vildi spjalla eða ekki og þú þarft einnig að vera góður hlustandi og hlusta bæði eftir því hvað viðskiptavinurinn vill og oft þarf hann að létta á hjarta sínu og þá er gott að geta hlustað. Áður en ég gerðist kennari var ég tvö ár stuðningsfulltrúi vestur í Stykkishólmi sem var bæði skemmtilegt og frábær reynsla fyrir mig seinna meir þegar ég hef haft börn á einhverfurófinu í bekknum mínum. Samhliða því starfi vann ég á dvalarheimilinu og tvö sumur að auki. Mér fannst sérstaklega gaman að vinna með gamla fólkinu og sérstaklega þegar það sagði frá því hvernig lífið hafði verið áður fyrr. Frá því að ég byrjaði að kenna fyrir 21 ári síðan hafa miklar breytingar átt sér stað. Starf kennarans hefur breyst mjög mikið og er starfið í dag ekki eingöngu bundið við að fræða. Nú er starfið orðið töluvert flóknara og erum við að sinna mörgum nemendum með margvíslegan vanda alla daga í skóla fyrir alla. En er ekki til of mikils mælst að ætlast til að kennari sinni stórum hóp nemenda með mismunandi þarfir? Það sem okkur vantar í skólunum eru bjargir og fleira fagmenntað fólk á gólfið sem hefur annars konar menntun heldur en kennarinn og er ég þá að tala um fleiri sérkennara, þroskaþjálfa, sálfræðinga og talmeinafræðinga. Þetta er eitthvað sem við þurfum að huga betur að og reyna að ná því marki. Ég held að þetta sé hluti að þeim vanda sem kennarar eru að glíma við og getur leitt til kulnunar í starfi. Við þurfum líka að huga betur að erlendu nemendum okkar og hjálpa þeim betur að ná tökum á íslenskri tungu. Það er ekki í lagi að setja þessi börn beint inn í bekk þar sem þau þurfa að sitja jafnvel án þess að skilja neitt og kennarinn geti ekki sinnt þeim sem skildi. Þau þurfa svo miklu meiri þjónustu. Ég hef áhyggjur af íslensku börnunum okkar sem kjósa frekar að tala ensku en íslensku og eru svo í vandræðum með sitt eigið tungumál. Sem varaformaður Kennarasambands Íslands myndi ég vilja beita mér fyrir því að bæta vinnuumhverfi kennara og gera þannig starfið eftirsóknarverðara. Starfið þarf að vera sýnilegra og við þurfum að hafa rödd okkar alls staðar þar sem er verið að móta stefnur og strauma um allt sem kemur að menntamálum. Við þurfum að efla samvinnu og samstarf við Menntamálastofnun þannig hún og kennarastéttin vinni saman í takt við Aðalnámskrá. Ef ég fæ brautargengi sem varaformaður þá ætla ég að hlusta, læra og vinna að þeim málefnum sem mér eru hugleikinn og í góðri samvinnu með nýjum formanni. Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun