Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. desember 2021 11:31 Afganir skoða skemmdirnar eftir drónaárás Bandaríkjamanna í águst síðastliðnum sem varð tíu almennum borgurum að bana. AP/Khwaja Tawfiq Sediqi Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. Þetta eru nokkrar af niðurstöðum rannsóknarvinnu blaðamanna New York Times, sem fóru yfir þúsundir leynilegra gagna frá Pentagon og heimsóttu fleiri en hundrað skotmörk drónaárása. Miðillinn segir nýleg klúður langt í frá undantekningar frá vel skipulögðum aðgerðum. NY Times greindi frá því í september síðastliðnum að þegar bandarískir embættismenn sögðust hafa eyðilagt farartæki hlaðið sprengjum, þá var raunveiruleikinn sá að tíu manna fjölskylda hefði farist í árásinni. Og í nóvember var greint frá því að tugir hefðu látist í árásum í Sýrlandi, sem herinn hafði reynt að hylma yfir. Bandarísk hermálayfirvöld segja 1.417 almenna borgara hafa látið lífið í loftárásum gegn Ríki íslams í Írak og Sýrlandi og 188 hafa fallið frá 2018 í árásum í Afganistan. Rannsókn NY Times bendir hins vegar til þess að fjöldi látinna sé mun hærri og að hann hafi ítrekað verið vanmetinn. Eitt alvarlegasta dæmið varðar árás á Tokhar í Sýrlandi árið 2016. Þá sagðist herinn hafa ráðist á þrjár bækistöðvar Ríkis íslams og að fjöldi liðsmanna samtakanna hefði fallið. Rannsókn á vegnum hersins komst að þeirri niðurstöðu að sjö tli 24 almennir borgara sem voru meðal liðsmanna hryðjuverkasamtakanna hefðu fallið en rannsókn NY Times leiddi í ljós að í húsunum sem sprengd voru í loft upp hafði fjöldi fjölskyldna leitað skjóls. Raunverulegur fjöldi látinna almennra borgara væri nær 120. Ahmad Qassim heimsækir son sinn á sjúkrahús. Sex fjölskyldumeðlimir særðust í drónaárás Bandaríkjamanna fyrr í desember.AP/Ghaith Alsayed Rannsókn miðilsins leiddi einnig í ljós að herinn hefði í aðeins eitt skipti af 1.311 komist að þeirri niðurstöðu að mögulega hefðu reglur verið brotnar og þá voru bætur greiddar í um aðeins um tíu tilvika. Í flest skipti voru sömu menn og höfðu fyrirskipað árás ábyrgir fyrir rannsókn umræddrar árásar og aðeins einu sinni var vettvangur árásarinnar heimsóttur. Þá var aðeins í tvö skipti rætt við eftirlifendur eða vitni. Skyndiákvarðanir millistjórnenda Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, sagði árið 2014 að hernaði Bandaríkjamanna í Afganistan á jörðu niðri væri að mestu lokið og hóf á sama tíma röð loftárása með drónum. Á valdatíma hans og Donalds Trump framkvæmdu Bandaríkjamenn fleiri en 50 þúsund loftárásir í Írak, Sýrlandi og Afganistan. Samkvæmt NY Times varð þróunin sú að ákvarðanir um árásirnir, sem upphaflega voru teknar af háttsettum yfirmönnum innan hersins, voru oftar en ekki teknar af lægra settum einstaklingum og lítt skipulagðar. Blaðamenn NY Times segja enn fremur að gögn hafi oftar en ekki verið túlkuð í takt við það sem menn höfðu gefið sér fyrirfram. Fólk sem flykktist að vettvangi var til að mynda talið vera liðsmenn Ríkis íslams en ekki viðbragðsaðilar. Þá voru menn á mótorhjólum sagðir sýna hegðun sem gæfi til kynna yfirvofandi árás en reyndust einfaldlega menn á mótorhjólum. Þá var ekki tekið tillit til menningarlegra þátta; til dæmis voru hús ætluð mannlaus á sama tíma og fjölskyldur lágu þar inni og hvíldu sig á Ramadan, eða voru að skýla sér frá hita og átökum. Rannsókn NY Times leiddi einnig í ljós að lofthernaðurinn hafði oft mun meiri áhrif en ætlað var og að ekki var gert ráð fyrir sprengingum og skaða sem gæti mögulega orðið í kjölfar sprengjuárása. Þannig var tali að árás á bílasprengjuverksmiðju í Írak árið 2015 myndi mögulega hafa áhrif á skúr sem stóð nálægt. Svæðið var hins vegar umkringt íbúðarhúsum og fjöldi fólks dvaldi í nágrenninu. Að minnsta kosti 70 almennir borgarar létust í árásinni. Ítarlega umfjöllun New York Times má finna hér. Bandaríkin Írak Sýrland Afganistan Hernaður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Þetta eru nokkrar af niðurstöðum rannsóknarvinnu blaðamanna New York Times, sem fóru yfir þúsundir leynilegra gagna frá Pentagon og heimsóttu fleiri en hundrað skotmörk drónaárása. Miðillinn segir nýleg klúður langt í frá undantekningar frá vel skipulögðum aðgerðum. NY Times greindi frá því í september síðastliðnum að þegar bandarískir embættismenn sögðust hafa eyðilagt farartæki hlaðið sprengjum, þá var raunveiruleikinn sá að tíu manna fjölskylda hefði farist í árásinni. Og í nóvember var greint frá því að tugir hefðu látist í árásum í Sýrlandi, sem herinn hafði reynt að hylma yfir. Bandarísk hermálayfirvöld segja 1.417 almenna borgara hafa látið lífið í loftárásum gegn Ríki íslams í Írak og Sýrlandi og 188 hafa fallið frá 2018 í árásum í Afganistan. Rannsókn NY Times bendir hins vegar til þess að fjöldi látinna sé mun hærri og að hann hafi ítrekað verið vanmetinn. Eitt alvarlegasta dæmið varðar árás á Tokhar í Sýrlandi árið 2016. Þá sagðist herinn hafa ráðist á þrjár bækistöðvar Ríkis íslams og að fjöldi liðsmanna samtakanna hefði fallið. Rannsókn á vegnum hersins komst að þeirri niðurstöðu að sjö tli 24 almennir borgara sem voru meðal liðsmanna hryðjuverkasamtakanna hefðu fallið en rannsókn NY Times leiddi í ljós að í húsunum sem sprengd voru í loft upp hafði fjöldi fjölskyldna leitað skjóls. Raunverulegur fjöldi látinna almennra borgara væri nær 120. Ahmad Qassim heimsækir son sinn á sjúkrahús. Sex fjölskyldumeðlimir særðust í drónaárás Bandaríkjamanna fyrr í desember.AP/Ghaith Alsayed Rannsókn miðilsins leiddi einnig í ljós að herinn hefði í aðeins eitt skipti af 1.311 komist að þeirri niðurstöðu að mögulega hefðu reglur verið brotnar og þá voru bætur greiddar í um aðeins um tíu tilvika. Í flest skipti voru sömu menn og höfðu fyrirskipað árás ábyrgir fyrir rannsókn umræddrar árásar og aðeins einu sinni var vettvangur árásarinnar heimsóttur. Þá var aðeins í tvö skipti rætt við eftirlifendur eða vitni. Skyndiákvarðanir millistjórnenda Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, sagði árið 2014 að hernaði Bandaríkjamanna í Afganistan á jörðu niðri væri að mestu lokið og hóf á sama tíma röð loftárása með drónum. Á valdatíma hans og Donalds Trump framkvæmdu Bandaríkjamenn fleiri en 50 þúsund loftárásir í Írak, Sýrlandi og Afganistan. Samkvæmt NY Times varð þróunin sú að ákvarðanir um árásirnir, sem upphaflega voru teknar af háttsettum yfirmönnum innan hersins, voru oftar en ekki teknar af lægra settum einstaklingum og lítt skipulagðar. Blaðamenn NY Times segja enn fremur að gögn hafi oftar en ekki verið túlkuð í takt við það sem menn höfðu gefið sér fyrirfram. Fólk sem flykktist að vettvangi var til að mynda talið vera liðsmenn Ríkis íslams en ekki viðbragðsaðilar. Þá voru menn á mótorhjólum sagðir sýna hegðun sem gæfi til kynna yfirvofandi árás en reyndust einfaldlega menn á mótorhjólum. Þá var ekki tekið tillit til menningarlegra þátta; til dæmis voru hús ætluð mannlaus á sama tíma og fjölskyldur lágu þar inni og hvíldu sig á Ramadan, eða voru að skýla sér frá hita og átökum. Rannsókn NY Times leiddi einnig í ljós að lofthernaðurinn hafði oft mun meiri áhrif en ætlað var og að ekki var gert ráð fyrir sprengingum og skaða sem gæti mögulega orðið í kjölfar sprengjuárása. Þannig var tali að árás á bílasprengjuverksmiðju í Írak árið 2015 myndi mögulega hafa áhrif á skúr sem stóð nálægt. Svæðið var hins vegar umkringt íbúðarhúsum og fjöldi fólks dvaldi í nágrenninu. Að minnsta kosti 70 almennir borgarar létust í árásinni. Ítarlega umfjöllun New York Times má finna hér.
Bandaríkin Írak Sýrland Afganistan Hernaður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent