Opið bréf til Ríkisstjórnar Íslands Matthías Ólafsson skrifar 7. janúar 2022 15:30 Hæstvirt ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, Í tilefni þess að ný ríkisstjórn skilgreinir um þessar mundir áherslur sínar fyrir komandi kjörtímabil viljum við, höfundar þessa bréfs, beina sjónum hennar að stöðu barna á Íslandi í alþjóðlegum samanburði og skora á ríkisstjórn að koma á fót aðgerðum í þágu umbóta í málaflokknum. Þá viljum við bjóða fram krafta okkar til að vinna með stjórnvöldum sem foreldrar og fagaðilar að bjartari framtíð fyrir börnin okkar. Við bendum fyrir það fyrsta á niðurstöður skýrslu UNICEF frá árinu 2020. Þar kom fram að íslensk ungmenni eru í verri stöðu en ungmenni annarra Evrópuþjóða er viðkemur færni í námi og félagslífi eða í 34. sæti af 38 og í 24. sæti af 38. þegar viðkemur andlegri líðan, líkamlegri heilsu og náms- og félagsfærni. Dvalartími barna á Íslandi er sá lengsti sem þekkist í Evrópu, en 88% íslenskra barna eru í leikskóla 8-9 klukkustundir alla virka daga. Takmarkað fjármagn hefur fylgt sívaxandi álagi á leikskóla eða styttingu vinnuviku sem skapað hafa erfiðar starfsaðstæður í leikskólum um allt land. M.t.t. dvalartíma, starfsaðstæðna og hlutfalls leikskólakennara, sem nú er 28% þegar lögbundið hlutfall á að vera 67%, hefur staðan aldrei verið verri síðan leikskólar voru lögfestir árið 1994. Samhliða þessari þróun er vert að nefna að íslenskir foreldrar verja að jafnaði mun fleiri stundum dagsins við vinnu en heima fyrir. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland er í 33. sæti af 40 löndum innan OECD þegar kemur að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það er staðreynd að langur vinnutími og þannig takmörkuð lengd frítíma sé mikilvæg þegar kemur að andlegri heilsu og getu til að veita börnum sínum þá kærleiksríku umönnun sem þau þurfa á fyrstu stigum lífsins. Helstu umönnunaraðilar ungra barna á Íslandi, foreldrar þeirra en ekki síður starfsfólk leikskóla sem sinnir uppeldi og menntun barna, eru undir miklu álagi og alltof algengt er að heyra um viðvarandi streitu meðal þessara hópa. Sjaldnar er talað um þau skaðlegu áhrif sem álag á starfsfólk leikskóla hefur á börnin sjálf. Ung börn eru viðkvæm og þurfa mikla og einstaklingsmiðaða umönnun og menntun en samfélagsgerðin, eins og hún hefur þróast og er í dag, tekur alls ekki tillit til þessara þarfa. Þessi vegferð er ekki greypt í stein. Fjöldi aðgerða hafa þegar verið lagðar til hvað varðar umbætur í málaflokki barna. Vel til þess fallnar eru aðgerðir sem miða að aukinni hlutdeild foreldra í lífi barna sinna á grundvelli annarra kosta en að skóladagur barna sé of langur eins og tölurnar sýna. Aðgerðir, sem efla forsendur tengslamyndunar í frumbernsku og minnka álag á opinberar stofnanir. Þá er aðkallandi þörf fyrir að stefnumótun miði sérstaklega að því að minnka álag og streitu í nánasta umhverfi ungra barna til að efla getu helstu umönnunar- og menntunaraðila til að mæta þörfum þeirra fyrir kærleiksríka, nána umönnun og menntun. Við undirrituð, hvetjum nýja ríkisstjórn til að taka stöðu barna á Íslandi í dag alvarlega, og gera viðamiklar breytingar sem miða að umbótum í þágu okkar viðkvæmustu þegna. Við skorum á stjórnvöld að vinna með foreldrum og fagaðilum að því að búa svo um að Ísland verði meðal forysturíkja er viðkemur málaflokki barna og fjölskyldna og bjóðum þess efnis fram krafta okkar og samráð á komandi kjörtímabili. Höfundur er stjórnmálafræðingur og formaður Fyrstu fimm. Greinin er skrifuð fyrir hönd eftirfarandi samtaka og fagaðila: Félag stjórnenda leikskóla, Félag leikskólakennara, Fyrstu Fimm, Heimili og skóli, Jógasetrið, Kviknar, Leið að uppeldi, Meðgöngufræðsla Ólafs Grétars, Meðvitaðir foreldrar, Memm play, Sæunn Kjartansdóttir. Þorpið - Tengslasetu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hæstvirt ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, Í tilefni þess að ný ríkisstjórn skilgreinir um þessar mundir áherslur sínar fyrir komandi kjörtímabil viljum við, höfundar þessa bréfs, beina sjónum hennar að stöðu barna á Íslandi í alþjóðlegum samanburði og skora á ríkisstjórn að koma á fót aðgerðum í þágu umbóta í málaflokknum. Þá viljum við bjóða fram krafta okkar til að vinna með stjórnvöldum sem foreldrar og fagaðilar að bjartari framtíð fyrir börnin okkar. Við bendum fyrir það fyrsta á niðurstöður skýrslu UNICEF frá árinu 2020. Þar kom fram að íslensk ungmenni eru í verri stöðu en ungmenni annarra Evrópuþjóða er viðkemur færni í námi og félagslífi eða í 34. sæti af 38 og í 24. sæti af 38. þegar viðkemur andlegri líðan, líkamlegri heilsu og náms- og félagsfærni. Dvalartími barna á Íslandi er sá lengsti sem þekkist í Evrópu, en 88% íslenskra barna eru í leikskóla 8-9 klukkustundir alla virka daga. Takmarkað fjármagn hefur fylgt sívaxandi álagi á leikskóla eða styttingu vinnuviku sem skapað hafa erfiðar starfsaðstæður í leikskólum um allt land. M.t.t. dvalartíma, starfsaðstæðna og hlutfalls leikskólakennara, sem nú er 28% þegar lögbundið hlutfall á að vera 67%, hefur staðan aldrei verið verri síðan leikskólar voru lögfestir árið 1994. Samhliða þessari þróun er vert að nefna að íslenskir foreldrar verja að jafnaði mun fleiri stundum dagsins við vinnu en heima fyrir. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland er í 33. sæti af 40 löndum innan OECD þegar kemur að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það er staðreynd að langur vinnutími og þannig takmörkuð lengd frítíma sé mikilvæg þegar kemur að andlegri heilsu og getu til að veita börnum sínum þá kærleiksríku umönnun sem þau þurfa á fyrstu stigum lífsins. Helstu umönnunaraðilar ungra barna á Íslandi, foreldrar þeirra en ekki síður starfsfólk leikskóla sem sinnir uppeldi og menntun barna, eru undir miklu álagi og alltof algengt er að heyra um viðvarandi streitu meðal þessara hópa. Sjaldnar er talað um þau skaðlegu áhrif sem álag á starfsfólk leikskóla hefur á börnin sjálf. Ung börn eru viðkvæm og þurfa mikla og einstaklingsmiðaða umönnun og menntun en samfélagsgerðin, eins og hún hefur þróast og er í dag, tekur alls ekki tillit til þessara þarfa. Þessi vegferð er ekki greypt í stein. Fjöldi aðgerða hafa þegar verið lagðar til hvað varðar umbætur í málaflokki barna. Vel til þess fallnar eru aðgerðir sem miða að aukinni hlutdeild foreldra í lífi barna sinna á grundvelli annarra kosta en að skóladagur barna sé of langur eins og tölurnar sýna. Aðgerðir, sem efla forsendur tengslamyndunar í frumbernsku og minnka álag á opinberar stofnanir. Þá er aðkallandi þörf fyrir að stefnumótun miði sérstaklega að því að minnka álag og streitu í nánasta umhverfi ungra barna til að efla getu helstu umönnunar- og menntunaraðila til að mæta þörfum þeirra fyrir kærleiksríka, nána umönnun og menntun. Við undirrituð, hvetjum nýja ríkisstjórn til að taka stöðu barna á Íslandi í dag alvarlega, og gera viðamiklar breytingar sem miða að umbótum í þágu okkar viðkvæmustu þegna. Við skorum á stjórnvöld að vinna með foreldrum og fagaðilum að því að búa svo um að Ísland verði meðal forysturíkja er viðkemur málaflokki barna og fjölskyldna og bjóðum þess efnis fram krafta okkar og samráð á komandi kjörtímabili. Höfundur er stjórnmálafræðingur og formaður Fyrstu fimm. Greinin er skrifuð fyrir hönd eftirfarandi samtaka og fagaðila: Félag stjórnenda leikskóla, Félag leikskólakennara, Fyrstu Fimm, Heimili og skóli, Jógasetrið, Kviknar, Leið að uppeldi, Meðgöngufræðsla Ólafs Grétars, Meðvitaðir foreldrar, Memm play, Sæunn Kjartansdóttir. Þorpið - Tengslasetu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun