Atvinnuþátttaka fatlaðs fólks efld á almennum vinnumarkaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 21. febrúar 2022 13:31 Í síðustu viku fékk ég að kíkja í heimsókn til Ás styrktarfélags. Tilefnið var að skrifa undir styrktarsamning þar sem við erum að styðja við nýtt verkefni hjá samtökunum, en það miðar að því að efla atvinnuþátttöku fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði. Um er að ræða sérstaka aðferðafræði að bandarískri fyrirmynd og nefnist verkefnið Project Search á ensku. Verkefnið var upphaflega sett af stað árið 1996 og er í dag starfað eftir módelinu víðsvegar í Bandaríkjunum og 10 öðrum löndum. Vinnumálastofnun og Ás styrktarfélag munu útfæra verkefnið saman. Tryggjum fjölbreytt störf fyrir fatlaða Eitt af áherslumálum mínum sem félags- og vinnumarkaðsráðherra er að fjölga markvisst starfstækifærum einstaklinga með fötlun og skerta starfsgetu. Það að tilheyra hópi og hafa hlutverk skiptir okkur öll miklu máli í lífinu. Fatlað fólk á oft í erfiðleikum með að finna störf við hæfi og þess vegna þurfum við að tryggja að fjölbreytt störf séu til staðar og að vinnumarkaðurinn horfi meira til fatlaðs fólks en nú er gert. Við þurfum með öðrum orðum að skapa fleiri störf á almennum vinnumarkaði sem henta fötluðu fólki og Project Search er einmitt slíkt verkefni. Lykillinn er samstarf við fyrirtæki á almennum vinnumarkaði Tilgangur verkefnisins er að þjálfa ungt fólk með fötlun til starfa á almennum vinnumarkaði, hjálpa því að finna vinnu og aðstoða það við að halda henni. Mikil áhersla er lögð á samstarf við fyrirtæki á almennum vinnumarkaði og fá einstaklingar sambland af fræðslu og starfsþjálfun í níu mánuði hjá samstarfsfyrirtækjum. Eftir að þeim tíma lýkur á starfsmaðurinn kost á að fá vinnu hjá fyrirtækinu eða öðru sambærilegu fyrirtæki ef hann hefur staðist þær kröfur sem til hans eru gerðar. Með verkefninu verður jafnframt unnið markvisst að því að vinnustaðamenning verði þannig að starfsmanni með fötlun sé tekið á jafningjagrundvelli og að hann tilheyri starfsmannahópnum frá upphafi ráðningar. Hér er því um að ræða virkilega spennandi verkefni sem hefur sannað sig víða um heim og ég hlakka til að fylgjast með framgangi þess næstu misserin og hvort og þá hvernig við gætum mögulega byggt á því til lengri framtíðar í atvinnumálum fatlaðs fólks. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinnumarkaður Mest lesið Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku fékk ég að kíkja í heimsókn til Ás styrktarfélags. Tilefnið var að skrifa undir styrktarsamning þar sem við erum að styðja við nýtt verkefni hjá samtökunum, en það miðar að því að efla atvinnuþátttöku fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði. Um er að ræða sérstaka aðferðafræði að bandarískri fyrirmynd og nefnist verkefnið Project Search á ensku. Verkefnið var upphaflega sett af stað árið 1996 og er í dag starfað eftir módelinu víðsvegar í Bandaríkjunum og 10 öðrum löndum. Vinnumálastofnun og Ás styrktarfélag munu útfæra verkefnið saman. Tryggjum fjölbreytt störf fyrir fatlaða Eitt af áherslumálum mínum sem félags- og vinnumarkaðsráðherra er að fjölga markvisst starfstækifærum einstaklinga með fötlun og skerta starfsgetu. Það að tilheyra hópi og hafa hlutverk skiptir okkur öll miklu máli í lífinu. Fatlað fólk á oft í erfiðleikum með að finna störf við hæfi og þess vegna þurfum við að tryggja að fjölbreytt störf séu til staðar og að vinnumarkaðurinn horfi meira til fatlaðs fólks en nú er gert. Við þurfum með öðrum orðum að skapa fleiri störf á almennum vinnumarkaði sem henta fötluðu fólki og Project Search er einmitt slíkt verkefni. Lykillinn er samstarf við fyrirtæki á almennum vinnumarkaði Tilgangur verkefnisins er að þjálfa ungt fólk með fötlun til starfa á almennum vinnumarkaði, hjálpa því að finna vinnu og aðstoða það við að halda henni. Mikil áhersla er lögð á samstarf við fyrirtæki á almennum vinnumarkaði og fá einstaklingar sambland af fræðslu og starfsþjálfun í níu mánuði hjá samstarfsfyrirtækjum. Eftir að þeim tíma lýkur á starfsmaðurinn kost á að fá vinnu hjá fyrirtækinu eða öðru sambærilegu fyrirtæki ef hann hefur staðist þær kröfur sem til hans eru gerðar. Með verkefninu verður jafnframt unnið markvisst að því að vinnustaðamenning verði þannig að starfsmanni með fötlun sé tekið á jafningjagrundvelli og að hann tilheyri starfsmannahópnum frá upphafi ráðningar. Hér er því um að ræða virkilega spennandi verkefni sem hefur sannað sig víða um heim og ég hlakka til að fylgjast með framgangi þess næstu misserin og hvort og þá hvernig við gætum mögulega byggt á því til lengri framtíðar í atvinnumálum fatlaðs fólks. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun