Úkraínumenn á Íslandi Gunnar Smári Egilsson skrifar 2. mars 2022 13:31 Þar sem Úkraína er ekki innan Evrópska efnahagssvæðisins er líklega meirihluti Úkraínumanna hérlendis á tímabundnu dvalarleyfi. Fólkið er þá bundið því fyrirtæki sem fær útgefið dvalarleyfið, getur ekki sagt upp og ráðið sig annars staðar. Er í raun eins og innflutt hráefni í eigu fyrirtækisins og býr vanalega í húsnæði sem launagreiðandinn skaffar. Fólk getur fengið tímabundið dvalarleyfi að hámarki í eitt ár og síðan framlengingu aftur að hámarki í eitt ár ef viðkomandi er enn í vinnu hjá því fyrirtæki sem sótti um leyfið upphaflega. Eftir að framlengt dvalarleyfi rennur út verður fólkið að hverfa úr landi og fær ekki að koma aftur til Íslands næstu tvö árin. Ef fólk fer frá landinu innan þess tíma sem dvalarleyfið gildir, og er utanlands lengur en 90 daga, fellur dvalarleyfið niður. Tímabundið dvalarleyfi veitir ekki rétt til fjölskyldusameiningar. Foreldrar geta því ekki haft börn sín með sér í þessar vinnubúðir, aðeins sá sem mætir til vinnu má búa hér. Úkraínskt verkafólk vinnur margt í eggja-, hænsna- og svínabúum í nágrenni höfuðborgarinnar, í byggingavinnu og við hótelstörf. Mörg fyrirtæki eru hreint og beint rekin á bakinu á þessu fólki, sem býr hér við takmörkuð réttindi. Þess eru líka dæmi að eigendur starfsmannaleiga lifa kóngalífi af að leigja út aðeins örfáa verkamenn, hirða þóknanir vegna vinnu þessa fólks en rukka líka verkafólkið um okurleigu á vondu húsnæði, stundum bara rúmfleti í herbergi með fjórum öðrum. Verkafólkið getur ekki kvartað, það er ofurselt kúgurum sínum. Ísland er að verða æ líkara einhverri Dickens-veröld, þar sem sjálfsagt þykir að níðast á öðru fólki, blóðmjólka það og okra á því. Fyrsta skrefið til stuðnings íbúum Úkraínu hlýtur að vera að veita þessu fólki dvalarleyfi án tengsla við tiltekin fyrirtæki, heimild til að fá til sín fjölskyldur sínar og þess að njóta frelsis og almennra mannréttinda. Það eru átök í heiminum milli þeirra sem berjast fyrir frelsi og mannlegri reisn og þeirra sem vilja drottna yfir fólki, kúga það og halda því sem vinnuhjúum húsbænda sinna. Sú víglína er ekki aðeins í Úkraínu heldur klífur hún íslenskt samfélag. Og því miður þá hafa þau sem virða hvorki frelsi fólks né réttindi töglin og hagldirnar hérlendis. Einhver gæti sagt að við séum ekki komin lengra, en það væri réttara að segja að við vorum komin lengra en síðan hefur þróunin snúist við. Með því að flytja inn fólk sem vinnuafl og aðgreina það utan samfélags hefur magnast hér upp þrældómur og mannfyrirlitning. Með því að lita á erlent fólks sem "aðra" hefur fólk sem hefur aðstöðu til þess umgengist þetta fólk sem eign sína, fært til þau mörk sem eiga að verja réttindi fólks og frelsi. Og þetta hefur verið gert með blessun stjórnvalda, þ.m.t. ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Kannski verður innrásin í Úkraínu til þess að þrælabúðirnar verði opnaðar og fólkinu hleypt út. Guð láti gott á vita. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Innrás Rússa í Úkraínu Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þar sem Úkraína er ekki innan Evrópska efnahagssvæðisins er líklega meirihluti Úkraínumanna hérlendis á tímabundnu dvalarleyfi. Fólkið er þá bundið því fyrirtæki sem fær útgefið dvalarleyfið, getur ekki sagt upp og ráðið sig annars staðar. Er í raun eins og innflutt hráefni í eigu fyrirtækisins og býr vanalega í húsnæði sem launagreiðandinn skaffar. Fólk getur fengið tímabundið dvalarleyfi að hámarki í eitt ár og síðan framlengingu aftur að hámarki í eitt ár ef viðkomandi er enn í vinnu hjá því fyrirtæki sem sótti um leyfið upphaflega. Eftir að framlengt dvalarleyfi rennur út verður fólkið að hverfa úr landi og fær ekki að koma aftur til Íslands næstu tvö árin. Ef fólk fer frá landinu innan þess tíma sem dvalarleyfið gildir, og er utanlands lengur en 90 daga, fellur dvalarleyfið niður. Tímabundið dvalarleyfi veitir ekki rétt til fjölskyldusameiningar. Foreldrar geta því ekki haft börn sín með sér í þessar vinnubúðir, aðeins sá sem mætir til vinnu má búa hér. Úkraínskt verkafólk vinnur margt í eggja-, hænsna- og svínabúum í nágrenni höfuðborgarinnar, í byggingavinnu og við hótelstörf. Mörg fyrirtæki eru hreint og beint rekin á bakinu á þessu fólki, sem býr hér við takmörkuð réttindi. Þess eru líka dæmi að eigendur starfsmannaleiga lifa kóngalífi af að leigja út aðeins örfáa verkamenn, hirða þóknanir vegna vinnu þessa fólks en rukka líka verkafólkið um okurleigu á vondu húsnæði, stundum bara rúmfleti í herbergi með fjórum öðrum. Verkafólkið getur ekki kvartað, það er ofurselt kúgurum sínum. Ísland er að verða æ líkara einhverri Dickens-veröld, þar sem sjálfsagt þykir að níðast á öðru fólki, blóðmjólka það og okra á því. Fyrsta skrefið til stuðnings íbúum Úkraínu hlýtur að vera að veita þessu fólki dvalarleyfi án tengsla við tiltekin fyrirtæki, heimild til að fá til sín fjölskyldur sínar og þess að njóta frelsis og almennra mannréttinda. Það eru átök í heiminum milli þeirra sem berjast fyrir frelsi og mannlegri reisn og þeirra sem vilja drottna yfir fólki, kúga það og halda því sem vinnuhjúum húsbænda sinna. Sú víglína er ekki aðeins í Úkraínu heldur klífur hún íslenskt samfélag. Og því miður þá hafa þau sem virða hvorki frelsi fólks né réttindi töglin og hagldirnar hérlendis. Einhver gæti sagt að við séum ekki komin lengra, en það væri réttara að segja að við vorum komin lengra en síðan hefur þróunin snúist við. Með því að flytja inn fólk sem vinnuafl og aðgreina það utan samfélags hefur magnast hér upp þrældómur og mannfyrirlitning. Með því að lita á erlent fólks sem "aðra" hefur fólk sem hefur aðstöðu til þess umgengist þetta fólk sem eign sína, fært til þau mörk sem eiga að verja réttindi fólks og frelsi. Og þetta hefur verið gert með blessun stjórnvalda, þ.m.t. ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Kannski verður innrásin í Úkraínu til þess að þrælabúðirnar verði opnaðar og fólkinu hleypt út. Guð láti gott á vita. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun