Óskað er eftir leiðtoga Inga Lind Karlsdóttir skrifar 4. mars 2022 07:00 Ef Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ væri stórt fyrirtæki að leita að forstjóra og kjósendur flokksins sætu í stjórninni þá væri niðurstaða fundarins að ráða til starfans kraftmikla manneskju með reynslu, skilning og þekkingu á þeim markaði sem fyrirtækið væri á en líka framsýni, nútímalega hugsun og kjark til að tengjast öðrum starfsmönnum fyrirtækisins og vinna þannig með þeim að öllum og ýmsum málum þess, fyrirtækinu til heilla. Stjórnin væri að leita að forystumanni með leiðtogahæfileika. Í mínum huga er augljóst að Áslaug Hulda Jónsdóttir yrði ráðin. Einmitt þess vegna ætla ég að setja hana í fyrsta sæti á kjörseðlinum mínum á morgun, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Áslaug Hulda er nefnilega líklegust til að leiða sitt fólk til sigurs til í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Horfa verður til þess að henni tókst það síðast, þegar sigurinn var ekki bara afgerandi heldur líka sögulegur því rúm 62% kjósenda kusu listann. Með hana í fyrsta sæti. Hæfniskröfur Annað sem verður að hafa í huga er að það er hreint ekki útilokað að sá sem verður valinn oddviti á framboðslista flokksins, verði jafnframt bæjarstjóraefni hans, í bæ með 18 þúsund íbúa. Til þessa þyrfti áðurnefnd stjórn að horfa sérstaklega og gera ákveðnar hæfniskröfur. Þær yrðu: • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri ✓Áslaug hefur víðtæka reynslu bæði úr stjórnmálum og stjórnsýslu ásamt dýrmætri reynslu úr atvinnulífinu • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður ✓Áslaug hefur komið á fót tveimur stórum fyrirtækjum, annað umhverfisfyrirtæki og hitt heilbrigðis- og velferðarfyrirtæki • Leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs ✓Leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir fjórum árum og hefur síðan verið formaður bæjarráðs þar sem fara í gegn allar helstu ákvarðanir bæjarins og stefnumótun • Góðir samskiptahæfileikar ✓Áslaug hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum allt sitt líf og aldrei veigrað sér við forystuhlutverki • Háskólamenntun sem nýtist í starfi ✓Grunnskólakennari að mennt með framhaldsmenntun í í stjórnun frá IESE Business School í Barcelona • Færni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti ✓sjá aslaughulda.is Allar þessar menntunar- og hæfniskröfur uppfyllir Áslaug Hulda Jónsdóttir. Hún er nefnilega þessi kraftmikli einstaklingur sem óskað er eftir til krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarfa þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og forystuhæfileika. Hún er þessi forstjóri sem við þurfum til að stýra daglegum rekstri sveitarfélagsins, móta stefnu í samráði við bæjarstjórn og bera ábyrgð á að ná settum markmiðum ásamt þeim úrvals mannauði sem hjá bænum starfar. Hún hefur margsinnis sýnt að hún hlustar, hún heyrir allar raddir og hefur einstakt lag á að koma saman samstilltum kór. Hún er leiðtoginn sem við treystum til að sjá til þess að fjármunir séu nýttir á samfélagslega ábyrgan hátt sem tryggir góða þjónustu við íbúa Garðabæjar. Hún er konan sem mun leiða Garðabæ áfram inn í framtíðina. Ég hef þá gert grein fyrir atkvæði mínu. Höfundur er Garðbæingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ef Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ væri stórt fyrirtæki að leita að forstjóra og kjósendur flokksins sætu í stjórninni þá væri niðurstaða fundarins að ráða til starfans kraftmikla manneskju með reynslu, skilning og þekkingu á þeim markaði sem fyrirtækið væri á en líka framsýni, nútímalega hugsun og kjark til að tengjast öðrum starfsmönnum fyrirtækisins og vinna þannig með þeim að öllum og ýmsum málum þess, fyrirtækinu til heilla. Stjórnin væri að leita að forystumanni með leiðtogahæfileika. Í mínum huga er augljóst að Áslaug Hulda Jónsdóttir yrði ráðin. Einmitt þess vegna ætla ég að setja hana í fyrsta sæti á kjörseðlinum mínum á morgun, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Áslaug Hulda er nefnilega líklegust til að leiða sitt fólk til sigurs til í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Horfa verður til þess að henni tókst það síðast, þegar sigurinn var ekki bara afgerandi heldur líka sögulegur því rúm 62% kjósenda kusu listann. Með hana í fyrsta sæti. Hæfniskröfur Annað sem verður að hafa í huga er að það er hreint ekki útilokað að sá sem verður valinn oddviti á framboðslista flokksins, verði jafnframt bæjarstjóraefni hans, í bæ með 18 þúsund íbúa. Til þessa þyrfti áðurnefnd stjórn að horfa sérstaklega og gera ákveðnar hæfniskröfur. Þær yrðu: • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri ✓Áslaug hefur víðtæka reynslu bæði úr stjórnmálum og stjórnsýslu ásamt dýrmætri reynslu úr atvinnulífinu • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður ✓Áslaug hefur komið á fót tveimur stórum fyrirtækjum, annað umhverfisfyrirtæki og hitt heilbrigðis- og velferðarfyrirtæki • Leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs ✓Leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir fjórum árum og hefur síðan verið formaður bæjarráðs þar sem fara í gegn allar helstu ákvarðanir bæjarins og stefnumótun • Góðir samskiptahæfileikar ✓Áslaug hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum allt sitt líf og aldrei veigrað sér við forystuhlutverki • Háskólamenntun sem nýtist í starfi ✓Grunnskólakennari að mennt með framhaldsmenntun í í stjórnun frá IESE Business School í Barcelona • Færni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti ✓sjá aslaughulda.is Allar þessar menntunar- og hæfniskröfur uppfyllir Áslaug Hulda Jónsdóttir. Hún er nefnilega þessi kraftmikli einstaklingur sem óskað er eftir til krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarfa þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og forystuhæfileika. Hún er þessi forstjóri sem við þurfum til að stýra daglegum rekstri sveitarfélagsins, móta stefnu í samráði við bæjarstjórn og bera ábyrgð á að ná settum markmiðum ásamt þeim úrvals mannauði sem hjá bænum starfar. Hún hefur margsinnis sýnt að hún hlustar, hún heyrir allar raddir og hefur einstakt lag á að koma saman samstilltum kór. Hún er leiðtoginn sem við treystum til að sjá til þess að fjármunir séu nýttir á samfélagslega ábyrgan hátt sem tryggir góða þjónustu við íbúa Garðabæjar. Hún er konan sem mun leiða Garðabæ áfram inn í framtíðina. Ég hef þá gert grein fyrir atkvæði mínu. Höfundur er Garðbæingur.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun