Stjórnmálamenn í vinnu fyrir norska sjókvíaeldið Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 11. mars 2022 07:01 Nýlega var vakin athygli á því að oddvitar í nokkrum sveitarstjórnum á Vestfjörðum eru í vinnu hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum sem þar starfa. Þetta á við um formann bæjarráðs á Ísafirði, formann bæjarráðs í Bolungarvík og forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Hér á Austfjörðum höfum við oddvita Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð í stöðu framkvæmdastjóra hjá Fiskeldi Austfjarða, en hann er reyndar í leyfi frá sveitarstjórnarstörfum. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og forseti Alþingis réð sig síðan beint af þingi og í vinnu hjá fiskeldinu. Það eru sem sagt fjölmargir núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn sem sinna hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldis fyrirtækin og auðvitað sig sjálfa um leið, menn þurfa að vinna fyrir kaupinu sínu. Það er ekki sérlega heppileg staða þegar kjósendur vita ekki hverra hagsmuna kjörnir fulltrúar þeirra eru að gæta. Hvenær tala þeir fyrir hag fjöldans? Og hvenær tala þeir fyrir eigin hag og vinnuveitenda sinna? Þetta eru spurningar sem vöknuðu til dæmis þegar meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings hafnaði tillögu minnihlutans, VG og Austurlistans, um að samþykkja ályktun um að beðið yrði með leyfisveitingar fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði þar til vinnu við strandsvæðaskipulag fyrir Austfirði yrði lokið. Þó er það tillaga sem Skipulagsstofnun mælir með í áliti sínu um leið og áformin fá reyndar í heild afar neikvæða umsögn. Mikil andstaða hefur verið meðal íbúa á Seyðisfirði og meirihluti íbúa hefur mótmælt öllum áformum um sjókvíeldi í firðinum og því liggur beint við hversu mikilvægt það er að íbúar fái sæti við borðið og fái að hafa áhrif í gegnum gerð þessa skipulags sem mun hafa mjög mótandi áhrif á framtíð Seyðisfjarðar. Og þá er spurningin: Af hverju vill meirihluti sveitarfélagsins ekki bakka okkur í nærsamfélaginu upp? (Seyðisfjörður varð hluti af Múlaþingi 2020). Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnarinnar hefur gefið út að hann verði ekki í framboði í vor. Forvitnilegt væri að vita hvort hann sé að fara að vinna fyrir sjókvíaeldis fyrirtækin á svæðinu. Það er eðlileg og sanngjörn spurning í ljósi þess hversu margir stjórnmálamenn. núverandi og fyrrverandi, eru í þeirri stöðu. Yfir til þín Gauti. Höfundur skrifar fyrir hönd Seyðfirðinga í VÁ! - félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Umhverfismál Sjávarútvegur Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var vakin athygli á því að oddvitar í nokkrum sveitarstjórnum á Vestfjörðum eru í vinnu hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum sem þar starfa. Þetta á við um formann bæjarráðs á Ísafirði, formann bæjarráðs í Bolungarvík og forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Hér á Austfjörðum höfum við oddvita Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð í stöðu framkvæmdastjóra hjá Fiskeldi Austfjarða, en hann er reyndar í leyfi frá sveitarstjórnarstörfum. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og forseti Alþingis réð sig síðan beint af þingi og í vinnu hjá fiskeldinu. Það eru sem sagt fjölmargir núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn sem sinna hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldis fyrirtækin og auðvitað sig sjálfa um leið, menn þurfa að vinna fyrir kaupinu sínu. Það er ekki sérlega heppileg staða þegar kjósendur vita ekki hverra hagsmuna kjörnir fulltrúar þeirra eru að gæta. Hvenær tala þeir fyrir hag fjöldans? Og hvenær tala þeir fyrir eigin hag og vinnuveitenda sinna? Þetta eru spurningar sem vöknuðu til dæmis þegar meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings hafnaði tillögu minnihlutans, VG og Austurlistans, um að samþykkja ályktun um að beðið yrði með leyfisveitingar fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði þar til vinnu við strandsvæðaskipulag fyrir Austfirði yrði lokið. Þó er það tillaga sem Skipulagsstofnun mælir með í áliti sínu um leið og áformin fá reyndar í heild afar neikvæða umsögn. Mikil andstaða hefur verið meðal íbúa á Seyðisfirði og meirihluti íbúa hefur mótmælt öllum áformum um sjókvíeldi í firðinum og því liggur beint við hversu mikilvægt það er að íbúar fái sæti við borðið og fái að hafa áhrif í gegnum gerð þessa skipulags sem mun hafa mjög mótandi áhrif á framtíð Seyðisfjarðar. Og þá er spurningin: Af hverju vill meirihluti sveitarfélagsins ekki bakka okkur í nærsamfélaginu upp? (Seyðisfjörður varð hluti af Múlaþingi 2020). Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnarinnar hefur gefið út að hann verði ekki í framboði í vor. Forvitnilegt væri að vita hvort hann sé að fara að vinna fyrir sjókvíaeldis fyrirtækin á svæðinu. Það er eðlileg og sanngjörn spurning í ljósi þess hversu margir stjórnmálamenn. núverandi og fyrrverandi, eru í þeirri stöðu. Yfir til þín Gauti. Höfundur skrifar fyrir hönd Seyðfirðinga í VÁ! - félags um vernd fjarðar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun