Fórnarlömb innbyrðisátaka verkalýðshreyfingarinnar eru láglaunafólk Halldóra Sigr. Sveinsdóttir skrifar 24. mars 2022 09:31 Kjarasamningar eru framundan á miklum óvissutímum. Samstaða innan verkalýðshreyfingarinnar er forsenda þess að hægt sé að ná árangri og hana má ekki brjóta upp nú þegar við stöndum frammi fyrir breyttri heimsmynd, bæði í kjölfar heimsfaraldurs og vegna stríðs í Evrópu sem mun senn hafa mikil áhrif á lífskjör fólks um allan heim. Samstaða er best til árangurs Hugur okkar hvílir hjá fórnarlömbum yfirstandandi stríðs í Úkraínu. Leið alþjóðasamfélagsins til að reyna að afstýra frekari átökum er að sýna breiða samstöðu gegn fautaskap og ofbeldi Pútíns og hefur því verið gripið til hörðustu efnahagsaðgerða sem lagðar hafa verið á nokkurt ríki. Munu þær vonandi eiga þátt í að knýja fram friðsamlega lausn á innrás Rússlands í Úkraínu. Samstaðan er hér lykilatriði. Í verkalýðshreyfingunni bindumst við einnig samtökum til að verja lífskjör og réttindi þeirra sem veikast standa og náum árangri með breiðri samstöðu. Órofa samstaða fyrir láglaunafólk Verkalýðshreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og þó hér spretti upp ólík sjónarmið og deilur höfum við öll jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi. Forsendan fyrir því að við náum árangri í baráttu okkar fyrir mannsæmandi launum og réttindum þeirra sem veikast standa er að við stöndum saman. Fyrstu fórnarlömb innbyrðis átaka í verkalýðshreyfingunni eru láglaunafólkið, fólkið sem okkur ber umfram allt að verja. Nú er því kominn tími til að við leitum sátta og einbeitum okkur að sameiginlegu markmiði. Órofa samstaða er mikilvægust fyrir þann allt of stóra hóp láglaunafólks sem getur ekki lifað af laununum sínum. Við í Starfsgreinasambandinu erum rödd láglaunafólks í samfélaginu, innan verkalýðshreyfingarinnar og gagnvart stjórnvöldum. Við höfum tekið harða slagi, til að mynda fyrir því að semja um krónutöluhækkanir og ná sátt um að hinir lægst launuðu njóti launahækkana umfram aðra, og höfum sannarlega náð árangri í okkar baráttu. Að sama skapi gerum við okkur grein fyrir að til að árangur náist til lengri tíma þá þarf að ríkja traust á milli samningsaðila um að við séum heil í okkar störfum. Kæru félagar í verkalýðshreyfingunni, styrkur okkar er fjöldinn, fjölbreytileikinn, ólíkar áherslur og lýðræðislegt samtal. Nú er tíminn til þess að standa saman og sýna styrk okkar launafólks og samstöðumátt verkalýðshreyfingarinnar. Aðeins sameinuð verkalýðshreyfingin getur knúið fram breytingar. Samstaða mun skila okkur lausnum. Höfundur er formaður Bárunnar stéttarfélags á Selfossi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Kjarasamningar eru framundan á miklum óvissutímum. Samstaða innan verkalýðshreyfingarinnar er forsenda þess að hægt sé að ná árangri og hana má ekki brjóta upp nú þegar við stöndum frammi fyrir breyttri heimsmynd, bæði í kjölfar heimsfaraldurs og vegna stríðs í Evrópu sem mun senn hafa mikil áhrif á lífskjör fólks um allan heim. Samstaða er best til árangurs Hugur okkar hvílir hjá fórnarlömbum yfirstandandi stríðs í Úkraínu. Leið alþjóðasamfélagsins til að reyna að afstýra frekari átökum er að sýna breiða samstöðu gegn fautaskap og ofbeldi Pútíns og hefur því verið gripið til hörðustu efnahagsaðgerða sem lagðar hafa verið á nokkurt ríki. Munu þær vonandi eiga þátt í að knýja fram friðsamlega lausn á innrás Rússlands í Úkraínu. Samstaðan er hér lykilatriði. Í verkalýðshreyfingunni bindumst við einnig samtökum til að verja lífskjör og réttindi þeirra sem veikast standa og náum árangri með breiðri samstöðu. Órofa samstaða fyrir láglaunafólk Verkalýðshreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og þó hér spretti upp ólík sjónarmið og deilur höfum við öll jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi. Forsendan fyrir því að við náum árangri í baráttu okkar fyrir mannsæmandi launum og réttindum þeirra sem veikast standa er að við stöndum saman. Fyrstu fórnarlömb innbyrðis átaka í verkalýðshreyfingunni eru láglaunafólkið, fólkið sem okkur ber umfram allt að verja. Nú er því kominn tími til að við leitum sátta og einbeitum okkur að sameiginlegu markmiði. Órofa samstaða er mikilvægust fyrir þann allt of stóra hóp láglaunafólks sem getur ekki lifað af laununum sínum. Við í Starfsgreinasambandinu erum rödd láglaunafólks í samfélaginu, innan verkalýðshreyfingarinnar og gagnvart stjórnvöldum. Við höfum tekið harða slagi, til að mynda fyrir því að semja um krónutöluhækkanir og ná sátt um að hinir lægst launuðu njóti launahækkana umfram aðra, og höfum sannarlega náð árangri í okkar baráttu. Að sama skapi gerum við okkur grein fyrir að til að árangur náist til lengri tíma þá þarf að ríkja traust á milli samningsaðila um að við séum heil í okkar störfum. Kæru félagar í verkalýðshreyfingunni, styrkur okkar er fjöldinn, fjölbreytileikinn, ólíkar áherslur og lýðræðislegt samtal. Nú er tíminn til þess að standa saman og sýna styrk okkar launafólks og samstöðumátt verkalýðshreyfingarinnar. Aðeins sameinuð verkalýðshreyfingin getur knúið fram breytingar. Samstaða mun skila okkur lausnum. Höfundur er formaður Bárunnar stéttarfélags á Selfossi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun