Fórnarlömb innbyrðisátaka verkalýðshreyfingarinnar eru láglaunafólk Halldóra Sigr. Sveinsdóttir skrifar 24. mars 2022 09:31 Kjarasamningar eru framundan á miklum óvissutímum. Samstaða innan verkalýðshreyfingarinnar er forsenda þess að hægt sé að ná árangri og hana má ekki brjóta upp nú þegar við stöndum frammi fyrir breyttri heimsmynd, bæði í kjölfar heimsfaraldurs og vegna stríðs í Evrópu sem mun senn hafa mikil áhrif á lífskjör fólks um allan heim. Samstaða er best til árangurs Hugur okkar hvílir hjá fórnarlömbum yfirstandandi stríðs í Úkraínu. Leið alþjóðasamfélagsins til að reyna að afstýra frekari átökum er að sýna breiða samstöðu gegn fautaskap og ofbeldi Pútíns og hefur því verið gripið til hörðustu efnahagsaðgerða sem lagðar hafa verið á nokkurt ríki. Munu þær vonandi eiga þátt í að knýja fram friðsamlega lausn á innrás Rússlands í Úkraínu. Samstaðan er hér lykilatriði. Í verkalýðshreyfingunni bindumst við einnig samtökum til að verja lífskjör og réttindi þeirra sem veikast standa og náum árangri með breiðri samstöðu. Órofa samstaða fyrir láglaunafólk Verkalýðshreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og þó hér spretti upp ólík sjónarmið og deilur höfum við öll jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi. Forsendan fyrir því að við náum árangri í baráttu okkar fyrir mannsæmandi launum og réttindum þeirra sem veikast standa er að við stöndum saman. Fyrstu fórnarlömb innbyrðis átaka í verkalýðshreyfingunni eru láglaunafólkið, fólkið sem okkur ber umfram allt að verja. Nú er því kominn tími til að við leitum sátta og einbeitum okkur að sameiginlegu markmiði. Órofa samstaða er mikilvægust fyrir þann allt of stóra hóp láglaunafólks sem getur ekki lifað af laununum sínum. Við í Starfsgreinasambandinu erum rödd láglaunafólks í samfélaginu, innan verkalýðshreyfingarinnar og gagnvart stjórnvöldum. Við höfum tekið harða slagi, til að mynda fyrir því að semja um krónutöluhækkanir og ná sátt um að hinir lægst launuðu njóti launahækkana umfram aðra, og höfum sannarlega náð árangri í okkar baráttu. Að sama skapi gerum við okkur grein fyrir að til að árangur náist til lengri tíma þá þarf að ríkja traust á milli samningsaðila um að við séum heil í okkar störfum. Kæru félagar í verkalýðshreyfingunni, styrkur okkar er fjöldinn, fjölbreytileikinn, ólíkar áherslur og lýðræðislegt samtal. Nú er tíminn til þess að standa saman og sýna styrk okkar launafólks og samstöðumátt verkalýðshreyfingarinnar. Aðeins sameinuð verkalýðshreyfingin getur knúið fram breytingar. Samstaða mun skila okkur lausnum. Höfundur er formaður Bárunnar stéttarfélags á Selfossi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kjarasamningar eru framundan á miklum óvissutímum. Samstaða innan verkalýðshreyfingarinnar er forsenda þess að hægt sé að ná árangri og hana má ekki brjóta upp nú þegar við stöndum frammi fyrir breyttri heimsmynd, bæði í kjölfar heimsfaraldurs og vegna stríðs í Evrópu sem mun senn hafa mikil áhrif á lífskjör fólks um allan heim. Samstaða er best til árangurs Hugur okkar hvílir hjá fórnarlömbum yfirstandandi stríðs í Úkraínu. Leið alþjóðasamfélagsins til að reyna að afstýra frekari átökum er að sýna breiða samstöðu gegn fautaskap og ofbeldi Pútíns og hefur því verið gripið til hörðustu efnahagsaðgerða sem lagðar hafa verið á nokkurt ríki. Munu þær vonandi eiga þátt í að knýja fram friðsamlega lausn á innrás Rússlands í Úkraínu. Samstaðan er hér lykilatriði. Í verkalýðshreyfingunni bindumst við einnig samtökum til að verja lífskjör og réttindi þeirra sem veikast standa og náum árangri með breiðri samstöðu. Órofa samstaða fyrir láglaunafólk Verkalýðshreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og þó hér spretti upp ólík sjónarmið og deilur höfum við öll jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi. Forsendan fyrir því að við náum árangri í baráttu okkar fyrir mannsæmandi launum og réttindum þeirra sem veikast standa er að við stöndum saman. Fyrstu fórnarlömb innbyrðis átaka í verkalýðshreyfingunni eru láglaunafólkið, fólkið sem okkur ber umfram allt að verja. Nú er því kominn tími til að við leitum sátta og einbeitum okkur að sameiginlegu markmiði. Órofa samstaða er mikilvægust fyrir þann allt of stóra hóp láglaunafólks sem getur ekki lifað af laununum sínum. Við í Starfsgreinasambandinu erum rödd láglaunafólks í samfélaginu, innan verkalýðshreyfingarinnar og gagnvart stjórnvöldum. Við höfum tekið harða slagi, til að mynda fyrir því að semja um krónutöluhækkanir og ná sátt um að hinir lægst launuðu njóti launahækkana umfram aðra, og höfum sannarlega náð árangri í okkar baráttu. Að sama skapi gerum við okkur grein fyrir að til að árangur náist til lengri tíma þá þarf að ríkja traust á milli samningsaðila um að við séum heil í okkar störfum. Kæru félagar í verkalýðshreyfingunni, styrkur okkar er fjöldinn, fjölbreytileikinn, ólíkar áherslur og lýðræðislegt samtal. Nú er tíminn til þess að standa saman og sýna styrk okkar launafólks og samstöðumátt verkalýðshreyfingarinnar. Aðeins sameinuð verkalýðshreyfingin getur knúið fram breytingar. Samstaða mun skila okkur lausnum. Höfundur er formaður Bárunnar stéttarfélags á Selfossi.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar