Lágt útsvar hækkar ráðstöfunartekjur heimilanna Gunnar Valur Gíslason skrifar 30. mars 2022 08:31 Ársreikningur Garðabæjar 2021 lagður fram Ársreikningur Garðabæjar vegna ársins 2021 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 17. mars sl. Rekstrarniðurstaða ársins var góð, einkum þegar horft er til víðtækra efnahagslegra áhrifa Covid-19 heimsfaraldursins á þjóðfélagið okkar undanfarin tvö ár. Við framlagningu ársreikninga sveitarfélaganna er vert að velta fyrir sér hvernig sveitarfélögin nýta sér heimildir til álagningar skatta á íbúa sína. Af tólf stærstu sveitarfélögum landsins leggur aðeins Garðabær á verulega lægra útsvar en hámarksheimild kveður á um, eða 13,70% og leyfir þar með íbúum sínum að halda eftir umtalsvert stærri hluta tekna sinna. Bæjarsjóður skilaði rúmlega 400 m.kr. hagnaði 2021 Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Garðabæjar er sterk. Sú sterka staða byggist fyrst og fremst á ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála bæjarins í gegnum tíðina. A-hluti bæjarsjóðs skilaði neikvæðum rekstrarafgangi á árinu 2021 sem nam 60 milljónum króna en samstæða A- og B-hluta skilaði hagnaði upp á 408 milljónir króna. Rétt er að geta þess að á árinu 2021 var færð til gjalda í rekstrarreikningi bæjarsjóðs aukaleg hækkun á lífeyrisskuldbindingum Garðabæjar sem nam um 600 milljónum króna. Þessi einskiptis hækkun sem byggir að hluta til á breyttum forsendum um lífaldur Íslendinga leiddi til samsvarandi lækkunar rekstrarafgangs á árinu 2021. Hækkunin hefur hins vegar engin áhrif á peningalega stöðu bæjarsjóðs í árslok 2021. Drjúgur peningalegur afgangur Veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta kennitalan í rekstri sveitarfélaga. Þetta er fjárhæðin sem afgangs verður þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað og alla vexti af lánum bæjarins. Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs á árinu 2021 var um 3.117 milljónir króna. Samanlagt veltufé frá rekstri bæjarsjóðs Garðabæjar síðastliðin fjögur ár, 2018-2021, nam tæpum 10.000milljónum króna. Á sama tíma hafa Garðbæingar búið við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu. Mikið fjárfest í innviðum Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu 2021 nam 4.780 milljónum króna og á síðustu fjórum árum, 2018-2021, hefur bæjarsjóður Garðabæjar fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir um 15.000 milljónir króna. Uppbygging skóla og íþróttamannvirkja í bænum hefur þar vegið langsamlega þyngst. Í árslok 2021 voru langtímaskuldir Garðabæjar í hlutfalli við veltufé frá rekstri mælt í árum 4,8 ár en var 5,1 ár í árslok 2020. Þetta sýnir að þrátt fyrir mjög mikla fjárfestingu í innviðum á síðasta ári jókst fjárhagslegur styrkur bæjarsjóðs Garðabæjar til uppbyggingar innviða enn á árinu 2021. Þessi góða staða kemur sér vel. Uppbygging íbúðarsvæða er í fullum gangi og mikil þörf verður á áframhaldandi fjárfestingu í innviðum bæjarins á næstu árum. Lágir skattar skipta miklu máli Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ hafa í gegnum tíðina lagt megin áherslu á styrka fjármálastjórn og stöðugleika í fjármálum bæjarins. Þannig hefur verið lagður grunnur að lágum sköttum á bæjarbúa. Um margra ára skeið hefur álagningarhlutfall útsvars í Garðabæ verið langlægst meðal stærri sveitarfélaga landsins eða 13,70% á meðan mörg þeirra leggja á hámarksútsvar 14,52%. Mismunurinn er 0,82% sem bæjarstjórn Garðabæjar lætur íbúana njóta. Sé gengið út frá áætluðum 105 milljarða króna útsvarsstofni Garðabæjar 2022 verður heildar skattsparnaður Garðbæinga af útsvari í ár, miðað við ef hámarksútsvar væri lagt á útsvarsgreiðendur í bænum, um 850 milljónir króna. Árlegar ráðstöfunartekjur heimila í Garðabæ hækka sem þessu nemur. Á heilu kjörtímabili eru þetta þrjú þúsund og fjögur hundruð milljónir króna – fyrir heimilin í Garðabæ. Höfundur er verkfræðingur og MBA, bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ársreikningur Garðabæjar 2021 lagður fram Ársreikningur Garðabæjar vegna ársins 2021 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 17. mars sl. Rekstrarniðurstaða ársins var góð, einkum þegar horft er til víðtækra efnahagslegra áhrifa Covid-19 heimsfaraldursins á þjóðfélagið okkar undanfarin tvö ár. Við framlagningu ársreikninga sveitarfélaganna er vert að velta fyrir sér hvernig sveitarfélögin nýta sér heimildir til álagningar skatta á íbúa sína. Af tólf stærstu sveitarfélögum landsins leggur aðeins Garðabær á verulega lægra útsvar en hámarksheimild kveður á um, eða 13,70% og leyfir þar með íbúum sínum að halda eftir umtalsvert stærri hluta tekna sinna. Bæjarsjóður skilaði rúmlega 400 m.kr. hagnaði 2021 Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Garðabæjar er sterk. Sú sterka staða byggist fyrst og fremst á ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála bæjarins í gegnum tíðina. A-hluti bæjarsjóðs skilaði neikvæðum rekstrarafgangi á árinu 2021 sem nam 60 milljónum króna en samstæða A- og B-hluta skilaði hagnaði upp á 408 milljónir króna. Rétt er að geta þess að á árinu 2021 var færð til gjalda í rekstrarreikningi bæjarsjóðs aukaleg hækkun á lífeyrisskuldbindingum Garðabæjar sem nam um 600 milljónum króna. Þessi einskiptis hækkun sem byggir að hluta til á breyttum forsendum um lífaldur Íslendinga leiddi til samsvarandi lækkunar rekstrarafgangs á árinu 2021. Hækkunin hefur hins vegar engin áhrif á peningalega stöðu bæjarsjóðs í árslok 2021. Drjúgur peningalegur afgangur Veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta kennitalan í rekstri sveitarfélaga. Þetta er fjárhæðin sem afgangs verður þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað og alla vexti af lánum bæjarins. Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs á árinu 2021 var um 3.117 milljónir króna. Samanlagt veltufé frá rekstri bæjarsjóðs Garðabæjar síðastliðin fjögur ár, 2018-2021, nam tæpum 10.000milljónum króna. Á sama tíma hafa Garðbæingar búið við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu. Mikið fjárfest í innviðum Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu 2021 nam 4.780 milljónum króna og á síðustu fjórum árum, 2018-2021, hefur bæjarsjóður Garðabæjar fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir um 15.000 milljónir króna. Uppbygging skóla og íþróttamannvirkja í bænum hefur þar vegið langsamlega þyngst. Í árslok 2021 voru langtímaskuldir Garðabæjar í hlutfalli við veltufé frá rekstri mælt í árum 4,8 ár en var 5,1 ár í árslok 2020. Þetta sýnir að þrátt fyrir mjög mikla fjárfestingu í innviðum á síðasta ári jókst fjárhagslegur styrkur bæjarsjóðs Garðabæjar til uppbyggingar innviða enn á árinu 2021. Þessi góða staða kemur sér vel. Uppbygging íbúðarsvæða er í fullum gangi og mikil þörf verður á áframhaldandi fjárfestingu í innviðum bæjarins á næstu árum. Lágir skattar skipta miklu máli Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ hafa í gegnum tíðina lagt megin áherslu á styrka fjármálastjórn og stöðugleika í fjármálum bæjarins. Þannig hefur verið lagður grunnur að lágum sköttum á bæjarbúa. Um margra ára skeið hefur álagningarhlutfall útsvars í Garðabæ verið langlægst meðal stærri sveitarfélaga landsins eða 13,70% á meðan mörg þeirra leggja á hámarksútsvar 14,52%. Mismunurinn er 0,82% sem bæjarstjórn Garðabæjar lætur íbúana njóta. Sé gengið út frá áætluðum 105 milljarða króna útsvarsstofni Garðabæjar 2022 verður heildar skattsparnaður Garðbæinga af útsvari í ár, miðað við ef hámarksútsvar væri lagt á útsvarsgreiðendur í bænum, um 850 milljónir króna. Árlegar ráðstöfunartekjur heimila í Garðabæ hækka sem þessu nemur. Á heilu kjörtímabili eru þetta þrjú þúsund og fjögur hundruð milljónir króna – fyrir heimilin í Garðabæ. Höfundur er verkfræðingur og MBA, bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun