Dagur jarðar Elín Björk Jónasdóttir skrifar 22. apríl 2022 15:00 Dagur jarðar er í dag, 22. apríl og er þema dagsins í ár „Fjárfestum í jörðinni okkar“. Við mannkynið leggjum mjög mikið á jörðina. Við erum frek á auðlindir og göngum almennt illa um, það sést best á því hversu líffræðilegum fjölbreytileika hnignar, hversu mikið við mengum og hversu mikið lofthjúpurinn hefur hlýnað undanfarna öld. Allt þetta má rekja til athafna mannsins. Við getum þó auðveldlega tekið okkur á og ýmsu má enn bjarga. Með því að taka ákvörðun um að lifa vistvænni lífsstíl, nýta betur, nota minna og huga að því hvernig við nýtum landið má ná miklum árangri í náttúru og loftslagsvernd á tiltölulega skömmum tíma. Við Vinstri græn í Reykjavík viljum efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og gefa íbúum Reykjavíkur raunverulegt val um vistvænar samgöngur. Þannig drögum við úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem ógna loftslaginu, drögum úr umferð og hávaðamengun og svifryksmengun sem er vaxandi vandamál í Reykjavík. Við viljum framfylgja hjólreiðaáætlun Reykjavíkur, og byggja hraðbrautir fyrir samgönguhjólreiðar sem miða að því að samgönguhjólreiðar verði val fyrir alla borgarbúa. Við viljum fjölga grænum svæðum í borgarlandinu og vernda líffræðilegan fjölbreytileika í náttúru borgarinnar, það getum við til dæmis gert með friðlýsingum svæða s.s. Grafarvogs, Skerjafjarðar og eyjanna í Kollafirði. Gerum útivistarsvæðum borgarinnar hátt undir höfði, sinnum stígagerð og fræðslu og gerum svæðin aðgengileg öllum. Flokkun og endurvinnsla skilar miklum verðmætum á ári hverju, með fjölgun efnisflokka á grenndarstöðvum og aukinni flokkun almennt endurnýtum við takmarkaðar auðlindir jarðar í stað þess að sóa þeim eins og við höfum gert allt of lengi. Líflegt hringrásarhagkerfi verður til þess að við notum minna af auðlindum og nýtum þær betur en áður. Að fjárfesta í jörðinni þýðir fjárfestingar í þeim innviðum sem minnka mengunarálag á jörðinni allri, en þýðir jafnframt að við verðum öll að leggja aðeins á okkur. Engin getur gert allt, en ef við gerum öll eitthvað tekst okkur að klára öll verkefni, líka þau sem við fyrstu sýn virðast óyfirstíganleg. Höfundur er veðurfræðingur og í 3. sæti á lista Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Umhverfismál Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Dagur jarðar er í dag, 22. apríl og er þema dagsins í ár „Fjárfestum í jörðinni okkar“. Við mannkynið leggjum mjög mikið á jörðina. Við erum frek á auðlindir og göngum almennt illa um, það sést best á því hversu líffræðilegum fjölbreytileika hnignar, hversu mikið við mengum og hversu mikið lofthjúpurinn hefur hlýnað undanfarna öld. Allt þetta má rekja til athafna mannsins. Við getum þó auðveldlega tekið okkur á og ýmsu má enn bjarga. Með því að taka ákvörðun um að lifa vistvænni lífsstíl, nýta betur, nota minna og huga að því hvernig við nýtum landið má ná miklum árangri í náttúru og loftslagsvernd á tiltölulega skömmum tíma. Við Vinstri græn í Reykjavík viljum efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og gefa íbúum Reykjavíkur raunverulegt val um vistvænar samgöngur. Þannig drögum við úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem ógna loftslaginu, drögum úr umferð og hávaðamengun og svifryksmengun sem er vaxandi vandamál í Reykjavík. Við viljum framfylgja hjólreiðaáætlun Reykjavíkur, og byggja hraðbrautir fyrir samgönguhjólreiðar sem miða að því að samgönguhjólreiðar verði val fyrir alla borgarbúa. Við viljum fjölga grænum svæðum í borgarlandinu og vernda líffræðilegan fjölbreytileika í náttúru borgarinnar, það getum við til dæmis gert með friðlýsingum svæða s.s. Grafarvogs, Skerjafjarðar og eyjanna í Kollafirði. Gerum útivistarsvæðum borgarinnar hátt undir höfði, sinnum stígagerð og fræðslu og gerum svæðin aðgengileg öllum. Flokkun og endurvinnsla skilar miklum verðmætum á ári hverju, með fjölgun efnisflokka á grenndarstöðvum og aukinni flokkun almennt endurnýtum við takmarkaðar auðlindir jarðar í stað þess að sóa þeim eins og við höfum gert allt of lengi. Líflegt hringrásarhagkerfi verður til þess að við notum minna af auðlindum og nýtum þær betur en áður. Að fjárfesta í jörðinni þýðir fjárfestingar í þeim innviðum sem minnka mengunarálag á jörðinni allri, en þýðir jafnframt að við verðum öll að leggja aðeins á okkur. Engin getur gert allt, en ef við gerum öll eitthvað tekst okkur að klára öll verkefni, líka þau sem við fyrstu sýn virðast óyfirstíganleg. Höfundur er veðurfræðingur og í 3. sæti á lista Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík þann 14. maí.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun