Í þjónustu fyrir Garðabæ Björg Fenger skrifar 26. apríl 2022 17:01 Garðabær er ört stækkandi sveitarfélag og mörg spennandi og mikilvæg verkefni bíða þeirra sem munu sitja við stjórnvölinn næstu árin. Við sem skipum lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí næstkomandi bjóðum fram krafta okkar, þekkingu og reynslu til að vinna að því að Garðabær haldi áfram að vera bæjarfélag í fremstu röð. Við teljum mikilvægt að viðhalda þeim fjárhagslega stöðugleika sem hefur verið byggður upp í bænum síðustu áratugi undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Slíkur stöðugleiki er grundvöllur þess að hægt sé að veita góða þjónustu. Við höfum jafnframt skýra framtíðarsýn og viljum halda áfram að nútímavæða þjónustu sveitarfélagsins, meðal annars með stafrænum lausnum. Mótum framtíðina saman fyrir Garðabæ Okkur frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins finnst mikilvægt að móta framtíð sveitarfélagsins með íbúum þess enda þekkja þeir best sitt nærumhverfi. Við höfum því á undanförnum vikum haldið opna fundi þar sem íbúum hefur gefist kostur á að koma áherslum sínum á framfæri ásamt ábendingum um það sem íbúar eru ánægðir með og hvað megi gera betur. Slíkt samtal teljum við mikilvægt. Þessi vinnubrögð ríma vel við lýðræðisstefnu Garðabæjar og verkefnið „Betri Garðabær“ sem er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa. Garðabær hefur einnig hafið innleiðingu á verkefninu barnvænt sveitarfélag sem snýr meðal annars að því að börn og ungmenni séu höfð með í ráðum varðandi nærumhverfi sitt og þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins viljum halda áfram að þróa með íbúum framangreind verkefni. Stafrænar lausnir fyrir Garðabæ Undanfarin ár hefur tækniþróun verið hröð og vilja nú flestir nálgast þjónustu og upplýsingar frá bæjarfélaginu á einfaldan og auðveldan hátt. Til að halda í við slíka þróun er mikilvægt að sveitarfélögin í landinu vinni saman og nýti sameiginlega þekkingu og mannafla. Dæmi um nýjar tæknilausnir eru rafræn sundkort sem tekin voru í notkun í almenningssundlaugum Garðabæjar um síðustu mánaðarmót. Um þróunarverkefni er að ræða sem leitt er af Garðabæ sem er fyrsta bæjarfélagið til að bjóða upp á slík kort. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins viljum halda áfram á braut tækninnar. Með stafrænum lausnum má einfalda og auðvelda íbúum Garðarbæjar samskipti við bæinn sinn og aðgang að mikilvægum upplýsingum. Til starfa fyrir Garðabæ Það fylgir því mikil ábyrgð að bjóða sig fram og vilja stýra bæjarfélagi eins og Garðabæ. Það er ábyrgð sem við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins tökum mjög alvarlega. Við viljum halda áfram að vinna af fullum krafti í þágu Garðbæinga og óskum við því eftir stuðningi ykkar í sveitastjórnarkosningunum þann 14. maí næstkomandi. Setjið X við D. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Björg Fenger Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Garðabær er ört stækkandi sveitarfélag og mörg spennandi og mikilvæg verkefni bíða þeirra sem munu sitja við stjórnvölinn næstu árin. Við sem skipum lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí næstkomandi bjóðum fram krafta okkar, þekkingu og reynslu til að vinna að því að Garðabær haldi áfram að vera bæjarfélag í fremstu röð. Við teljum mikilvægt að viðhalda þeim fjárhagslega stöðugleika sem hefur verið byggður upp í bænum síðustu áratugi undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Slíkur stöðugleiki er grundvöllur þess að hægt sé að veita góða þjónustu. Við höfum jafnframt skýra framtíðarsýn og viljum halda áfram að nútímavæða þjónustu sveitarfélagsins, meðal annars með stafrænum lausnum. Mótum framtíðina saman fyrir Garðabæ Okkur frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins finnst mikilvægt að móta framtíð sveitarfélagsins með íbúum þess enda þekkja þeir best sitt nærumhverfi. Við höfum því á undanförnum vikum haldið opna fundi þar sem íbúum hefur gefist kostur á að koma áherslum sínum á framfæri ásamt ábendingum um það sem íbúar eru ánægðir með og hvað megi gera betur. Slíkt samtal teljum við mikilvægt. Þessi vinnubrögð ríma vel við lýðræðisstefnu Garðabæjar og verkefnið „Betri Garðabær“ sem er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa. Garðabær hefur einnig hafið innleiðingu á verkefninu barnvænt sveitarfélag sem snýr meðal annars að því að börn og ungmenni séu höfð með í ráðum varðandi nærumhverfi sitt og þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins viljum halda áfram að þróa með íbúum framangreind verkefni. Stafrænar lausnir fyrir Garðabæ Undanfarin ár hefur tækniþróun verið hröð og vilja nú flestir nálgast þjónustu og upplýsingar frá bæjarfélaginu á einfaldan og auðveldan hátt. Til að halda í við slíka þróun er mikilvægt að sveitarfélögin í landinu vinni saman og nýti sameiginlega þekkingu og mannafla. Dæmi um nýjar tæknilausnir eru rafræn sundkort sem tekin voru í notkun í almenningssundlaugum Garðabæjar um síðustu mánaðarmót. Um þróunarverkefni er að ræða sem leitt er af Garðabæ sem er fyrsta bæjarfélagið til að bjóða upp á slík kort. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins viljum halda áfram á braut tækninnar. Með stafrænum lausnum má einfalda og auðvelda íbúum Garðarbæjar samskipti við bæinn sinn og aðgang að mikilvægum upplýsingum. Til starfa fyrir Garðabæ Það fylgir því mikil ábyrgð að bjóða sig fram og vilja stýra bæjarfélagi eins og Garðabæ. Það er ábyrgð sem við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins tökum mjög alvarlega. Við viljum halda áfram að vinna af fullum krafti í þágu Garðbæinga og óskum við því eftir stuðningi ykkar í sveitastjórnarkosningunum þann 14. maí næstkomandi. Setjið X við D. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar