Hafnarfjörður í forystu í aukinni umhverfisvernd Helga Björg Loftsdóttir skrifar 28. apríl 2022 00:01 Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að umhverfismálin eru á allra vörum í dag. Umræðan og vitunarvakningin hefur stóraukist á síðustu árum. Með áframhaldandi markvissum aðgerðum og fræðslu þarf að draga enn frekar úr losun á gróðurhúsalofttegundum og úrgangi. Hafnfirðingar hafa tekið umhverfismálin alvarlega enda fylgir Hafnarfjörður metnaðarfullri og ýítarlegri umhverfis- og auðlindastefnu. Við þurfum að hraða orkuskiptum í samgöngum og setja upp fleiri hleðslustöðvar í bænum en slík uppbygging hvetur til aukinnar rafbílavæðingar. Greiða þarf úr umferðartöfum í Hafnarfirði með breyttu skipulagi en þar er Reykjanesbrautin skýrasta dæmið. Umferðartafir eru ekki einungis leiðinlegar og tímafrekar heldur valda þær einnig útblástursmengun ásamt óþarfa eldsneytiseyðslu og kolefnislosun. Náttúruperlur Hafnarfjarðar Hafnarfjörður hefur að geyma einstakar náttúruperlur sem standa þarf vörð um ásamt því að betrumbæta önnur útivistarsvæði. Halda þarf hjóla- og göngustígum vel við og setja upp fleiri merktar göngu- og hjólaleiðir um Hafnarfjörð líkt og gert hefur verið í nágrannasveitarfélögum. Það eykur líkurnar á því einstaklingar leggi bílnum og kjósi að ganga eða hjóla í staðinn. Hafnarfjörður gerði samning við Kolvið um kolefnisjöfnuð árið 2019 en við vorum fyrsta sveitarfélagið til þess að semja við Kolvið um kolefnisjöfnun. Ár hvert kolefnisjafnar Hafnarfjörður rekstur bæjarins ársins á undan. Undanfarin fjögur ár hefur losun gróðurhúsalofttegunda verið í kringum 850 tonn CO2, en stakkaskipti urðu árið 2021 þegar losunin fór niður í 782 tonn CO2. Til að kolefnisjafna það ár voru gróðursett 7.830 tré. Komum vel fram við jörðina okkar Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á Íslandi sem getur státað af því að vera með umhverfishvata í formi afsláttar af lóðaverði en Hafnarfjörður veitir afslátt af lóðaverði með því skilyrði að umhverfisvottuð uppbygging eigi sér stað á henni. Ef uppbygging er Svansvottuð er veittur 20% afsláttur af lóðaverði og 20-30% afsláttur af lóðaverði ef uppbygging er BREEAM vottuð. Það er mikilvægt að við komum vel fram við jörðina okkar svo að komandi kynslóðir geti notið sömu tækifæra og núverandi kynslóð, en með aukinni losun á gróðurhúsalofttegundum og öðrum umhverfisáhrifum mun líf á jörðinni ekki verða eins til framtíðar. Það er því mjög mikilvægt að við grípum í taumana núna áður en það verður orðið um seinan og opnum augun fyrir því hversu mikið okkar daglegu þarfir og gjörðir hafa áhrif á umhverfið. Árangur næst með góðu samstarfi stjórnvalda, atvinnulífsins og almennings. Höfundur skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Umhverfismál Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að umhverfismálin eru á allra vörum í dag. Umræðan og vitunarvakningin hefur stóraukist á síðustu árum. Með áframhaldandi markvissum aðgerðum og fræðslu þarf að draga enn frekar úr losun á gróðurhúsalofttegundum og úrgangi. Hafnfirðingar hafa tekið umhverfismálin alvarlega enda fylgir Hafnarfjörður metnaðarfullri og ýítarlegri umhverfis- og auðlindastefnu. Við þurfum að hraða orkuskiptum í samgöngum og setja upp fleiri hleðslustöðvar í bænum en slík uppbygging hvetur til aukinnar rafbílavæðingar. Greiða þarf úr umferðartöfum í Hafnarfirði með breyttu skipulagi en þar er Reykjanesbrautin skýrasta dæmið. Umferðartafir eru ekki einungis leiðinlegar og tímafrekar heldur valda þær einnig útblástursmengun ásamt óþarfa eldsneytiseyðslu og kolefnislosun. Náttúruperlur Hafnarfjarðar Hafnarfjörður hefur að geyma einstakar náttúruperlur sem standa þarf vörð um ásamt því að betrumbæta önnur útivistarsvæði. Halda þarf hjóla- og göngustígum vel við og setja upp fleiri merktar göngu- og hjólaleiðir um Hafnarfjörð líkt og gert hefur verið í nágrannasveitarfélögum. Það eykur líkurnar á því einstaklingar leggi bílnum og kjósi að ganga eða hjóla í staðinn. Hafnarfjörður gerði samning við Kolvið um kolefnisjöfnuð árið 2019 en við vorum fyrsta sveitarfélagið til þess að semja við Kolvið um kolefnisjöfnun. Ár hvert kolefnisjafnar Hafnarfjörður rekstur bæjarins ársins á undan. Undanfarin fjögur ár hefur losun gróðurhúsalofttegunda verið í kringum 850 tonn CO2, en stakkaskipti urðu árið 2021 þegar losunin fór niður í 782 tonn CO2. Til að kolefnisjafna það ár voru gróðursett 7.830 tré. Komum vel fram við jörðina okkar Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á Íslandi sem getur státað af því að vera með umhverfishvata í formi afsláttar af lóðaverði en Hafnarfjörður veitir afslátt af lóðaverði með því skilyrði að umhverfisvottuð uppbygging eigi sér stað á henni. Ef uppbygging er Svansvottuð er veittur 20% afsláttur af lóðaverði og 20-30% afsláttur af lóðaverði ef uppbygging er BREEAM vottuð. Það er mikilvægt að við komum vel fram við jörðina okkar svo að komandi kynslóðir geti notið sömu tækifæra og núverandi kynslóð, en með aukinni losun á gróðurhúsalofttegundum og öðrum umhverfisáhrifum mun líf á jörðinni ekki verða eins til framtíðar. Það er því mjög mikilvægt að við grípum í taumana núna áður en það verður orðið um seinan og opnum augun fyrir því hversu mikið okkar daglegu þarfir og gjörðir hafa áhrif á umhverfið. Árangur næst með góðu samstarfi stjórnvalda, atvinnulífsins og almennings. Höfundur skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun