Hafnarfjörður í forystu í aukinni umhverfisvernd Helga Björg Loftsdóttir skrifar 28. apríl 2022 00:01 Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að umhverfismálin eru á allra vörum í dag. Umræðan og vitunarvakningin hefur stóraukist á síðustu árum. Með áframhaldandi markvissum aðgerðum og fræðslu þarf að draga enn frekar úr losun á gróðurhúsalofttegundum og úrgangi. Hafnfirðingar hafa tekið umhverfismálin alvarlega enda fylgir Hafnarfjörður metnaðarfullri og ýítarlegri umhverfis- og auðlindastefnu. Við þurfum að hraða orkuskiptum í samgöngum og setja upp fleiri hleðslustöðvar í bænum en slík uppbygging hvetur til aukinnar rafbílavæðingar. Greiða þarf úr umferðartöfum í Hafnarfirði með breyttu skipulagi en þar er Reykjanesbrautin skýrasta dæmið. Umferðartafir eru ekki einungis leiðinlegar og tímafrekar heldur valda þær einnig útblástursmengun ásamt óþarfa eldsneytiseyðslu og kolefnislosun. Náttúruperlur Hafnarfjarðar Hafnarfjörður hefur að geyma einstakar náttúruperlur sem standa þarf vörð um ásamt því að betrumbæta önnur útivistarsvæði. Halda þarf hjóla- og göngustígum vel við og setja upp fleiri merktar göngu- og hjólaleiðir um Hafnarfjörð líkt og gert hefur verið í nágrannasveitarfélögum. Það eykur líkurnar á því einstaklingar leggi bílnum og kjósi að ganga eða hjóla í staðinn. Hafnarfjörður gerði samning við Kolvið um kolefnisjöfnuð árið 2019 en við vorum fyrsta sveitarfélagið til þess að semja við Kolvið um kolefnisjöfnun. Ár hvert kolefnisjafnar Hafnarfjörður rekstur bæjarins ársins á undan. Undanfarin fjögur ár hefur losun gróðurhúsalofttegunda verið í kringum 850 tonn CO2, en stakkaskipti urðu árið 2021 þegar losunin fór niður í 782 tonn CO2. Til að kolefnisjafna það ár voru gróðursett 7.830 tré. Komum vel fram við jörðina okkar Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á Íslandi sem getur státað af því að vera með umhverfishvata í formi afsláttar af lóðaverði en Hafnarfjörður veitir afslátt af lóðaverði með því skilyrði að umhverfisvottuð uppbygging eigi sér stað á henni. Ef uppbygging er Svansvottuð er veittur 20% afsláttur af lóðaverði og 20-30% afsláttur af lóðaverði ef uppbygging er BREEAM vottuð. Það er mikilvægt að við komum vel fram við jörðina okkar svo að komandi kynslóðir geti notið sömu tækifæra og núverandi kynslóð, en með aukinni losun á gróðurhúsalofttegundum og öðrum umhverfisáhrifum mun líf á jörðinni ekki verða eins til framtíðar. Það er því mjög mikilvægt að við grípum í taumana núna áður en það verður orðið um seinan og opnum augun fyrir því hversu mikið okkar daglegu þarfir og gjörðir hafa áhrif á umhverfið. Árangur næst með góðu samstarfi stjórnvalda, atvinnulífsins og almennings. Höfundur skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Umhverfismál Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að umhverfismálin eru á allra vörum í dag. Umræðan og vitunarvakningin hefur stóraukist á síðustu árum. Með áframhaldandi markvissum aðgerðum og fræðslu þarf að draga enn frekar úr losun á gróðurhúsalofttegundum og úrgangi. Hafnfirðingar hafa tekið umhverfismálin alvarlega enda fylgir Hafnarfjörður metnaðarfullri og ýítarlegri umhverfis- og auðlindastefnu. Við þurfum að hraða orkuskiptum í samgöngum og setja upp fleiri hleðslustöðvar í bænum en slík uppbygging hvetur til aukinnar rafbílavæðingar. Greiða þarf úr umferðartöfum í Hafnarfirði með breyttu skipulagi en þar er Reykjanesbrautin skýrasta dæmið. Umferðartafir eru ekki einungis leiðinlegar og tímafrekar heldur valda þær einnig útblástursmengun ásamt óþarfa eldsneytiseyðslu og kolefnislosun. Náttúruperlur Hafnarfjarðar Hafnarfjörður hefur að geyma einstakar náttúruperlur sem standa þarf vörð um ásamt því að betrumbæta önnur útivistarsvæði. Halda þarf hjóla- og göngustígum vel við og setja upp fleiri merktar göngu- og hjólaleiðir um Hafnarfjörð líkt og gert hefur verið í nágrannasveitarfélögum. Það eykur líkurnar á því einstaklingar leggi bílnum og kjósi að ganga eða hjóla í staðinn. Hafnarfjörður gerði samning við Kolvið um kolefnisjöfnuð árið 2019 en við vorum fyrsta sveitarfélagið til þess að semja við Kolvið um kolefnisjöfnun. Ár hvert kolefnisjafnar Hafnarfjörður rekstur bæjarins ársins á undan. Undanfarin fjögur ár hefur losun gróðurhúsalofttegunda verið í kringum 850 tonn CO2, en stakkaskipti urðu árið 2021 þegar losunin fór niður í 782 tonn CO2. Til að kolefnisjafna það ár voru gróðursett 7.830 tré. Komum vel fram við jörðina okkar Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á Íslandi sem getur státað af því að vera með umhverfishvata í formi afsláttar af lóðaverði en Hafnarfjörður veitir afslátt af lóðaverði með því skilyrði að umhverfisvottuð uppbygging eigi sér stað á henni. Ef uppbygging er Svansvottuð er veittur 20% afsláttur af lóðaverði og 20-30% afsláttur af lóðaverði ef uppbygging er BREEAM vottuð. Það er mikilvægt að við komum vel fram við jörðina okkar svo að komandi kynslóðir geti notið sömu tækifæra og núverandi kynslóð, en með aukinni losun á gróðurhúsalofttegundum og öðrum umhverfisáhrifum mun líf á jörðinni ekki verða eins til framtíðar. Það er því mjög mikilvægt að við grípum í taumana núna áður en það verður orðið um seinan og opnum augun fyrir því hversu mikið okkar daglegu þarfir og gjörðir hafa áhrif á umhverfið. Árangur næst með góðu samstarfi stjórnvalda, atvinnulífsins og almennings. Höfundur skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun