Lítil börn í stórum skólum Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar 6. maí 2022 09:30 Það er mikill munur á grunnskóla og leikskóla. Leikskólar eru yfirleitt litlir með viðmið um fá börn á hvern kennara á meðan fjöldi barna í umsjón hvers kennara getur farið vel yfir 20 í grunnskóla. Það er líka mikill munur á börnum milli þessara skólastiga. Menntunin sem fram fer í leikskólum er jafnmikilvæg grunnskólamenntuninni þó henni sé hagað á allt annan hátt. Það er góð þroskafræðileg ástæða fyrir því að langflest lönd miða við 6 ára sem fyrsta ár grunnskólans og aðeins 11% allra landa í heiminum láta hann byrja fyrr. Það er vanhugsað hjá Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, að leiðin til að spara fjármuni sé að stytta leikskólann og að þá verði hægt að taka þar inn fleiri börn. Að þessari hugmynd sé ætlað að upphefja leikskólastarfið og leysa mönnunarvandann staðfestir að ekki hefur verið talað við marga kennara um hugmyndina. Ánægja foreldra með leikskóla Ég efast um að margir foreldrar fagni þeirri snöggsoðnu hugmynd að færa fimm ára barnið þeirra í grunnskóla. Þau sem hafa verið með barn í grunnskóla þekkja þann gífurlega mun sem er alla jafna á nálgun og umhverfi barna milli þessara skólastiga. Af hverju að taka gleðina og áhyggjuleysið sem börn njóta í leikskólum frá þeim ári fyrr? Foreldrar treysta leikskólum vel fyrir börnunum. Það er ekki sjálfgefið þegar um ræðir það dýrmætasta af öllu í lífi foreldra enda gera þeir miklar kröfur til leikskólastarfsfólks. Á hverju ári eru gerðar ánægjumælingar og leikskólar státa af ánægðum foreldrum. Traust og ánægja foreldra og gæði þjónustunnar eru afleiðing þess að í leikskólanum starfar fagfólk sem þekkir þroska yngstu Reykvíkinganna vel og hefur byggt upp umhverfi sem hentar. Verndum æskuna Það eru mikil viðbrigði fyrir börnin að hefja grunnskólagöngu, þar sem aðrar og nýjar kröfur eru gerðar til þeirra. Til eru dæmi um fimm ára bekki við grunnskóla sem og samrekstur leik- og grunnskóla þar sem vel hefur tekist til og ánægja barna, foreldra og kennara er mikil. Það er hins vegar allt annað en kerfisbreyting sem hefði áhrif á alla skóla borgarinnar, miklar breytingar í starfsmannahaldi og ófyrirséðan kostnað. Þau börn sem eru í leikskóla í dag gætu orðið yfir 100 ára gömul. Viðreisn vill ræða um allt lífskeið Reykvíkinga með þá framtíðarsýn í huga að öll eigi að fá notið hvers æviskeiðs sem best. Umræða um styttingu skólastiga er í hrópandi mótsögn við þá stefnu. Það er eðlilegra að huga að lengri tíma þar sem leikurinn ræður för þar sem menntun er hluti af öllu lífsskeiðinu. Við byggjum áfram upp gott leikskólastarf og tryggjum með því góða menntun og öruggt umhverfi, í leikskólum sem eru hannaðir til að mæta börnum á fyrsta æviskeiðinu. Verndum æskuna. Höfundur skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Börn og uppeldi Viðreisn Þórdís Sigurðardóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það er mikill munur á grunnskóla og leikskóla. Leikskólar eru yfirleitt litlir með viðmið um fá börn á hvern kennara á meðan fjöldi barna í umsjón hvers kennara getur farið vel yfir 20 í grunnskóla. Það er líka mikill munur á börnum milli þessara skólastiga. Menntunin sem fram fer í leikskólum er jafnmikilvæg grunnskólamenntuninni þó henni sé hagað á allt annan hátt. Það er góð þroskafræðileg ástæða fyrir því að langflest lönd miða við 6 ára sem fyrsta ár grunnskólans og aðeins 11% allra landa í heiminum láta hann byrja fyrr. Það er vanhugsað hjá Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, að leiðin til að spara fjármuni sé að stytta leikskólann og að þá verði hægt að taka þar inn fleiri börn. Að þessari hugmynd sé ætlað að upphefja leikskólastarfið og leysa mönnunarvandann staðfestir að ekki hefur verið talað við marga kennara um hugmyndina. Ánægja foreldra með leikskóla Ég efast um að margir foreldrar fagni þeirri snöggsoðnu hugmynd að færa fimm ára barnið þeirra í grunnskóla. Þau sem hafa verið með barn í grunnskóla þekkja þann gífurlega mun sem er alla jafna á nálgun og umhverfi barna milli þessara skólastiga. Af hverju að taka gleðina og áhyggjuleysið sem börn njóta í leikskólum frá þeim ári fyrr? Foreldrar treysta leikskólum vel fyrir börnunum. Það er ekki sjálfgefið þegar um ræðir það dýrmætasta af öllu í lífi foreldra enda gera þeir miklar kröfur til leikskólastarfsfólks. Á hverju ári eru gerðar ánægjumælingar og leikskólar státa af ánægðum foreldrum. Traust og ánægja foreldra og gæði þjónustunnar eru afleiðing þess að í leikskólanum starfar fagfólk sem þekkir þroska yngstu Reykvíkinganna vel og hefur byggt upp umhverfi sem hentar. Verndum æskuna Það eru mikil viðbrigði fyrir börnin að hefja grunnskólagöngu, þar sem aðrar og nýjar kröfur eru gerðar til þeirra. Til eru dæmi um fimm ára bekki við grunnskóla sem og samrekstur leik- og grunnskóla þar sem vel hefur tekist til og ánægja barna, foreldra og kennara er mikil. Það er hins vegar allt annað en kerfisbreyting sem hefði áhrif á alla skóla borgarinnar, miklar breytingar í starfsmannahaldi og ófyrirséðan kostnað. Þau börn sem eru í leikskóla í dag gætu orðið yfir 100 ára gömul. Viðreisn vill ræða um allt lífskeið Reykvíkinga með þá framtíðarsýn í huga að öll eigi að fá notið hvers æviskeiðs sem best. Umræða um styttingu skólastiga er í hrópandi mótsögn við þá stefnu. Það er eðlilegra að huga að lengri tíma þar sem leikurinn ræður för þar sem menntun er hluti af öllu lífsskeiðinu. Við byggjum áfram upp gott leikskólastarf og tryggjum með því góða menntun og öruggt umhverfi, í leikskólum sem eru hannaðir til að mæta börnum á fyrsta æviskeiðinu. Verndum æskuna. Höfundur skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun