Lítil börn í stórum skólum Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar 6. maí 2022 09:30 Það er mikill munur á grunnskóla og leikskóla. Leikskólar eru yfirleitt litlir með viðmið um fá börn á hvern kennara á meðan fjöldi barna í umsjón hvers kennara getur farið vel yfir 20 í grunnskóla. Það er líka mikill munur á börnum milli þessara skólastiga. Menntunin sem fram fer í leikskólum er jafnmikilvæg grunnskólamenntuninni þó henni sé hagað á allt annan hátt. Það er góð þroskafræðileg ástæða fyrir því að langflest lönd miða við 6 ára sem fyrsta ár grunnskólans og aðeins 11% allra landa í heiminum láta hann byrja fyrr. Það er vanhugsað hjá Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, að leiðin til að spara fjármuni sé að stytta leikskólann og að þá verði hægt að taka þar inn fleiri börn. Að þessari hugmynd sé ætlað að upphefja leikskólastarfið og leysa mönnunarvandann staðfestir að ekki hefur verið talað við marga kennara um hugmyndina. Ánægja foreldra með leikskóla Ég efast um að margir foreldrar fagni þeirri snöggsoðnu hugmynd að færa fimm ára barnið þeirra í grunnskóla. Þau sem hafa verið með barn í grunnskóla þekkja þann gífurlega mun sem er alla jafna á nálgun og umhverfi barna milli þessara skólastiga. Af hverju að taka gleðina og áhyggjuleysið sem börn njóta í leikskólum frá þeim ári fyrr? Foreldrar treysta leikskólum vel fyrir börnunum. Það er ekki sjálfgefið þegar um ræðir það dýrmætasta af öllu í lífi foreldra enda gera þeir miklar kröfur til leikskólastarfsfólks. Á hverju ári eru gerðar ánægjumælingar og leikskólar státa af ánægðum foreldrum. Traust og ánægja foreldra og gæði þjónustunnar eru afleiðing þess að í leikskólanum starfar fagfólk sem þekkir þroska yngstu Reykvíkinganna vel og hefur byggt upp umhverfi sem hentar. Verndum æskuna Það eru mikil viðbrigði fyrir börnin að hefja grunnskólagöngu, þar sem aðrar og nýjar kröfur eru gerðar til þeirra. Til eru dæmi um fimm ára bekki við grunnskóla sem og samrekstur leik- og grunnskóla þar sem vel hefur tekist til og ánægja barna, foreldra og kennara er mikil. Það er hins vegar allt annað en kerfisbreyting sem hefði áhrif á alla skóla borgarinnar, miklar breytingar í starfsmannahaldi og ófyrirséðan kostnað. Þau börn sem eru í leikskóla í dag gætu orðið yfir 100 ára gömul. Viðreisn vill ræða um allt lífskeið Reykvíkinga með þá framtíðarsýn í huga að öll eigi að fá notið hvers æviskeiðs sem best. Umræða um styttingu skólastiga er í hrópandi mótsögn við þá stefnu. Það er eðlilegra að huga að lengri tíma þar sem leikurinn ræður för þar sem menntun er hluti af öllu lífsskeiðinu. Við byggjum áfram upp gott leikskólastarf og tryggjum með því góða menntun og öruggt umhverfi, í leikskólum sem eru hannaðir til að mæta börnum á fyrsta æviskeiðinu. Verndum æskuna. Höfundur skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Börn og uppeldi Viðreisn Þórdís Sigurðardóttir Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikill munur á grunnskóla og leikskóla. Leikskólar eru yfirleitt litlir með viðmið um fá börn á hvern kennara á meðan fjöldi barna í umsjón hvers kennara getur farið vel yfir 20 í grunnskóla. Það er líka mikill munur á börnum milli þessara skólastiga. Menntunin sem fram fer í leikskólum er jafnmikilvæg grunnskólamenntuninni þó henni sé hagað á allt annan hátt. Það er góð þroskafræðileg ástæða fyrir því að langflest lönd miða við 6 ára sem fyrsta ár grunnskólans og aðeins 11% allra landa í heiminum láta hann byrja fyrr. Það er vanhugsað hjá Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, að leiðin til að spara fjármuni sé að stytta leikskólann og að þá verði hægt að taka þar inn fleiri börn. Að þessari hugmynd sé ætlað að upphefja leikskólastarfið og leysa mönnunarvandann staðfestir að ekki hefur verið talað við marga kennara um hugmyndina. Ánægja foreldra með leikskóla Ég efast um að margir foreldrar fagni þeirri snöggsoðnu hugmynd að færa fimm ára barnið þeirra í grunnskóla. Þau sem hafa verið með barn í grunnskóla þekkja þann gífurlega mun sem er alla jafna á nálgun og umhverfi barna milli þessara skólastiga. Af hverju að taka gleðina og áhyggjuleysið sem börn njóta í leikskólum frá þeim ári fyrr? Foreldrar treysta leikskólum vel fyrir börnunum. Það er ekki sjálfgefið þegar um ræðir það dýrmætasta af öllu í lífi foreldra enda gera þeir miklar kröfur til leikskólastarfsfólks. Á hverju ári eru gerðar ánægjumælingar og leikskólar státa af ánægðum foreldrum. Traust og ánægja foreldra og gæði þjónustunnar eru afleiðing þess að í leikskólanum starfar fagfólk sem þekkir þroska yngstu Reykvíkinganna vel og hefur byggt upp umhverfi sem hentar. Verndum æskuna Það eru mikil viðbrigði fyrir börnin að hefja grunnskólagöngu, þar sem aðrar og nýjar kröfur eru gerðar til þeirra. Til eru dæmi um fimm ára bekki við grunnskóla sem og samrekstur leik- og grunnskóla þar sem vel hefur tekist til og ánægja barna, foreldra og kennara er mikil. Það er hins vegar allt annað en kerfisbreyting sem hefði áhrif á alla skóla borgarinnar, miklar breytingar í starfsmannahaldi og ófyrirséðan kostnað. Þau börn sem eru í leikskóla í dag gætu orðið yfir 100 ára gömul. Viðreisn vill ræða um allt lífskeið Reykvíkinga með þá framtíðarsýn í huga að öll eigi að fá notið hvers æviskeiðs sem best. Umræða um styttingu skólastiga er í hrópandi mótsögn við þá stefnu. Það er eðlilegra að huga að lengri tíma þar sem leikurinn ræður för þar sem menntun er hluti af öllu lífsskeiðinu. Við byggjum áfram upp gott leikskólastarf og tryggjum með því góða menntun og öruggt umhverfi, í leikskólum sem eru hannaðir til að mæta börnum á fyrsta æviskeiðinu. Verndum æskuna. Höfundur skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun