Hvað er barninu mínu fyrir bestu? Arnrún Magnúsdóttir skrifar 6. maí 2022 14:01 Í samtali við foreldra minni ég þau á að eignast barn er enn mikilvægara en að stofna fyrirtæki ehf. Samt sem áður má líkja þessu saman, það geri ég gjarnan. Þegar barn fæðist þá „eignast“ uppalendur kennitölu. Sem þau bera ábyrgð á fyrstu 18 árin. Þessa kennitölu er ekki hægt að, taka arð út úr, keyra í þrot, skipta um kennitölu, fá inn hluthafa, selja hlut í, til eru lög í landinu að það sé með öllu óheimilt að vanrækja barn með neinum hætti. Þetta er „FYRIRTÆKIÐ ÞITT NÆSTU 18 ÁRIN EHF“ (Ekkert Helvítis Frí ). Líf einstaklingsins er mikilvægt að undirbúa vel, vanda að tengsl við uppalendur sé með jöfnu móti. Að bernskan sé ræktuð, nærð með umhyggju og utan um haldi. Að hugað sé strax að tilfinninga- og félagsþroska sem er mikilvægt alla ævi. Um leið og barnið er komið inn í heim uppalenda, tekur við heilmikið skipulag. Það er m.a. heilsufarseftirlit, umsókn um skólavist í leikskóla, mæta í aðlögun, sitja fundi og samtöl. Síðan þarf að sækja barnið þegar það veikist, virða vistunartíma, sumarfrí jafnvel lokun leikskólans, það þarf að tilkynna forföll og eða frí barnsins. Þessi heilmikla vinna krefst þess að persónulegur tími er oft af skornum skammti, upplifun uppalenda stundum sú að of miklar kröfur séu gerðar frá leikskólanum með mætingu að barnið sé í sem bestum klæðnaði til að það geti athafnað sig í náminu. Horfum á fyrirtækjareksturinn, það þarf að sækja um starfsleyfi, heilbrigðisleyfi, rekstrarleyfi, brunavarnir, borga skatta og fleira. Eftirlitsaðilar mæta á staðinn án þess að gera boð á undan sér, setja út á og gera kröfur um bættari húsakost eða annað. Þau sem reka fyrirtæki, þekkja mikilvægi þess að standa í skilum, á opinberum gjöldum, að semja um frest á greiðslum og fleira. Ég tel að margir eiga auðvelt að bera þetta saman við uppeldishlutverkið. Í mörgum tilfellum er þetta ekki flókið, líkt og í almennum fyrirtækjarekstri þá er hægt að sækja sér námskeið, fá inn leiðsögn og fleira, heilsugæslan, skólarnir, þjónustumiðstöðvar, einkastofur út í bæ eru boðin og búin að veita ráðgjöf. Það kemur fyrir að eigendur fyrirtækja kulna í starfi, í dag eru til lausnir við því ýmiskonar endurhæfing, sjúkraþjálfun og aðstoð. Þá velti ég upp spurningunni: Kulna uppalendur út í sínu hlutverki? Erum við kannski svo stolt að við viðurkennum ekki fyrir okkur sjálfum hvað þá öðrum að við þurfum hjálp? Uppalendur sem ég hef rætt við í gegnum tíðina átta sig oft á stöðu sinni eftir samtal þar sem þessi samanburður er viðhafður. Stundum erum við að tala um 5 manna fjölskyldu, móðir á fyrirtæki, faðir á fyrirtæki saman eiga þau 3 börn (3 fyrirtæki) fyrir utan hjónabandið sem má líka líkja við fyrirtæki. Ég spyr gengur þetta upp án þess að fá aðstoð? Sem betur fer eru ótal mörg grasrótarsamtök sem vinna ómælanlegt starf oft á tíðum er það sjálfboðaliða starf. Þau vekja athygli á mikilvægi uppeldis og umönnunar strax frá fæðingu. Að öllum ólöstuðum vil ég nefna samtökin, Þorpið tengslasetur, Fyrstu fimm. Sem einbeita sér að standa vörð um fyrstu ár í lífi einstaklings, þau eru til fyrirmyndar. Áhersla og umræða margra stjórnmálaflokka fyrir þessar kosningar láta í ljós að leikskólaárin séu biðár eða geymsla þar til alvöru grunnskólaganga hefst. Fjöldi íslenskra og erlendra rannsókna sýna að þessi fyrstu ár eru grunnurinn af því sem koma skal, lengi býr að fyrstu gerð. Sem betur fer er þó umræðan orðin opinská og það færist í vöxt meðal yngri kynslóða, það er gríðarlega jákvætt. Faðir sagði eitt sinn við mig með tárin í augunum „ ég kann ekki að vera pabbi, ég hef aldrei verið það áður, það er ekkert sem ég get gert rétt, ég þarf hjálp“ Ég er stolt af uppalendum sem berskjalda sig og leita sér aðstoðar. Við erum ólík og höfum mismunandi bakgrunn, við lærum lítið um uppeldishlutverkið í skólagöngu okkar og því er eðlilegt að engum sé það í blóð borið að verða gott foreldri. Ég lifi fyrir að styrkja uppalendur í þessu mikilvæga hlutverki. Það eru til lausnir við verðum að vernda börnin, leita aðstoðar, berskjalda okkur sérstaklega fyrir okkur sjálfum og nánustu, hvernig okkur líður í þessu merkilegasta og mikilvægasta hlutverki lífsins. Kæru uppalendur hafið í huga hvað þið veljið fyrir börnin ykkar á kjördag. Að lokum langar mig að minna okkur öll á að séum við í vanda, er það skylda okkar gagnvart barninu að leita aðstoðar „SEGÐU FRÁ“. Höfundur er leikskólakennari og heldur úti Samtalinu fræðsla ekki hræðsla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í samtali við foreldra minni ég þau á að eignast barn er enn mikilvægara en að stofna fyrirtæki ehf. Samt sem áður má líkja þessu saman, það geri ég gjarnan. Þegar barn fæðist þá „eignast“ uppalendur kennitölu. Sem þau bera ábyrgð á fyrstu 18 árin. Þessa kennitölu er ekki hægt að, taka arð út úr, keyra í þrot, skipta um kennitölu, fá inn hluthafa, selja hlut í, til eru lög í landinu að það sé með öllu óheimilt að vanrækja barn með neinum hætti. Þetta er „FYRIRTÆKIÐ ÞITT NÆSTU 18 ÁRIN EHF“ (Ekkert Helvítis Frí ). Líf einstaklingsins er mikilvægt að undirbúa vel, vanda að tengsl við uppalendur sé með jöfnu móti. Að bernskan sé ræktuð, nærð með umhyggju og utan um haldi. Að hugað sé strax að tilfinninga- og félagsþroska sem er mikilvægt alla ævi. Um leið og barnið er komið inn í heim uppalenda, tekur við heilmikið skipulag. Það er m.a. heilsufarseftirlit, umsókn um skólavist í leikskóla, mæta í aðlögun, sitja fundi og samtöl. Síðan þarf að sækja barnið þegar það veikist, virða vistunartíma, sumarfrí jafnvel lokun leikskólans, það þarf að tilkynna forföll og eða frí barnsins. Þessi heilmikla vinna krefst þess að persónulegur tími er oft af skornum skammti, upplifun uppalenda stundum sú að of miklar kröfur séu gerðar frá leikskólanum með mætingu að barnið sé í sem bestum klæðnaði til að það geti athafnað sig í náminu. Horfum á fyrirtækjareksturinn, það þarf að sækja um starfsleyfi, heilbrigðisleyfi, rekstrarleyfi, brunavarnir, borga skatta og fleira. Eftirlitsaðilar mæta á staðinn án þess að gera boð á undan sér, setja út á og gera kröfur um bættari húsakost eða annað. Þau sem reka fyrirtæki, þekkja mikilvægi þess að standa í skilum, á opinberum gjöldum, að semja um frest á greiðslum og fleira. Ég tel að margir eiga auðvelt að bera þetta saman við uppeldishlutverkið. Í mörgum tilfellum er þetta ekki flókið, líkt og í almennum fyrirtækjarekstri þá er hægt að sækja sér námskeið, fá inn leiðsögn og fleira, heilsugæslan, skólarnir, þjónustumiðstöðvar, einkastofur út í bæ eru boðin og búin að veita ráðgjöf. Það kemur fyrir að eigendur fyrirtækja kulna í starfi, í dag eru til lausnir við því ýmiskonar endurhæfing, sjúkraþjálfun og aðstoð. Þá velti ég upp spurningunni: Kulna uppalendur út í sínu hlutverki? Erum við kannski svo stolt að við viðurkennum ekki fyrir okkur sjálfum hvað þá öðrum að við þurfum hjálp? Uppalendur sem ég hef rætt við í gegnum tíðina átta sig oft á stöðu sinni eftir samtal þar sem þessi samanburður er viðhafður. Stundum erum við að tala um 5 manna fjölskyldu, móðir á fyrirtæki, faðir á fyrirtæki saman eiga þau 3 börn (3 fyrirtæki) fyrir utan hjónabandið sem má líka líkja við fyrirtæki. Ég spyr gengur þetta upp án þess að fá aðstoð? Sem betur fer eru ótal mörg grasrótarsamtök sem vinna ómælanlegt starf oft á tíðum er það sjálfboðaliða starf. Þau vekja athygli á mikilvægi uppeldis og umönnunar strax frá fæðingu. Að öllum ólöstuðum vil ég nefna samtökin, Þorpið tengslasetur, Fyrstu fimm. Sem einbeita sér að standa vörð um fyrstu ár í lífi einstaklings, þau eru til fyrirmyndar. Áhersla og umræða margra stjórnmálaflokka fyrir þessar kosningar láta í ljós að leikskólaárin séu biðár eða geymsla þar til alvöru grunnskólaganga hefst. Fjöldi íslenskra og erlendra rannsókna sýna að þessi fyrstu ár eru grunnurinn af því sem koma skal, lengi býr að fyrstu gerð. Sem betur fer er þó umræðan orðin opinská og það færist í vöxt meðal yngri kynslóða, það er gríðarlega jákvætt. Faðir sagði eitt sinn við mig með tárin í augunum „ ég kann ekki að vera pabbi, ég hef aldrei verið það áður, það er ekkert sem ég get gert rétt, ég þarf hjálp“ Ég er stolt af uppalendum sem berskjalda sig og leita sér aðstoðar. Við erum ólík og höfum mismunandi bakgrunn, við lærum lítið um uppeldishlutverkið í skólagöngu okkar og því er eðlilegt að engum sé það í blóð borið að verða gott foreldri. Ég lifi fyrir að styrkja uppalendur í þessu mikilvæga hlutverki. Það eru til lausnir við verðum að vernda börnin, leita aðstoðar, berskjalda okkur sérstaklega fyrir okkur sjálfum og nánustu, hvernig okkur líður í þessu merkilegasta og mikilvægasta hlutverki lífsins. Kæru uppalendur hafið í huga hvað þið veljið fyrir börnin ykkar á kjördag. Að lokum langar mig að minna okkur öll á að séum við í vanda, er það skylda okkar gagnvart barninu að leita aðstoðar „SEGÐU FRÁ“. Höfundur er leikskólakennari og heldur úti Samtalinu fræðsla ekki hræðsla.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun