Úkraínuforseti ávarpar Alþingi Eyjólfur Ármannsson skrifar 10. maí 2022 12:01 Ávarp Volodímírs Selenskís, forseta Úkraínu, til alþingismanna og íslensku þjóðarinnar í gegnum fjarfundabúnað sl. föstudag við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis var sögulegt. Þetta var í fyrsta skipti sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis og markar tímamót. Úkraínska þjóðin heyr nú ein varnarstríð til að verja fósturjörð sína, sjálfstæði, frelsi og mannréttindi og þjóðerni sitt. Það er stríð í Evrópu. Innrásin í Úkraínu ógnar friði í heiminum en engin vissa er því fyrir að átökin takmarkist við Úkraínu. Innrásin er ógn við það alþjóðakerfi sem verið hefur við lýði allan lýðveldistímann, eða frá lokum síðari heimsstyrjaldar og byggir á virðingu fyrir alþjóðalögum. Ræða Selenskís Úkraínuforseta er áhrifamikil og mikilvæg. Allir eru hvattir til að lesa ræðuna, en hana má finna á vef Alþingis. Úkraínuforseti bendir okkur á að fleiri en 500.000 Úkraínumenn hafi nú verið sviptir skilríkjum sínum og fluttir á brott til Rússlands með valdi. Forsetinn segir m.a. í ræðu sinni eftirfarandi: Baráttan nú snýst um frelsið, þetta land sem við eigum með réttu, og um menningu okkar, en hún birtir þjóðareðli okkar og greinir okkur frá nágrönnum okkar, og hún varðveitir þráðinn sem liggur milli okkar, barnanna okkar og þeirra kynslóða sem á undan komu. Í upphafi ræðu sinnar minnir Úkraníuforseti okkur á að Úkraína og Ísland tengist sterkum böndum, að við höfum þekkst vel í meira en þúsund ár og að forfeður okkar hafi átt auðvelt með öll sín samskipti. Þessi sterku bönd minna okkur á siglingar norrænna manna á miðöldum til austurs, upp fljótin sem renna í Eystrasalt og niður þau til Svartahafs. Umfjöllun okkar um norræna miðaldaheiminn takmarkast um of við hinn vestnorræna heim sem Ísland var hluti af. Það takmarkar skilning okkar á mikilvægi víkingatímans og íslenskrar sagnaritunar. Fornsagan Eymundar þáttur Hringssonar minnir á tengsl Norðurlanda og Úkraínu. Sagan gerist í Garðaríki (Úkraínu) og segir frá Íslendingum og öðrum norrænum mönnum þar. Garðaríki var upphaflega stofnað af Svíum og norrænir menn og afkomendur fóru þar lengi með völd. Kænugarður (Kyiv) er við Dnépr-fljót á verslunarleiðinni á milli Skandinavíu og Miklagarðs (núverandi Istanbúl). Norðmenn hafa ætíð horft út á Atlantshafið en Svíar til austurs. Svíþjóð og Finnland ræða nú inngöngu í NATO vegna innrásar Pútíns. Eystrasaltsríkin eru í NATO. Við Íslendingar hljótum að styðja einhuga skjóta inngöngu þessara norrænu vinaþjóða okkar í NATO, kjósi þær að tryggja öryggi sitt með inngöngu. Með henni skapast forsendur til náinnar varnarsamvinnu Norðurlanda innan NATO. Innrásin í Úkraínu sýnir mikilvægi aðildar Íslands að NATO og Varnarsamningi okkar við Bandaríkin, sem eru grunnstoðir öryggis- og varnarmála okkar. Úkraína er ekki aðildarríki NATO en Íslandi á að standa þétt með vestrænum þjóðum í stuðningsaðgerðum sínum með hinni hugrökku úkraínsku þjóð á örlagatímum í sögu sinni. Við eigum að taka vel á móti Úkraínumönnum sem hingað leita og veita aðstoð flóttamönnum sem streyma frá Úkraínu til Póllands og annarra ríkja Evrópu. Það gerum við með að bjóða sérfræðiaðstoð og senda fjármagn til alþjóðastofnana og samtaka sem sinna móttöku flóttamanna. Ræða Selenskís, forseta Úkraínu, minnir okkur á mikilvægi þess að Ísland sýni samstöðu með úkraínsku þjóðinni í þessu gríðarlega mikilvæga máli sem varðar grundvöll lýðræðis, mannréttinda og sjálfstæðis þjóða. Það var vel við hæfi að hún var fyrsta ræða erlends þjóðhöfðingja á Alþingi og er vonandi upphafið á nýrri hefð á Alþingi Íslendinga. Ræðan minnir á mikilvægi virkrar þátttöku okkur sem sjálfstæðrar herlausrar smáþjóðar í samstarfi lýðræðisþjóða. Með ræðu sinni í þingsal Alþingis færði Úkraínuforseti boðskap þjóðar sinnar sem berst fyrir tilvist sinni og frelsi. Það er boðskapur sem varðar okkur öll. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Innrás Rússa í Úkraínu Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Ávarp Volodímírs Selenskís, forseta Úkraínu, til alþingismanna og íslensku þjóðarinnar í gegnum fjarfundabúnað sl. föstudag við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis var sögulegt. Þetta var í fyrsta skipti sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis og markar tímamót. Úkraínska þjóðin heyr nú ein varnarstríð til að verja fósturjörð sína, sjálfstæði, frelsi og mannréttindi og þjóðerni sitt. Það er stríð í Evrópu. Innrásin í Úkraínu ógnar friði í heiminum en engin vissa er því fyrir að átökin takmarkist við Úkraínu. Innrásin er ógn við það alþjóðakerfi sem verið hefur við lýði allan lýðveldistímann, eða frá lokum síðari heimsstyrjaldar og byggir á virðingu fyrir alþjóðalögum. Ræða Selenskís Úkraínuforseta er áhrifamikil og mikilvæg. Allir eru hvattir til að lesa ræðuna, en hana má finna á vef Alþingis. Úkraínuforseti bendir okkur á að fleiri en 500.000 Úkraínumenn hafi nú verið sviptir skilríkjum sínum og fluttir á brott til Rússlands með valdi. Forsetinn segir m.a. í ræðu sinni eftirfarandi: Baráttan nú snýst um frelsið, þetta land sem við eigum með réttu, og um menningu okkar, en hún birtir þjóðareðli okkar og greinir okkur frá nágrönnum okkar, og hún varðveitir þráðinn sem liggur milli okkar, barnanna okkar og þeirra kynslóða sem á undan komu. Í upphafi ræðu sinnar minnir Úkraníuforseti okkur á að Úkraína og Ísland tengist sterkum böndum, að við höfum þekkst vel í meira en þúsund ár og að forfeður okkar hafi átt auðvelt með öll sín samskipti. Þessi sterku bönd minna okkur á siglingar norrænna manna á miðöldum til austurs, upp fljótin sem renna í Eystrasalt og niður þau til Svartahafs. Umfjöllun okkar um norræna miðaldaheiminn takmarkast um of við hinn vestnorræna heim sem Ísland var hluti af. Það takmarkar skilning okkar á mikilvægi víkingatímans og íslenskrar sagnaritunar. Fornsagan Eymundar þáttur Hringssonar minnir á tengsl Norðurlanda og Úkraínu. Sagan gerist í Garðaríki (Úkraínu) og segir frá Íslendingum og öðrum norrænum mönnum þar. Garðaríki var upphaflega stofnað af Svíum og norrænir menn og afkomendur fóru þar lengi með völd. Kænugarður (Kyiv) er við Dnépr-fljót á verslunarleiðinni á milli Skandinavíu og Miklagarðs (núverandi Istanbúl). Norðmenn hafa ætíð horft út á Atlantshafið en Svíar til austurs. Svíþjóð og Finnland ræða nú inngöngu í NATO vegna innrásar Pútíns. Eystrasaltsríkin eru í NATO. Við Íslendingar hljótum að styðja einhuga skjóta inngöngu þessara norrænu vinaþjóða okkar í NATO, kjósi þær að tryggja öryggi sitt með inngöngu. Með henni skapast forsendur til náinnar varnarsamvinnu Norðurlanda innan NATO. Innrásin í Úkraínu sýnir mikilvægi aðildar Íslands að NATO og Varnarsamningi okkar við Bandaríkin, sem eru grunnstoðir öryggis- og varnarmála okkar. Úkraína er ekki aðildarríki NATO en Íslandi á að standa þétt með vestrænum þjóðum í stuðningsaðgerðum sínum með hinni hugrökku úkraínsku þjóð á örlagatímum í sögu sinni. Við eigum að taka vel á móti Úkraínumönnum sem hingað leita og veita aðstoð flóttamönnum sem streyma frá Úkraínu til Póllands og annarra ríkja Evrópu. Það gerum við með að bjóða sérfræðiaðstoð og senda fjármagn til alþjóðastofnana og samtaka sem sinna móttöku flóttamanna. Ræða Selenskís, forseta Úkraínu, minnir okkur á mikilvægi þess að Ísland sýni samstöðu með úkraínsku þjóðinni í þessu gríðarlega mikilvæga máli sem varðar grundvöll lýðræðis, mannréttinda og sjálfstæðis þjóða. Það var vel við hæfi að hún var fyrsta ræða erlends þjóðhöfðingja á Alþingi og er vonandi upphafið á nýrri hefð á Alþingi Íslendinga. Ræðan minnir á mikilvægi virkrar þátttöku okkur sem sjálfstæðrar herlausrar smáþjóðar í samstarfi lýðræðisþjóða. Með ræðu sinni í þingsal Alþingis færði Úkraínuforseti boðskap þjóðar sinnar sem berst fyrir tilvist sinni og frelsi. Það er boðskapur sem varðar okkur öll. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun