Í tæp 30 ár með skólamálin í borginni Þórdís Sigurðardóttir skrifar 13. maí 2022 07:01 Þegar kemur að skólamálum í Reykjavík hafa Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár. Það er því kominn tími á breytingar og nýja nálgun á ýmislegt í þessum mikilvæga málaflokki. Sérstaklega er brýnt að finna lausnir fyrir fjölskyldur og börn í Reykjavík. Kerfið er alltof þungt í vöfum. Við í Viðreisn biðjum um umboð til gagngerra breytinga á skólakerfinu. Staðan nú er sú að við náum ekki að mæta fjölskyldum og þeirra þörfum. Til að finna leiðir hvernig við gerum það þarf að treysta skólafólki fyrir störfunum sínum. Það væri stökk inn í betri og bjartari framtíð. Valdsvipting stjórnenda og kennara Við í Viðreisn viljum treysta stjórnendum og starfsfólki skólanna og sjá til þess að starfsemi skólanna verði á þeirra forræði. Skólafólkið sjálft ber ábyrgð á að skapa góðar aðstæður á hverjum degi fyrir börn og til þess að þær verði sem bestar þarf að styðja mun betur við umhverfi kennara og starfsfólks. Það er lykilatriði að hver og ein manneskja sem kemur að barni finni að sér er treyst og hafi umboð yfir sínu starfi. Við viljum færa valdið frá miðstýringu embættismanna og til skólanna. Starfsfólksins í skólunum sjálfum. Skólastjóri á að hafa sama vald yfir eigin skóla líkt og leikhússtjóri Borgarleikhússins. Óskorað vald til að ráða það fólk sem þarf til að leikhúsið virki. Það efast engin um að það er verkefni leikhússtjóra. Það sama á við um skólastjóra - það er á þeirra ábyrgð að hafa sýn og þá flóru af starfsfólki sem skólinn þarf á að halda hverju sinni til að uppfylla hlutverk sitt. Mætum hverju barni Við í Viðreisn höfum skýra sýn um valdeflingu stjórnenda og kennara. Skýra sýn á að mæta hverju og einu barni og að öll börn njóti sín og blómstri. Við viljum að samsetning og umgjörð skólanna nái að mæta ólíkum þörfum barna. Það þarf nýja nálgun og uppstokkun á kerfinu sem felur í sér að vald og ábyrgð fari til skólanna, stjórnenda og kennara því engir tveir skólar eru eins. Það er staðreynd að við verðum að gera miklu miklu betur í að styðja við starfið í skólum borgarinnar enda verður það æ flóknara með hverjum deginum. Barni sem líður vel er nám eðlislægt. Það er skýlaus krafa að efla öll börn og það er fátt sem eflir börn og samfélag meira en góðir skólar. Það hlutverk að efla börnin liggur hjá kennurum og stjórnendum skólans og þau vita hvað þarf til. Málaflokkurinn í nýjar hendur Það er kominn tími til að gefa nýjum hugmyndum og annarri nálgun tækifæri í skólamálum í Reykjavík. Við í Viðreisn höfum sýnt á síðastliðnu kjörtímabili að við treystum fólki og fyrirtækjum. Nú er kominn tími á að sýna skólastjórnendum og kennurum að þau eiga skilið þetta sama traust sem þau hafa svo lengi kallað eftir. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Sigurðardóttir Viðreisn Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að skólamálum í Reykjavík hafa Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár. Það er því kominn tími á breytingar og nýja nálgun á ýmislegt í þessum mikilvæga málaflokki. Sérstaklega er brýnt að finna lausnir fyrir fjölskyldur og börn í Reykjavík. Kerfið er alltof þungt í vöfum. Við í Viðreisn biðjum um umboð til gagngerra breytinga á skólakerfinu. Staðan nú er sú að við náum ekki að mæta fjölskyldum og þeirra þörfum. Til að finna leiðir hvernig við gerum það þarf að treysta skólafólki fyrir störfunum sínum. Það væri stökk inn í betri og bjartari framtíð. Valdsvipting stjórnenda og kennara Við í Viðreisn viljum treysta stjórnendum og starfsfólki skólanna og sjá til þess að starfsemi skólanna verði á þeirra forræði. Skólafólkið sjálft ber ábyrgð á að skapa góðar aðstæður á hverjum degi fyrir börn og til þess að þær verði sem bestar þarf að styðja mun betur við umhverfi kennara og starfsfólks. Það er lykilatriði að hver og ein manneskja sem kemur að barni finni að sér er treyst og hafi umboð yfir sínu starfi. Við viljum færa valdið frá miðstýringu embættismanna og til skólanna. Starfsfólksins í skólunum sjálfum. Skólastjóri á að hafa sama vald yfir eigin skóla líkt og leikhússtjóri Borgarleikhússins. Óskorað vald til að ráða það fólk sem þarf til að leikhúsið virki. Það efast engin um að það er verkefni leikhússtjóra. Það sama á við um skólastjóra - það er á þeirra ábyrgð að hafa sýn og þá flóru af starfsfólki sem skólinn þarf á að halda hverju sinni til að uppfylla hlutverk sitt. Mætum hverju barni Við í Viðreisn höfum skýra sýn um valdeflingu stjórnenda og kennara. Skýra sýn á að mæta hverju og einu barni og að öll börn njóti sín og blómstri. Við viljum að samsetning og umgjörð skólanna nái að mæta ólíkum þörfum barna. Það þarf nýja nálgun og uppstokkun á kerfinu sem felur í sér að vald og ábyrgð fari til skólanna, stjórnenda og kennara því engir tveir skólar eru eins. Það er staðreynd að við verðum að gera miklu miklu betur í að styðja við starfið í skólum borgarinnar enda verður það æ flóknara með hverjum deginum. Barni sem líður vel er nám eðlislægt. Það er skýlaus krafa að efla öll börn og það er fátt sem eflir börn og samfélag meira en góðir skólar. Það hlutverk að efla börnin liggur hjá kennurum og stjórnendum skólans og þau vita hvað þarf til. Málaflokkurinn í nýjar hendur Það er kominn tími til að gefa nýjum hugmyndum og annarri nálgun tækifæri í skólamálum í Reykjavík. Við í Viðreisn höfum sýnt á síðastliðnu kjörtímabili að við treystum fólki og fyrirtækjum. Nú er kominn tími á að sýna skólastjórnendum og kennurum að þau eiga skilið þetta sama traust sem þau hafa svo lengi kallað eftir. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar