Framsókn í uppbyggingu íbúða í Hafnarfirði Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 12. maí 2022 21:46 Það var skemmtilegt að sjá fréttir af nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um talningu á íbúðum í byggingu á landinu öllu. Undanfarna mánuði hefur því statt og stöðugt verið haldið fram, ranglega auðvitað, að í Hafnarfirði sé ekkert að gerast í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Það skal ítrekað með áherslu; það er alrangt. Hið rétta er að við erum að gera vel, eins og tölurnar sína, og við höfum lagt mikla vinnu í að koma kröftugri uppbyggingu af stað. Talningin er ekki bara tölur á blaði, heldur raunveruleg verk sem í gagni eru um allan bæ, hvort sem um er að ræða byggingar á þéttingarreitum eða nýbyggingarsvæðum. Skipulagsmál sem slík eru þess eðlis að við sjáum ekki afrakstur vinnu okkar jafn hratt og við oft viljum. Þau taka tíma þar sem ferlið er oft flókið fyrir alla aðila sem að málum koma. Fjöldi íbúða í byggingu á hverja þúsund íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu Það er áhugavert að rýna í þær tölur sem nú liggja fyrir eftir síðustu talningu. Fjölmenn sveitarfélög eiga að hafa getu; innviði og starfsfólk til að byggja hratt og vel svo svara megi þeirri uppsöfnuðu þörf sem nú blasir við okkur. Það er hins vegar ljóst að það eru ekki öll sveitarfélög að taka þátt í þessu verkefni af þeim krafti sem þau eiga að hafa getu til og nægir þar að nefna Reykjavíkurborg. Við sjáum það vel þegar við skoðum fjölda íbúða í byggingu á hverja þúsund íbúa í viðkomandi sveitarfélagi. Húsnæði fyrir alla er forgangsmál Það hefur mikið áunnist í skipulagsmálum frá því að við í Framsókn komum að málum fyrir fjórum árum síðan. Segja má að við séum búin að leysa uppbyggingu íbúðarhúsnæðis úr þeim klakaböndum sem hér hafði verið í of langan tíma. Lítið sem ekkert hafði áunnist fyrr en á þessu kjörtímabili. Okkur er full alvara í því verkefni að tryggja íbúum bæjarfélagsins og framtíðar íbúum fjölbreytt búsetuúrræði og góða blöndu húsnæðis. Við sjáum merki þess m.a. með því að nefna uppbyggingu Bjargs leigufélags á 148 íbúðum í Hamranesi og nýlega samþykkt bæjarstjórn um að úthluta Brynju, hússjóði ÖBÍ, 12% stofnframlagi vegna kaupa á 10 íbúðum í Hafnarfirði. Áætlað stofnframlag Hafnarfjarðarbæjar vegna þeirra kaupa er 67.442.742 krónur. Vinnan á kjörtímabilinu er að bera ávöxt og hér eru byggingarkranar um allan bæ. Kröftug uppbygging er því ekki á leiðinni, hún er hafin og er að skila þeim árangri og birtist í þeim tölum sem fram koma í greiningu SI og HMS. Við þurfum áhramhaldandi Framsókn í íbúðauppbyggingu í Hafnarfirði og raunar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Framtíð Hafnarfjarðar ræðst á miðjunni – xB. Höfundur er formaður bæjarráðs og þingmaður Suðvesturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Ágúst Bjarni Garðarsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Sjá meira
Það var skemmtilegt að sjá fréttir af nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um talningu á íbúðum í byggingu á landinu öllu. Undanfarna mánuði hefur því statt og stöðugt verið haldið fram, ranglega auðvitað, að í Hafnarfirði sé ekkert að gerast í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Það skal ítrekað með áherslu; það er alrangt. Hið rétta er að við erum að gera vel, eins og tölurnar sína, og við höfum lagt mikla vinnu í að koma kröftugri uppbyggingu af stað. Talningin er ekki bara tölur á blaði, heldur raunveruleg verk sem í gagni eru um allan bæ, hvort sem um er að ræða byggingar á þéttingarreitum eða nýbyggingarsvæðum. Skipulagsmál sem slík eru þess eðlis að við sjáum ekki afrakstur vinnu okkar jafn hratt og við oft viljum. Þau taka tíma þar sem ferlið er oft flókið fyrir alla aðila sem að málum koma. Fjöldi íbúða í byggingu á hverja þúsund íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu Það er áhugavert að rýna í þær tölur sem nú liggja fyrir eftir síðustu talningu. Fjölmenn sveitarfélög eiga að hafa getu; innviði og starfsfólk til að byggja hratt og vel svo svara megi þeirri uppsöfnuðu þörf sem nú blasir við okkur. Það er hins vegar ljóst að það eru ekki öll sveitarfélög að taka þátt í þessu verkefni af þeim krafti sem þau eiga að hafa getu til og nægir þar að nefna Reykjavíkurborg. Við sjáum það vel þegar við skoðum fjölda íbúða í byggingu á hverja þúsund íbúa í viðkomandi sveitarfélagi. Húsnæði fyrir alla er forgangsmál Það hefur mikið áunnist í skipulagsmálum frá því að við í Framsókn komum að málum fyrir fjórum árum síðan. Segja má að við séum búin að leysa uppbyggingu íbúðarhúsnæðis úr þeim klakaböndum sem hér hafði verið í of langan tíma. Lítið sem ekkert hafði áunnist fyrr en á þessu kjörtímabili. Okkur er full alvara í því verkefni að tryggja íbúum bæjarfélagsins og framtíðar íbúum fjölbreytt búsetuúrræði og góða blöndu húsnæðis. Við sjáum merki þess m.a. með því að nefna uppbyggingu Bjargs leigufélags á 148 íbúðum í Hamranesi og nýlega samþykkt bæjarstjórn um að úthluta Brynju, hússjóði ÖBÍ, 12% stofnframlagi vegna kaupa á 10 íbúðum í Hafnarfirði. Áætlað stofnframlag Hafnarfjarðarbæjar vegna þeirra kaupa er 67.442.742 krónur. Vinnan á kjörtímabilinu er að bera ávöxt og hér eru byggingarkranar um allan bæ. Kröftug uppbygging er því ekki á leiðinni, hún er hafin og er að skila þeim árangri og birtist í þeim tölum sem fram koma í greiningu SI og HMS. Við þurfum áhramhaldandi Framsókn í íbúðauppbyggingu í Hafnarfirði og raunar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Framtíð Hafnarfjarðar ræðst á miðjunni – xB. Höfundur er formaður bæjarráðs og þingmaður Suðvesturkjördæmis.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar