Gróðahyggjan má ekki ráða öllu Magnús Guðmundsson skrifar 13. maí 2022 10:50 Takk fyrir VG í Múlaþingi að styðja okkur, sem erum andvíg laxeldi í Seyðisfirði. Þingmaður VG í kjördæminu er á sömu skoðun. Nú þurfum við formann VG og forsætisráðherra líka í liðið. Við getum ekki látið fólk standa á Austurvelli út af öllum málum, sem eru afgreidd í bakherbergjum í skjóli nætur. „Takk Magnús fyrir að benda á það augljósa“, var sagt eftir síðustu grein. Ekkert að þakka, staðreyndirnar eru augljósar. Kvíar eru langt inni á siglingaleiðinni um Seyðisfjörð og akkerisfestingar þeirra mega ekki vera inni á helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Skipulagsstofnun bendir skýrt á þetta í sínum niðurstöðum, en það er eins og sveitarstjórnarfólk í Múlaþingi hafi lesið einhverjar aðrar niðurstöður eða loki vísvitandi augunum fyrir þessum staðreyndum. Sama má segja um snjóflóðahættuna í Selsstaðavík, sem ógnar fyrirhuguðum kvíum á þeim stað. Lítið eða ekkert hefur verið rætt um þessar alvarlegu staðreyndir á opinberum vettvangi í aðdraganda kosninga. Er það hreinlega bannað? Fyrir utan allt annað fellir þetta tvennt laxeldisáformin og hlýtur að leiða til þess að starfsleyfi verði ekki gefið út. Í staðin er hamrað á nýjum störfum og miklum peningum inn í bæinn. Þversögnin kom svo á framboðsfundi : „ ... fáum litlar tekjur af því sem er synd ...“. Hvað er í gangi? Ég man ekki betur en að Fjarðabyggð hafi kvartað í vetur yfir litlum tekjum af kvíaeldinu og ójafnri tekjuskiptingu sveitarfélaga af fiskeldinu. Hvaða miklu peninga er verið að tala um að komi inn í samfélagið á Seyðisfirði umfram það sem gerist annars staðar? Ég talaði við einn af fyrrverandi skipstjórum Gullvers. Hann sagðist í sjálfu sér ekki hafa áhyggjur að togaranum í þrengdri siglingaleið. En togarinn er bara lítið brot af stærð margra skipa, sem fara um fjörðinn. Samgöngustofa telur brýnt að ávallt sé leitað álits heimamanna og annarra, sem reglulega sigla um fjörðinn. Nei, Fiskeldi Austurlands(FA) virðist ekki hafa gert það, og telur sig ekki þurfa að svara eða útskýra neitt eða fara að neinum lögum og reglum. Það virðist allt renna sjálfkrafa í gegn hjá stofnunum ríkisins. Alla vega sagði oddviti Framsóknarflokksins á framboðsfundi: „ .. svo virðist sem fátt komi í veg fyrir að eldi fari af stað í firðinum..“ Einhverja vitneskju virðist hún hafa þó leyfi hafi ekki enn verið gefið út. Þarna væri nær að viðurkenna staðreyndir málsins og benda formanni Framsóknarflokksins, sem er innviðaráðherra landsins, á hversu harkalega er þrengt að siglingaleiðinni um Seyðisfjörð og öryggi Farice-1, strengs allra landsmanna. Sá strengur er lykilhlekkur í samskiptum Íslands við umheiminn. Innviðaráðherra ber ábyrgð á hvoru tveggja. Öryggi þessara innviða er grafalvarlegt mál, sem þarf að taka föstum tökum. Gróðahyggjan má ekki ráða öllu. Sýnum virðingu og stöndum í lappirnar með meirihluta Seyðfirðinga og fjarskiptaöryggi allra landsmanna. Svo mættu kjörnir fulltrúar í Múlaþingi beina nokkrum spurningum til FA. Hvað verða heils árs störf á Seyðisfirð í alvöru mörg við fiskeldi í firðinum? Hver er gerð og stærð pramma, sem þarf við fiskeldið? Vitið þið hvað þið eruð að biðja um stórt kvía og athafnasvæði í Sörlastaðavík? Gerið þið ykkur grein fyrir þrengd fjarðarins þar sem þið farið fram á eldið? Hvert er svar ykkar við neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, sem bent er á í niðurstöðu Skipulagsstofnunar? Ætlið þið að halda áfram þvert á vilja meirihluta íbúa? Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fiskeldi Magnús Guðmundsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Takk fyrir VG í Múlaþingi að styðja okkur, sem erum andvíg laxeldi í Seyðisfirði. Þingmaður VG í kjördæminu er á sömu skoðun. Nú þurfum við formann VG og forsætisráðherra líka í liðið. Við getum ekki látið fólk standa á Austurvelli út af öllum málum, sem eru afgreidd í bakherbergjum í skjóli nætur. „Takk Magnús fyrir að benda á það augljósa“, var sagt eftir síðustu grein. Ekkert að þakka, staðreyndirnar eru augljósar. Kvíar eru langt inni á siglingaleiðinni um Seyðisfjörð og akkerisfestingar þeirra mega ekki vera inni á helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Skipulagsstofnun bendir skýrt á þetta í sínum niðurstöðum, en það er eins og sveitarstjórnarfólk í Múlaþingi hafi lesið einhverjar aðrar niðurstöður eða loki vísvitandi augunum fyrir þessum staðreyndum. Sama má segja um snjóflóðahættuna í Selsstaðavík, sem ógnar fyrirhuguðum kvíum á þeim stað. Lítið eða ekkert hefur verið rætt um þessar alvarlegu staðreyndir á opinberum vettvangi í aðdraganda kosninga. Er það hreinlega bannað? Fyrir utan allt annað fellir þetta tvennt laxeldisáformin og hlýtur að leiða til þess að starfsleyfi verði ekki gefið út. Í staðin er hamrað á nýjum störfum og miklum peningum inn í bæinn. Þversögnin kom svo á framboðsfundi : „ ... fáum litlar tekjur af því sem er synd ...“. Hvað er í gangi? Ég man ekki betur en að Fjarðabyggð hafi kvartað í vetur yfir litlum tekjum af kvíaeldinu og ójafnri tekjuskiptingu sveitarfélaga af fiskeldinu. Hvaða miklu peninga er verið að tala um að komi inn í samfélagið á Seyðisfirði umfram það sem gerist annars staðar? Ég talaði við einn af fyrrverandi skipstjórum Gullvers. Hann sagðist í sjálfu sér ekki hafa áhyggjur að togaranum í þrengdri siglingaleið. En togarinn er bara lítið brot af stærð margra skipa, sem fara um fjörðinn. Samgöngustofa telur brýnt að ávallt sé leitað álits heimamanna og annarra, sem reglulega sigla um fjörðinn. Nei, Fiskeldi Austurlands(FA) virðist ekki hafa gert það, og telur sig ekki þurfa að svara eða útskýra neitt eða fara að neinum lögum og reglum. Það virðist allt renna sjálfkrafa í gegn hjá stofnunum ríkisins. Alla vega sagði oddviti Framsóknarflokksins á framboðsfundi: „ .. svo virðist sem fátt komi í veg fyrir að eldi fari af stað í firðinum..“ Einhverja vitneskju virðist hún hafa þó leyfi hafi ekki enn verið gefið út. Þarna væri nær að viðurkenna staðreyndir málsins og benda formanni Framsóknarflokksins, sem er innviðaráðherra landsins, á hversu harkalega er þrengt að siglingaleiðinni um Seyðisfjörð og öryggi Farice-1, strengs allra landsmanna. Sá strengur er lykilhlekkur í samskiptum Íslands við umheiminn. Innviðaráðherra ber ábyrgð á hvoru tveggja. Öryggi þessara innviða er grafalvarlegt mál, sem þarf að taka föstum tökum. Gróðahyggjan má ekki ráða öllu. Sýnum virðingu og stöndum í lappirnar með meirihluta Seyðfirðinga og fjarskiptaöryggi allra landsmanna. Svo mættu kjörnir fulltrúar í Múlaþingi beina nokkrum spurningum til FA. Hvað verða heils árs störf á Seyðisfirð í alvöru mörg við fiskeldi í firðinum? Hver er gerð og stærð pramma, sem þarf við fiskeldið? Vitið þið hvað þið eruð að biðja um stórt kvía og athafnasvæði í Sörlastaðavík? Gerið þið ykkur grein fyrir þrengd fjarðarins þar sem þið farið fram á eldið? Hvert er svar ykkar við neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, sem bent er á í niðurstöðu Skipulagsstofnunar? Ætlið þið að halda áfram þvert á vilja meirihluta íbúa? Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar