Norska lögreglan lýsir eftir fanga sem er dæmdur fyrir tvö morð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2022 23:12 Millehaugen hefur frá því að hann varð fullorðinn verið reglulegur gestur fangelsa í Noregi. Norska lögreglan Norska lögreglan hefur lýst eftir fanga, sem var dæmdur fyrir tvo morð, eftir að hann skilaði sér ekki í fangelsið í Þrándheimi eftir dagsleyfi. Lýst hefur verið eftir fanganum alþjóðlega. Lögregla segir grun um að hann hafi farið til Ósló. Hinn 53 ára gamli Stig Millehaugen var árið 2012 dæmdur í 21 árs fangelsi, þyngstu mögulegu refsingu, fyrir morðið á Mohammad „Jeddi“ Javed, leiðtoga gengisins Young Guns. Hann hefur nú afplánað tíu ár af dómnum í fangelsinu í Þrándheimi. Egil Gabrielsen fangelsisstjóri í Þrándheimi segir í samtali við fréttastofu VG að Millehaugen hafi átt að skila sér aftur klukkan þrjú að norskum tíma í dag en hafi ekki skilað sér. Stuttu eftir þrjú hafi viðvörunarbjöllur farið í gang og leit að honum hafist. Hann hefur enn ekki fundist. Gabrielsen segir að þetta sé ekki fyrsta skiptið sem Millehaugen hafi fengið að fara í dagsleyfi og þá allt gengið vel. Millehaugen stóð, samkvæmt frétt VG, ekki einn að morðinu á Javed, en Shahbaz Ahmed Dad, leiðtogi gengisins B-gang, var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að fyrirskipa Millehaugen að myrða Javed. Hér að neðan má horfa á viðtal sem tekið var við Millehaugen árið 2017. Millehaugen er góðvinur lögregluna og þetta ekki hans fyrsti fangelsisdómur. Hann hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir bílrán, innbrot og vopnuð rán. Hann hefur í öllum málum neitað sök. Millehaugen er sömuleiðis reyndur í fangelsisflótta en samkvæmt dómi frá árinu 2002 hefur Millehaugen flúið fangelsi minnst þrisvar áður. Hann braust út úr fangelsinu í Berg árið 1992, þar sem hann afplánaði dóm fyrir sérstaklega alvarlegt rán. Hann framdi svo fjölda rána á meðan hann var á flóttanum. Eftir að hann náðist á flóttanum var hann fluttur í fangelsið í Sarpsborg, hvaðan hann slapp í desember 1992. Í ágúst 1993 var hann dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að hafa skotið og myrt Jon Arild Martinsen, fangavörð í Sarpsborgarfangelsinu, þegar hann flúði þaðan. Í október 2000 skilaði hann sér ekki úr dagsleyfi úr Ullersmo fangelsinu og var handtekinn aftur í júní 2001. Í júlí 2002 var hann ákærður fyrir tvær manndrápstilraunir með notkun skotvopns, eitt sérstaklega alvarlegt vopnað innbrot, tvö bílarán, fyrir að hafa rænt ýmsum vopnum, lögreglubúningi og lögreglubíl, fyrir að beita vopnum á hættulegan hátt, og fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot. Noregur Erlend sakamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Hinn 53 ára gamli Stig Millehaugen var árið 2012 dæmdur í 21 árs fangelsi, þyngstu mögulegu refsingu, fyrir morðið á Mohammad „Jeddi“ Javed, leiðtoga gengisins Young Guns. Hann hefur nú afplánað tíu ár af dómnum í fangelsinu í Þrándheimi. Egil Gabrielsen fangelsisstjóri í Þrándheimi segir í samtali við fréttastofu VG að Millehaugen hafi átt að skila sér aftur klukkan þrjú að norskum tíma í dag en hafi ekki skilað sér. Stuttu eftir þrjú hafi viðvörunarbjöllur farið í gang og leit að honum hafist. Hann hefur enn ekki fundist. Gabrielsen segir að þetta sé ekki fyrsta skiptið sem Millehaugen hafi fengið að fara í dagsleyfi og þá allt gengið vel. Millehaugen stóð, samkvæmt frétt VG, ekki einn að morðinu á Javed, en Shahbaz Ahmed Dad, leiðtogi gengisins B-gang, var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að fyrirskipa Millehaugen að myrða Javed. Hér að neðan má horfa á viðtal sem tekið var við Millehaugen árið 2017. Millehaugen er góðvinur lögregluna og þetta ekki hans fyrsti fangelsisdómur. Hann hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir bílrán, innbrot og vopnuð rán. Hann hefur í öllum málum neitað sök. Millehaugen er sömuleiðis reyndur í fangelsisflótta en samkvæmt dómi frá árinu 2002 hefur Millehaugen flúið fangelsi minnst þrisvar áður. Hann braust út úr fangelsinu í Berg árið 1992, þar sem hann afplánaði dóm fyrir sérstaklega alvarlegt rán. Hann framdi svo fjölda rána á meðan hann var á flóttanum. Eftir að hann náðist á flóttanum var hann fluttur í fangelsið í Sarpsborg, hvaðan hann slapp í desember 1992. Í ágúst 1993 var hann dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að hafa skotið og myrt Jon Arild Martinsen, fangavörð í Sarpsborgarfangelsinu, þegar hann flúði þaðan. Í október 2000 skilaði hann sér ekki úr dagsleyfi úr Ullersmo fangelsinu og var handtekinn aftur í júní 2001. Í júlí 2002 var hann ákærður fyrir tvær manndrápstilraunir með notkun skotvopns, eitt sérstaklega alvarlegt vopnað innbrot, tvö bílarán, fyrir að hafa rænt ýmsum vopnum, lögreglubúningi og lögreglubíl, fyrir að beita vopnum á hættulegan hátt, og fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot.
Noregur Erlend sakamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira